Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2015
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 21. júlí 2015 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrirr kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Júlíana og Pamela
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Pamela De Sensi í síma 866 8229
og Júlíana Rún Indriðadóttir í síma 848 6057

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

In kontra

Tónleikarnir eru helgaðir djúpum tónum flautunnar og sérstaklega kontrabassaflautunnar. Þeir bera því nafnið „in kontra“ sem vísar bæði í kontrabassa og einnig ítalska orðið incontrare, sem þýðir að hittast. Flutt verða ný íslensk verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir dúóið og þessar djúpflautur.
    Á þessum tónleikum verða frumflutt verk eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson og auk þess eru á efnisskránni verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover.
Pamela De Sensi lauk einleikaraprófi á flautu frá Conservatorio di Musica L. Perosi undir handleiðslu Matthias Ziegler í Campobasso á Ítalíu og tók meistarapróf í kammertónlist frá Conservatorio di Musica S. Cecilia í Róm árið 2003. Hún hefur einnig sótt tíma hjá kunnum flautuleikurum á borð við C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye og M. Larrieu. Pamela hefur tekið þátt í mörgum keppnum sem einleikari og ætíð vermt efstu sætin. Hún hefur leikið á fjölmörgum tónleikum, bæði sem einleikari og í kammertónlist, á Ítalíu − heimalandi sínu − og víða í vestur Evrópu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Mexíkó.
    Pamela flutti til Íslands 2008 og hefur síðan tekið afar virkan þátt í íslensku tónlistarlífi sem kennari og flautuleikari. Hún er meðal annars stofnandi tónleikaraðarinnar Töfrahurð fyrir börn, hefur samið tónlistarævintýri og tekið þátt í útgáfu bóka um tónlist fyrir börn.

Júlíana Rún Indriðadóttir lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín og Jeremy Denk og Edward Auer við háskólann í Bloomington í Indiana þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Hún hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995.
    Júlíana hefur komið fram á tónleikum sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi sem og í Þýskalandi. Hún hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá árinu 1998.

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 21st, 2015 at 8:30 pm

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Júlíana and Pamela
A PDF version of the program

Further information on this concert give:

Pamela De Sensi, tel. 866 8229
and Júlíana Rún Indriðadóttir, tel 848 6057

Further information on the concert series gives:

Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805.

In kontra

Next Tuesday evening in Sigurjón Ólafsson Museum:
Pamela De Sensi flute and Júlíana Rún Indriðadóttir piano.
The recital is dedicated to the the low pitches of the flute. The title “in kontra” refers to the double bass flute as well as the Italian word incontrare, which means ‘to meet’. The recital program includes several Icelandic works written especially for this duo and bass flute and double bass flute.
    Works by the composers Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurður Sævarsson and Haraldur Sveinbjörnsson will be premiered and contemporary works by Elín Gunnlaugsdóttir, Steingrímur Þórhallsson, and Mike Mover are also on the program.
Born in Italy, flutist Pamela De Sensi studied at the Conservatorio di Musica L. Perosi in Campobasso and Conservatorio di Musica S. Cecilia in Rome, where she completed her master's degree in chamber music in 2003. She has participated in many festivals and music competitions, performed as a soloist and with chamber ensembles in her home country, as well as in Mexico, Kazakstan, France, Spain, United States, Finland, Faroe Islands and Iceland.
    Pamela's passion for music and musical education continued when she settled in Iceland in 2008 and, besides performing and teaching, she is involved in organizing various musical events. She is the founder of the musical series Töfrahurð (Magic door) for children, with numerous events in Reykjavík, and the yearly summer festival for children in Kópavogur, Dark Days. She is the author of books aimed at introducing classical music to children.

Júlíana Rún Indriðadóttir graduated from the Sigursveinn D. Kristinsson Music School in 1989 where she studied the piano with Brynja Guttormsdóttir. She continued her piano studies with Georg Sava in Berlin and Jeremy Denk and Edward Auer at Indiana University, Bloomington where she completed her master's degree in piano performance in 1998. She received the TónVakinn, music prize of the Icelandic National Broadcasting Service, in 1995.
    Júlíana has appeared as a soloist , accompanist and choir master in Iceland and Germany. She works as a music teacher and an accompanist at the Sigursveinn D. Kristinsson Music School in Reykjavík.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. All information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release