Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 12. júlí 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Martin, Hanna og Árni Heimir
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Árni Heimir í síma 865 1516

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Barokk í Laugarnesi

Á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar koma fram tveir Íslendingar, Hanna Loftsdóttir sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson semballeikari, ásamt einum efnilegasta blokkflautuleikara Bandaríkjanna, hinum 19 ára gamla Martin Bernstein, en hann hefur vakið athygli víða um heim fyrir hæfileika sína.
    Þótt tónlist sú sem kennd er við barrokkskeiðið njóti mikilla vinsælda í tónleikasölum heimsins í dag, eru fjölmörg tónskáld frá þeim tímum flestum gleymd. Á efnisskrá tónleikanna í Laugarnesi hljómar tónlist eftir fjögur af kunnustu tónskáldum barokksins frá Ítalíu og Þýskalandi, þau Arcangelo Corelli, Johann Sebastian Bach, Antonio Vivaldi og Georg Friedrich Händel. Einnig verða flutt verk eftir tvö frönsk tónskáld sem ekki hafa notið sömu hylli, þau Jean-Baptiste Barrière og Pierre Danican Philidor.
    Tónleikarnir hefjast að vanda klukkan 20:30 og standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendurna.

Martin Bernstein er fæddur og uppalinn í New York. Hann byrjaði að leika á blokkflautu fjögurra ára gamall og hóf flautunám hjá hinum virta flautukennara Ninu Stern snemma á unglingsárum. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Piffaro-flautukeppninni 2013 og ári síðar varð hann fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að hreppa gullverðlaun í Mieke van Weddingen keppninni í Belgíu. Árið 2015 var Martin valinn úr stórum hópi umsækjenda til að leika í útvarpsþættinum vinsæla From the Top í National Public Radio í Bandaríkjunum sem fjallar um ungt og upprennandi tónlistarfólk.
    Martin hefur leikið á tónleikum og námskeiðum í Belgíu, Ítalíu, Þýskalandi, Sviss og Hollandi, og víða í Bandaríkjunum. Hann stundar nú nám í blokkflautu-, barokkfagott- og óbóleik við Konunglega tónlistarháskólann í Haag í Hollandi.

Hanna Loftsdóttir stundaði framhaldsnám í sellóleik við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Morten Zeuthen, og sérhæfði sig í barokkselló- og gömbuleik við Konunglega tónlistarháskólann í Haag. Kennarar hennar þar voru Jaap ter Linden og Philippe Pierlot. Hún kemur reglulega fram með fjölmörgum virtum barokkhópum og hljómsveitum, aðallega í Skandinavíu og á Íslandi. Þar má m.a. nefna Concerto Copenhagen, Camerata Øresund, Ensemble Zimmermann og Nordic Affect, sem einnig hefur lagt áherslu á flutning nútímatónlistar sem skrifuð er fyrir barokkhljóðfæri.
    Hanna hefur komið fram á þekktum tónlistarhátíðum svo sem Festival Oudemuziek Utrecht, Händel Festspiele í Halle og Renaissance hátíðinni í Kaupmannahöfn. Leik Hönnu með Nordic Affect má meðal annars heyra á sex geisladiskum. Á næsta ári má heyra leik Hönnu á geisladiski, sem BIS gefur út, með barokkhópnum Höör Barock undir stjórn blokkflautuvirtúósins Dan Laurin.

Árni Heimir Ingólfsson lauk B. Mus. gráðu í píanóleik og tónlistarfræði við Oberlin tónlistarháskólann og doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvard háskóla árið 2003. Hann hefur jafnframt stundað nám í semballeik hjá Guðrúnu Óskarsdóttur og Jacques Ogg, prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Haag.
    Árni Heimir hefur ritað fjölda greina um íslenska tónlistarsögu og er höfundur tveggja bóka, Jón Leifs - Líf í tónum, sem kom út árið 2009 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Saga tónlistarinnar sem kom út fyrr á þessu ári. Hann stofnaði Kammerkórinn Carmina árið 2004 og hefur stjórnað honum í Reykjavík, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þá hefur hann stýrt tónlistarflutningi á hljómdiskum með lögum úr fornum íslenskum söngbókum. Diskarnir Melódía (2007) og Hymnodia sacra (2010) hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar. Árni Heimir er listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gestaprófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 12th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Martin, Hanna and Árni Heimir
A PDF version of the program

For further information on this concert:
Árni Heimir Ingólfsson, tel 865 1516

For further information on the concert series:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Baroque in between Sculptures
Concert in Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík next Tuesday. Two Icelandic performers, Hanna Loftsdóttir, cello and Árni Heimir Ingólfsson, harpsichord, appear along with one of the most promising recorder player of the United States, the 19-year-old Martin Bernstein, who has attracted worldwide attention for his talent.
    The program consists music by the well-known masters of the baroque; Arcangelo Corelli, Johann Sebastian Bach, Antonio Vivaldi and Georg Friedrich Händel. Also will be heard works by the less known French composers of the baroque; Jean-Baptiste Barrière and Danican Pierre Philidor.
Martin Bernstein, born and raised in Brooklyn, NY, began playing the recorder at the age of four and started studying with the recorder virtuoso Nina Stern as a sophomore in high school. Shortly thereafter, he won Piffaro's 2013 National Young Performers Recorder Competition, and at 17, he took first prize in the International Mieke van Weddingen Competition in Belgium - the first American ever to do so.
    By the time he graduated from high school, Martin's playing had been heard at festivals, master classes, competitions, and concerts in Belgium, Italy, Germany, Switzerland, the Netherlands, as well as across the U.S. and on National Public Radio. At that time, he was awarded a scholarship to study at the Royal Conservatoire of The Hague, where he currently studies with Reine-Marie Verhagen. He also studies baroque bassoon and oboe.

Hanna Loftsdóttir studied cello with Morten Zeuthen at the Royal Danish Conservatory in Copenhagen before specializing in baroque cello and gamba at the Royal Conservatory of The Hague. Her teachers there were Jaap ter Linden and Philippe Pierlot. Hanna appears regularly with leading baroque ensembles and orchestras, including Concerto Copenhagen, Camerata Øresund, Ensemble Zimmermann and Nordic Affect, which also presents modern works written for baroque instruments.
    Hanna has appeared at major music festivals such as the Utrecht Early Music Festival, the Handel Festival in Halle, and the Copenhagen Renaissance Festival. Her playing can be heard on six CDs, and next year will see the release of her CD on the Swedish label BIS with the baroque ensemble Höör Barock and the recorder virtuoso Dan Laurin.

Árni Heimir Ingólfsson studied piano and music history at the Oberlin Conservatory of Music and completed his PhD in musicology at Harvard University in 2003. He has also studied harpsichord with Guðrún Óskarsdóttir and Jacques Ogg, professor at the Royal Conservatory of The Hague.
    Árni Heimir is a leading scholar of Icelandic music history and is the author of two books, a biography of the Icelandic composer Jón Leifs, (nominated for the Icelandic Book Award in 2009), and the recently published Saga tónlistarinnar, a history of Western music. He has appeared as a choral conductor, leading the Carmina Chamber Choir in music from medieval Icelandic manuscripts, both at major European music festivals and on two award-winning CDs: Melódía (2007) and Hymnodia sacra (2010). He is currently Artistic Advisor to the Iceland Symphony Orchestra and a guest professor of Musicology at the Iceland Academy of the Arts.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. The museum café, with its wonderful view over the ocean, is open after the concerts and the audience can meet the performers.
    Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.

fréttatilkynningu lokið / end of release