Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 5. júlí 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Guðrún Jóhanna og Francisco

Guðrún − heimasíða
Javier − heimasíða
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Guðrún Jóhanna í síma 692 3664

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Söngvar frá Atlantshafsströndum

Tuttugasta og áttunda Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafsson hefst í safninu á Laugarnesi þriðjudagskvöldið 5. júlí. Haldnir verða sjö tónleikar í júlí og fram í ágúst og er yfirlit tónleikaraðarinnar að finna á vefsíðum safnsins: www.LSO.is. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur um tónleikaröðina sem hægt er að nálgast í safninu, á ferðamannastöðum, eða fá sendan heim, ef þess er óskað hjá LSO@LSO.is eða í síma safnsins 553 2906.

    Á upphafstónleikum sumarsins syngur Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir við meðleik klassíska gítarleikarans Francisco Javier Jáuregui, lög sem öll eiga rætur sínar að rekja til stranda Atlantshafsins. Þau flytja ensk lútulög eftir John Dowland og Philip Rosseter, íslensk sönglög eftir Jón Ásgeirsson og lög eftir þau sjálf, sem og basknesk og bresk þjóðlög í útsetningum Jáuregui.
    Guðrún hefur unnið til fjölmargra verðlauna á erlendri grundu, komið fram í óperum og sungið m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Madrídar, St. Pétursborgar og Philharmonia Orchestra í London. Guðrún og Javier eru búsett í Madríd, en þau halda reglulega tónleika víða um Evrópu og hafa tekið upp þrjá geisladiska saman.
    Tónleikarnir hefjast að vanda klukkan 20:30 og standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendurna.

Að loknu söngnámi við Tónlistarskólann í Reykjavík fór Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir til framhaldsnáms við Guildhall School of Music and Drama í London. Þar lauk hún meistaragráðu frá óperudeildinni undir handleiðslu Laura Sarti prófessors. Hún hefur sungið á stöðum eins og Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madríd, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Á meðal óperuhlutverka hennar eru Sesto, Cenerentola, Dido, Romeo, Dorabella, Rosina, Carmen, Lazuli, Prins Orlowsky, Komponist, og el Gato con botas.
    Guðrún hefur unnið til margra verðlauna, þar á meðal Kathleen Ferrier verðlaunanna í Wigmore Hall. Hún hefur sungið inn á tylft geisladiska, frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld og komið fram með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Madrídar, Caput, Sonor Ensemble, St. Petersburg State Symphony og Philharmonic Orchestra í London.

Spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui fæddist í Oxford og stundaði gítarnám í Los Angeles, Madríd og London, þaðan sem hann útskrifaðist með meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama. Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og í kammersveitum vítt og breitt um Evrópu, í Bandaríkjunum og Suðaustur Asíu, í tónleikasölum eins og Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, St. Martin in the Fields, St. James's Palace og Linbury Studio Theatre í London og Auditorio Nacional de Música í Madríd.
    Javier kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu og Elenu Jáuregui fiðluleikara, en þau Elena hafa leikið sem Roncesvalles dúóið síðan 1997. Hann hefur frumflutt verk eftir íslensk sem erlend tónskáld og einnig samið og útsett tónlist fyrir ýmsa kammerhópa, svo sem Sonor Ensemble. Hann kennir klassískan gítarleik og er yfirmaður tónlistardeildar St. Louis háskólans í Madríd.

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Press Release for a Concert in the Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 5th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Guðrún Jóhanna and Francisco


Guðrún − home page
Javier − home page
A PDF version of the program

For further information on this concert:
Guðrún Jóhanna, tel. 692 3664

For further information on the concert series:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Melodic Journey from Spain to Iceland

The first concert in the annual series of Sigurjón Ólafsson Museum's Summer Concerts will take place in the Museum at Laugarnestangi, Reykjavík Tuesday evening, July 5th at 8:30 pm.
    Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzo-soprano and Francisco Javier Jáuregui guitar will perform compositions for voice and guitar by John Dowland, Philip Rosseter, Jón Ásgeirsson and Francisco Jáuregui.
Mezzo-soprano Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir has performed in concert and opera across Europe and in Latin America, at venues such as Teatro Real in Madrid, Bozar in Brussels, The Glinka Hall of St. Petersburg Philharmonia, the Buenos Aires Coliseo and The Royal Festival Hall in London. Her operatic credits include Sesto, Cenerentola, Dido, Romeo, Dorabella, Rosina, Carmen, Lazuli, Prince Orlowsky, Komponist, and el Gato con botas.
    Guðrún completed her Master of Music degree and the Opera Course at the Guildhall School of Music and Drama in London. She has received several prizes for her work, including the Kathleen Ferrier Award at Wigmore Hall, and third prize in Musica Sacra in Rome. She has recorded twelve CDs, premiered dozens of new pieces by contemporary composers, and performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Sonor Ensemble, La Orquesta de la Comunidad de Madrid, the Philharmonic Orchestra in London and the St. Petersburg State Symphony.

Born in Oxford, Francisco Javier Jáuregui studied classical guitar in Los Angeles, Madrid, and the Guildhall School of Music and Drama in London. He has performed both as a solo performer and with various chamber ensembles across Europe, in venues such as the Glinka Hall of St. Petersburg Philharmonia, St. Martin in the Fields, the Linbury Studio Theatre in London and the Auditorio Nacional de Música de Madrid.
    Francisco Javier works frequently with Guðrún Jóhanna and since 1997 he has performed with violinist Elena Jáuregui as the Roncesvalles Duo. He has collaborated with a number of composers, many of them Icelandic, and has written a number of compositions and arrangements for various chamber groups including Sonor Ensemble. At present, he teaches classical guitar and coordinates the music department at St. Louis University, Madrid Campus.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. The museum café, with its wonderful view over the ocean, is open after the concerts and the audience can meet the performers.
    Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.

fréttatilkynningu lokið / end of release