Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 19. júlí 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir í síma 615 1596

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Vorljóð á ýli

Lagaflokkur Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur í Garði.
Margrét Hrafnsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Grímur Helgason klarinetta, Ave Kara Sillaots harmónikka, Darri Mikaelsson fagott, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassi.
Á dimmu haustkvöldi geng ég um götur Stokkhólms og lag tekur að hljóma við orð í huga mínum. Ég átta mig á að orðin eru úr Vorljóði á ýli eftir ömmu mína. Ljóðið lýsir þrá eftir vori á kaldasta og dimmasta tíma ársins á Íslandi og ég finn að hugblær ljóðsins rímar við mína eigin heimþrá. Lagið hef ég aldrei heyrt áður, en það er engu líkara en ljóðið syngi það sjálft jafnóðum og orðin rifjast upp.
    Áður en ég vissi af voru fleiri ljóð farin að syngja fyrir mig ný lög og úr varð lagaflokkurinn Vorljóð á ýli.
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir
Rithöfundurinn og ljóðskáldið Jakobína Sigurðardóttir fæddist 1918 að Hælavík á Hornströndum, einni afskekktustu byggð landsins, og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Hún var elst þrettán systkina, og var ein systra hennar skáldkonan Fríða Á. Sigurðardóttir. Árið 1935 flutti hún til Reykjavíkur og hugðist afla sér menntunar, en minna varð úr þeim áformum því tækifæri voru fá fyrir efnalitlar konur á þeim tímum. Hún vann um tíma sem kaupakona í Árnessýslu, en árið 1949 flutti hún norður í Mývatnssveit og hóf búskap ásamt eiginmanni sínum, Þorgrími Starra Björgvinssyni, á ættarsetri hans að Garði og eignuðust þau fjögur börn. Jakobína lést í ársbyrjun 1994.
    Eftir Jakobínu liggja fjórar skáldsögur, þrjú smásagnasöfn, ævintýri, kvæðabók og endurminningabók. Hún hóf feril sinn sem ljóðskáld en kvæði hennar, sem mörg hver voru ádeilukvæði gegn hersetu og erlendum her, birtust í tímaritum á sjötta áratug liðinnar aldar og komu út í ljóðabókinni Kvæði árið 1960. Árið áður gaf Jakobína út sína fyrstu sögu, Söguna af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði kotungsdóttur, en þótt þá bók sé að finna í barnadeildum bókasafna er hún í raun pólitísk ádeila í formi ævintýris og að því leyti beint framhald ádeilukvæða hennar. Jakobína vakti fyrst athygli sem sagnahöfundur með smásagnasafninu Púnktur á skökkum stað (1964) og skáldsögunni Dægurvísu (1965). Í kjölfarið fylgdu skáldsögurnar Snaran (1968), Lifandi vatnið – – – (1974) og Í sama klefa (1981) og smásagnasöfnin Sjö vindur gráar (1970) og Vegurinn upp á fjallið (1990). Síðustu bók sína lauk Jakobína við á dánarbeði en það var endurminningabókin Í barndómi (1994).
    Jakobína var tvisvar tilnefnd fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og frá 1989 var hún skipuð af alþingi í heiðurslaunaflokk listamannalauna. Bækur Jakobínu hafa verið þýddar og gefnar út á dönsku, sænsku og rússnesku.
sjá: https://jakobinasigurdardottir.wordpress.com
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir stundaði nám í básúnuleik við tónlistarháskólann í Gautaborg og kórstjórn við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Síðan þá hefur hún starfað sem básúnuleikari og kennari, stjórnandi kóra og lúðrasveita og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi.
    Tónsmíðar Ingibjargar Azimu eru fyrst og fremst innblásnar af íslenskri ljóðagerð. Ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því oft tónsmíðar hennar. Ingibjörg Azima hefur samið tónlist við ljóð fjölda íslenskra ljóðskálda og hafa tónverk eftir hana verið flutt á mörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og í Svíþjóð. Á liðnu ári kom út geisladiskurinn Vorljóð á ýli með lögum frá árunum 2006 − 14, sem hún samdi við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur frá Garði í Mývatnssveit.

Um lagalflokkinn Vorljóð á ýli segir tónskáldið:
Lagaflokkurinn á sér nokkuð langa sögu en upphaf hans má rekja til ársins 2006, en þá bjó ég í Stokkhólmi. Á dimmu haustkvöldi hugsaði ég heim til gamla landsins og lag við ljóð ömmu minnar, Vorljóð á ýli, kom fljúgandi í huga minn. Ég skrifaði lagið niður og útsetti fyrir kór sem ég stjórnaði þá í Stokkhólmi. Nokkrum árum síðar komst vinkona mín, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, á snoðir um að ég ætti lag við ljóð eftir ömmu mína. Hún hvatti mig til að semja fleiri lög við ljóð hennar og útsetja fyrir selló og sópran en hún var þá í kammerhóp með Margréti Hrafnsdóttur söngkonu. Í mars 2010 frumfluttu þær Margrét og Ólöf í Berlín upprunalega gerð lagaflokksins, sem þá innihélt sjö ljóð.
    Lagaflokkurinn þróaðist síðan næstu árin og smám saman varð ljóst að tónlistin kallaði á fleiri hljóðfæri, og útsetningarnar fóru að taka á sig flóknari mynd. Fyrst bættist við harmónikka (Ave Kara Sillaots) og ný útsetning á lögunum − fyrir sópran, selló og harmónikku − var frumflutt á Berjadögum á Ólafsfirði árið 2012. Fljótlega var klarinetta (Grímur Helgason) komin í hópinn og lagaflokkurinn var fluttur á tónleikum í Háteigskirkju í janúar 2014 í nýjum búningi fyrir sópran, klarinett, harmónikku og selló - að viðbættum tveimur lögum.
    Enn kallaði tónlistin í lagaflokknum á stærri hljómsveit og nýjar útsetningar. Árið 2015 kom lagabálkurinn út á samnefndum geisladiski í flutningi Margrétar Hrafnsdóttur sópran, Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs, Gríms Helgasonar klarinettuleikara, Ave Kara Sillaots harmónikkuleikara, Snorra Heimissonar fagottleikara, sellóleikaranna Ólafar Sigursveinsdóttur og Gunnhildar Höllu Guðmundsdóttur og Richard Korn bassaleikara.
    Tónlistinni í lagaflokknum er best lýst vera á mörkum klassískrar tónlistar og þjóðlagatónlistar. Einnig heyrast greinileg áhrif popptónlistar og sænskrar vísnatónlistar, enda bjó ég og starfaði sem tónlistarkona um langt árabil í Svíþjóð. En fyrst og fremst er tónlistin í lagaflokknum sú tónlist sem ljóð ömmu hafa gefið af sér þegar ég fór að vinna með þau. Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tónlist og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin. Útsetningar eru unnar í samvinnu við Hörð Bragason.
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir
Margrét Hrafnsdóttir nam söng hérlendis hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og Sieglinde Kahmann. Hún lauk söngkennara- og einsöngvaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Wagnerfélagið í Stuttgart styrkti hana til veru í Bayereuth og í framhaldi af því hélt hún tónleika á þeirra vegum. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss og Ítalíu og einnig komið fram með fjölda kóra og hljómsveita.
    Ásamt sellóleikaranum Ólöfu Sigursveinsdóttur gaf hún út geisladiskinn Hjartahljóð með íslenskum þjóðlögum. Þær hafa fengið styrk úr Tónlistarsjóði til að halda tónleika í Þýskalandi og Hlaðvarpinn hefur styrkt þær til að panta nýja tónlist til flutnings.
Að loknu námi hér heima fór Gissur Páll Gissurarson til Ítalíu og stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Bologna. Síðar sótti hann einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni.
    Gissur hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis, með kórum, í messum eftir Bach, Händel, Mozart og Verdi. Á sviði Íslensku Óperunnar hefur Gissur Páll sungið, meðal annars, Nemorino í Ástardrykknum, Rodolfo í La bohème og Almaviva greifa í Rakaranum frá Sevilla. Hann hefur sungið opinberlega og tekið þátt í óperuuppfærslum víða um heim, m.a. í Frakklandi, Ítalíu, Japan og Þýskalandi. Önnur plata hans, Aría, kom út í nóvember 2014 en þar syngur hann ítalskar aríur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Grímur Helgason klarinettuleikari fór til framhaldsnáms að Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus. prófi vorið 2011. Hann hefur leikið með margskonar hljómsveitum og samleikshópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, en þar var hann meðal stofnenda, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Caput hópnum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kúbus.
    Grímur flytur reglulega kammertónlist og einleiksverk fyrir klarinettu og er einn stofnenda Tónlistarhátíðarinnar Bergmáls á Dalvík. Einnig hefur hann unnið við leikhús- og kvikmyndatónlist og spilað með djasshljómsveitinni Secret Swing Society. Nýverið var Grímur ráðinn til starfa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ave Kara Sillaots er fædd og uppalin í Eistlandi og hóf þar tónlistarnám sitt. Hún lærði síðar á harmonikku við Tónlistarháskólann í Vilnius í Litháen og útskrifaðist árið 1996 með meistaragráðu í kammertónlist og kennslufræðum. Hún stundaði söngnám, nám í orgelleik og litúrgískum orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík og lauk kirkjuorganistaprófi frá skólanum vorið 2010.
    Ave hefur kennt tónlist í Eistlandi, Litháen, Sviss og á Íslandi. Undanfarin ár hefur hún leikið og ferðast með margs konar tónlistarhópum til Ítalíu, Frakklands, Þýskalands og Sviss, auk norðurlandanna. Hún kennir við Tónskólana í Fjallabyggð á Dalvík og er organisti og kórstjóri við Ólafsfjarðarkirkju.
Darri Mikaelsson (f. Darren Stonham) er fæddur og uppalinn í London. Hann byrjaði tónlistarnám sitt á píanó og málmblásturshljóðfæri, en ellefu ára gamall hóf hann að læra á framtíðarhljóðfæri sitt, fagott. Eftir lokapróf frá Guildhall School of Music and Drama í London flutti hann til Íslands og starfar nú sem tónlistarkennari í Reykjavík og leikur oft með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
    Darri kemur mjög víða fram sem hljóðfæraleikari, hann er fagottleikari Blásarakvintetts Reykjavíkur, hefur oft leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekið þátt í tónlistarflutningi á sýningum Þjóðleikhússins. Hann hefur komið fram með fjölmörgum hljómsveitum og einnig sem einleikari í Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Svíþjóð og Englandi.
Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir hóf sellónám á Íslandi, en flutti ung til Frakklands til framhaldsnáms. Hún lauk prófi í sellóleik frá Konunglega tónlistarsháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði einnig framhaldsnám í Ísrael og Frakklandi. Meðal kennara hennar má nefna Erling Blöndal Bengtsson, Torleif Thedeen, William Pleeth og Uzi Wiesel.
    Í aldarfjórðung bjó Gunnhildur og starfaði sem sellóleikari erlendis; í Frakklandi, Danmörku, Ísrael og Svíþjóð, en fluttist heim árið 2011 og starfar nú hér sem sellóleikari og kennari. Gunnhildur hefur lagt áherslu á að leika nútímatónlist og hafa verk verið tileinkuð henni. Hún hefur leikið í mörgum sinfóníuhjómsveitum og kammersveitum bæði hér á landi og erlendis.
Gunnlaugur Torfi Stefánsson nam kontrabassaleik við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík. Árið 1992 hélt hann til framhaldsnáms við Konunglega Tónlistarháskólann í Antwerpen og síðar við Konunglega Tónlistarháskólann í Brussel. Að loknu framhaldsnámi árið 1999 fluttist hann heim og hefur síðan komið víða við í íslensku tónlistarlífi.
    Gunnlaugur bjó um skeið á Akureyri og var þá fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kenndi við tónlistarskólann á Akureyri. Síðar fluttist Gunnlaugur til Reykjavíkur og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Caput og tangósveitinni L'amour Fou. Gunnlaugur hefur einnig leikið á barokkbassa með Bachsveitinni í Skálholti.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 19th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

A PDF version of the program

For further information on this concert:
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, tel 615 1596

For further information on the concert series:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

A Spring Poem in Winter

Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir's music set to her grandmother, Jakobína Sigurðardóttir's, poems.
Performers: Margrét Hrafnsdóttir soprano, Gissur Páll Gissurarson tenor, Grímur Helgason clarinet, Ave Kara Sillaots accordion, Darri Mikaelsson bassoon, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir cello and Gunnlaugur Torfi Stefánsson double-bass.
On a dark autumn night I walk the streets of Stockholm and a melody begins to sound to some words in my mind. I realize that these are the words to Spring Poem in Winter, written by my grandmother. The poem describes the longing for spring during the coldest and darkest season in Iceland, and I feel that the poem's spirit reverberates my own homesickness. I have never heard the melody before, but it is as though the poem sings itself as soon as I remember the words.
    Before I knew, more poems were singing new melodies to me and thus, the songcycle Spring Poem in Winter was created.
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir
The Icelandic poet and writer Jakobína Sigurðardóttir (1918 − 1994) was born and grew up in Hornstrandir, North West Iceland, one of the most isolated places of the country. In 1935, she moved to Reykjavík in search of education, but there were few possibilities for girls with meagre financial means. In 1949 she moved, with her husband Þorgrímur Starri, to his family farm at Garður in Mývatnssveit, where they ran the farm and raised their four children.
    Jakobína wrote poems as well as novels, short stories, a fairy tale and an autobiography. In her works the voice of the social realist is clear and strong, and her dislike of foreign military occupation of Iceland was expressed with satire.
    Jakobína Sigurðardóttir was nominated three times for the Northern Council Price of Literature and in her later years she was the recipient of Honorary Artist's Salary of the Icelandic government.
More (in Icelandic): https://jakobinasigurdardottir.wordpress.com
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir studied in Sweden, the trombone at the Gothenburg Academy of Music, and choral conducting at the Uppsala University. Since then, she has worked both in Sweden and in Iceland as a trombone player, director of choirs and brass-bands, and as a teacher and composer.
    Ingibjörg Azima's compositions are primarily inspired by Icelandic poetry so they often give the listener an image of folklore. She has composed music to many poems by Icelandic poets and her music has been performed in many concerts and festivals in Iceland and in Sweden. The CD Spring Poem in Winter was released last year, with songs that she wrote in 2006 − 14 to poems by her grandmother, Jakobína Sigurðardóttir from Garður in Mývatnssveit.
After finishing her musical studies in Iceland, soprano Margrét Hrafnsdóttir continued at the State University of Music and the Performing Arts Stuttgart, with professors Michiko Takanshi, Robert Hiller and Franzisco Araiza. She has also attended master classes in Lied with Christoph Pregardien, Dietrich Fischer-Dieskau, Elly Ameling and Giacomo Aragall.
    Margrét's repertoire ranges from Icelandic folk songs to Bach oratorios and operatic works by Wagner and Verdi. She has appeared onstage in Germany, Italy, Switzerland, Denmark and Iceland, as a soloist or with choirs and orchestras. In cooperation with the ensemble Aurora Borealis, she recently released the highly acclaimed CD Whole-Hearted with Icelandic folk songs.
Tenor Gissur Páll Gissurarson studied singing at the Conservatorio di Bologna in Italy and took private lessons with tenor Kristján Jóhannsson. He has performed in numerous opera houses and concert halls in Iceland, France, Italy, Japan and Germany. In Iceland he appears frequently in concerts with choirs, and performs oratorios by Bach, Handel, Mozart and Verdi. He has sung several leading roles at the Icelandic Opera, such as Nemorino in L'elisir d'Amore, Rodolfo in La Bohème and Count Almaviva in the Barber of Seville. In his second album, Aria, released in 2014, he sings famous Italian arias with the Iceland Symphony Orchestra.
Grímur Helgason studied the clarinet at the Reykjavík College of Music with Sigurður Snorrason and the Iceland Academy of the Arts with Einar Jóhannesson. He furthered his studies at the Conservatorium van Amsterdam with Hans Colbers from where he earned his M. Mus. degree in 2011.
    Grímur is a member of the Iceland Symphony Orchestra and also performs and records with various music groups such as Ísafold ensemble, Caput ensemble, Kúbus chamber ensemble and the Secret Swing Society. He is one of the organizers of Bergmál (Echo) Music Festival in Dalvík, North Iceland.
Born in Estonia Ave Kara Sillaots continued her accordion studies at the Lithuanian Academy of Music from which she graduated in 1996, with a Master's degree. In 2010 she received a degree in Liturgical Organ playing from the National Church School of Music in Reykjavík.
    Ave has taught the accordion in Estonia, Lithuania, Switzerland and Iceland and played and traveled with a variety of groups to different countries in central Europe and Scandinavia. Now she lives in Iceland and teaches the accordion at the music schools of Fjallabyggð and Dalvík. In addition, she is the organist and a choir master at the Ólafsfjörður parish church.
Born in England, Darri Mikaelsson (Darren Stonham) studied the Bassoon at Guildhall School of Music and Drama in London. After finishing his studies he moved to Iceland. Currently he works as a peripatetic music teacher and performer in Reykjavík.
    He frequently plays with the Iceland Symphony Orchestra, the Symphony Orchestra of North Iceland and he is the bassoon player of the Reykjavík Wind Quintet. He has appeared as a soloist, or with ensembles and orchestras in Iceland, as well as in France, Germany, Austria, Italy, Sweden and England.
Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir was born in Iceland where she took her first steps in playing the cello. As a teenager she moved to France to further her cello studies. Her teachers include Erling Blöndal Bengtsson, Torleif Thedeen, William Pleeth and Uzi Wiesel.
    For 26 years her music and her life took place in countries like France, Denmark, Israel and Sweden, but she returned to Iceland in 2011 where she now teaches and performs. She has played in various orchestras and ensembles both in Iceland and abroad and specializes in contemporary music for solo cello.
Gunnlaugur Torfi Stefánsson studied the double bass at the Akureyri Music School and the Reykjavík College of Music. He continued his studies at the Royal Academies of Antwerpen and Brussels. After finishing his studies in 1999, Gunnlaugur returned to Iceland and has been active in the music scene ever since.
    For a while Gunnlaugur lived in Akureyri where he was a member of the North-Iceland Symphony Orchestra and taught the double bass at the Akureyri Music School. After moving to Reykjavík, he has been a freelance player with the Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Opera Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra, Caput Ensemble and the tango group L'amour Fou. Gunnlaugur has also played the baroque-double bass in the Skálholt Bach Consort.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. The museum café, with its wonderful view over the ocean, is open after the concerts and the audience can meet the performers.
    Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.

fréttatilkynningu lokið / end of release