Fréttatilkynning um tónleika
(English below)


Prentmynd liggur að baki smámyndarinnar
Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar endurvaktir eftir tveggja ára hlé

Síðan 1989 hafa Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkurborgar með vönduðum og fjölbreyttum efnisskrám, allt frá endurreisnar-, barrokk- og klassískri tónlist til nútímaverka. Eftir tveggja ára hlé hefjast þeir 5. júlí og standa til 14. ágúst.

Tónleika­röðin á ár er afar fjöl­breytt og hefst á söng­tón­leik­um með ljóða­flokk­um eftir Dvorak, Sibel­ius og Beet­hoven eins og síð­ar verð­ur lýst.
    Á næstu tón­leik­um leika tveir magn­að­ir harm­oníku­leik­ar­ar, Ásta Soffía Þorgeirs­dótt­ir og Krist­ina Farstad Bjør­dal frá Nor­egi marg­slungna harm­óniku­tón­list, allt frá Bach til nú­tíma­tón­skálda.
    Ann­að dúó kemur fram næst, þær Vera Pan­itch fiðla og Stein­ey Sig­urðar­dótt­ir selló og leika klass­ísk verk fyrir þau hljóð­færi.
    „Sól­­rík­ir fugla­tón­ar“ nefn­ast fjórðu sumar­tón­leik­arn­ir en þar flytja Bryn­dís Guð­jóns­dótt­ir sópr­an, Pam­ela De Sensi flauta og Guð­ríð­ur St. Sig­urðar­dótt­ir píanó­leik­ari tón­verk sem tengj­ast á­stríðu og róm­an­tík.
    Kristín Ýr Jóns­dótt­ir flauta, Hekla Finns­dótt­ir fiðla, Anna Elísa­bet Sig­urðar­dótt­ir víóla og Hjört­ur Páll Egg­erts­son selló fara með okk­ur í „ferða­lög um flautu­heima“ þar sem teflt er sam­an flautu og strengj­um.
    Sig­rúnu Hjálm­týs­dótt­ur þarf vart að kynna, en hún syng­ur ásamt blás­ara- „Drengj­un­um“ sín­um í byrj­un ágúst.
    Jón Mar­inó Jóns­son fiðlu­smið­ur verð­ur í aðal­hlut­verki á loka­tónleik­um rað­ar­inn­ar, sunnu­dag­inn 14. ágúst, en þá mun strengja­kvart­ett­inn Spútt­nik, sem Sig­ríð­ur Bjarn­ey Bald­vins­dótt­ir, Diljá Sigur­sveins­dótt­ir, Vig­dís Más­dótt­ir og Gréta Rún Snorra­dótt­ir skipa, leika ým­is verk á strengja­hljóð­færi sem Jón Mar­inó smíð­aði úr við úr strandi hins mikla skips James­town við Reykja­nes 1881.

    Sérstök tónlistar­hátíð verð­ur hald­in í safn­inu dag­ana 23. og 24. júlí, helg­uð tékk­neska tón­skáld­inu Erwin Schul­hoff, en í ágúst verða 80 ár lið­in frá and­láti hans í fanga­búð­um nasista. Þýska tón­skáld­ið Al­ex­and­er Lieber­mann mun fræða tón­leika­gesti um tón­skáld­ið og áhrif þess á verk hans. Leik­in verða verk eftir þá báða, og eru flest þeirra frum­flutn­ing­ur á Íslandi.

Alla tónleikaröðina má nálgast á tónleikasíðu safnsins.
Um fyrstu tónleikana:
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 5. júlí 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Jóna, María Sól, Þóra og Eggert
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.
Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Eggert í síma 888 7517
Jóna í síma 694 7564
Þóra í síma 662 5254

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Var þetta draumur?
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Eggert Reg­inn Kjartans­son ten­ór, María Sól Ingólfsdóttir sópran og Þóra Krist­ín Gunnars­dótt­ir píanó.
    Með ljóðaflokkum eftir Dvoř­ák, Sibelius og Beethoven er áheyrend­um boðið að sökkva sér í marg­slungn­ar til­finn­ing­ar ástar­inn­ar í með­för­um þriggja meistara­tón­skálda frá ó­lík­um menn­ingar­heim­um. Písně Mil­ostné (ástar­söngvar) ópus 83 eftir Anton­ín Dvoř­ák, Fem sanger, ópus 37 eftir Jean Sib­el­ius og An die ferne Ge­liebte, ópus 98 eftir Lud­wig van Beet­hov­en.
Jóna G. Kolbrúnar­dóttir lauk burt­farar­prófi frá Söng­skól­an­um í Reykja­vík vorið 2014 undir leið­sögn Hörpu Harðar­­dótt­­ur og hélt þá til Vínar­borg­­ar. Þar nam hún við Tón­listar­háskól­ann við leið­sögn Gabri­ele Lechn­er prófess­ors og lauk bachelor gráðu 2018. Síðan nam hún við Óperu­akadem­íu Konung­­legu Óper­unn­ar í Kaup­manna­­höfn und­ir hand­leiðslu Hel­ene Gjerr­is og Sus­anna Eken og út­skrif­að­ist þaða­n 2021 með meistara­gráðu. Haust­ið 2020 fór hún með hlut­verk Papa­genu í Töfra­flaut­unni við Konung­legu Óper­una þar í borg. Þá hefur hún tek­ið þátt í ýms­um meistara­nám­skeiðum, meðal annars hjá Anne Sofie von Otter, Christine Schäf­er, Stephan Matthias Lade­mann og Regine Werner.
    Jóna hefur verið sýnileg í tón­listar­lífinu hér­lend­is síð­ustu ár og með­al ann­ars kom­ið fram sem ein­söngv­ari með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Frum­raun henn­ar við Ís­lensku Óper­una var hlut­verk Grétu í Hans og Grétu eftir Humper­dinck 2018.
    Jóna hefur mik­inn áhuga á ljóða­söng og þeim töfr­um og inn­blæstri sem ljóð­in færa henni bæði í undir­búnings­vinn­unni og í tón­leika­­saln­um. Hún hef­ur hald­ið fjölda ljóða­tónleika og vinnur sífellt að nýju efni í þeirri grein.

Eggert Reginn Kjartansson hóf söng­nám árið 2007 við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík hjá Þór­unni Guð­munds­dótt­­ur. Árið 2013 flutti hann til Vínar­borg­ar þar sem hann hélt áfram tón­listar­námi við Musik und Kunst Privat­uni­versi­tät der Stadt Wien undir leið­söng Uta Schwabe og út­skrif­að­ist haust­ið 2018. Hann tók þátt í ýms­um upp­færsl­um í skólan­um, til dæm­is sem Pyg­mal­ion í Die Schöne Galatee (Suppé), St. Brioche í Die Lust­ige Witwe (Lehár) og Baron Adolph von Rein­tal í Die Opern­probe (Lortzing). Vetur­inn 2019 ferðaðist hann um Austur­ríki og Þýska­land með óperett­unni Gräfin Mariza (Kálmán) þar sem hann fór með hlut­verk Bar­on Kolo­man Zsupán. Eggert hefur einn­ig sungið tenórs­óló í Messías eftir Händ­el, Magni­ficat og H-moll messu Bachs og Níu­ndu Sin­fón­íu Beet­hov­ens. Undan­farin ár hefur hann einn­ig tekið þátt í barna­útgáf­um af hin­um ýmsu óperum í leik­hús­inu í Bad­en bei Wien eins og Max í Der Frei­schütz (Weber), Bel­monte í Die Ent­führ­ung aus dem Serail (Mozart) og Alfredo í La Trav­iata (Verdi). Hann söng einnig í kórn­um í fyrr­nefndu leik­húsi áður en hann fluttist heim til Ís­lands vorið 2021.

María Sól Ingólfs­dóttir sópr­an hóf að syngja í Barna- og Kammer­kór Biskups­tungna undir stjórn Hilm­ars Arn­ars Agnars­son­ar organ­ista í Skál­holti og kom oft fram sem ein­söngv­ari á ýms­um tón­leik­um, með­al ann­ars á Heims­sýning­unni í Japan árið 2005. Í kórn­um hjá Hilmari kvikn­aði áhugi henn­ar á sam­tíma­tón­list og hef­ur það verið ríkj­andi í henn­ar verk­efna­vali.
    María Sól útskrif­aðist með fram­halds­próf úr Söng­skól­an­um í Reykja­vík árið 2016 og bakk­alár­próf í söng frá Lista­háskóla Ís­lands árið 2019. Hún hlaut viður­kenn­ingu úr styrktar­sjóði Hall­dór Hans­ens og hélt til frek­ara náms í Hol­landi, Eng­landi og Þýska­landi. Hún hefur unnið að fjöl­breytt­um verk­efn­um, óper­um og há­tíð­um á sviði klass­ískr­ar- og sam­tíma­tón­list­ar sein­ustu ár, sung­ið burðar­hlut­verk í óper­un­um Sónötu, Gili­trutt og Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an og kom­ið fram á tón­listar­hátíð­un­um Óperu­dagar, Myrkir Músík­dag­ar, Seq­uence Art Festi­val og Nor­ræn­ir Músík­dag­ar. María Sól hlaut Grím­una − íslensku sviðslistaverðlaunin sem söngv­ari árs­ins árið 2021 fyrir hlut­verk sitt í sýn­ing­unni Ekkert er sorglegra en manneskjan. María Sól trúir því að tónlist sé galdur.

Þóra Kristín Gunnarsdóttir hefur komið fram á tón­listar­hátíð­um og tón­leik­um víðs­vegar um Sviss og á Íslandi. Hér hef­ur hún meðal annars leikið á Sumar­tónleik­um í Lista­safni Sigur­jóns ÓIafs­sonar, Klassík í Vatns­mýrinni og Vel­kom­in heim í Hörpu. Hún starf­ar aðal­lega sem með­leik­ari og í kammer­hóp­um en á ár­inu 2021 kom hún einnig fram sem ein­leik­ari með ZHdK Strings í Sviss og í Hörpu auk þess að taka þátt í Beet­hov­en tón­leika­röð í Saln­um í Kópa­vogi. Í Sviss hefur hún meðal annars kom­ið fram á tón­leika­hátíð­inni Chesa Planta Musiktage og á tón­leik­um á veg­um Lied­rezital Zürich. Síðast­liðin þrjú ár hefur hún ver­ið með­leik­ari á sumar­­námskeið­um fyrir söngv­ara í Frakk­landi.
    Þóra hóf tón­­listar­nám sitt á Akur­eyri hjá Dýr­leifu Bjarna­dóttur og lærði síð­ar hjá Peter Máté við Tón­listar­skól­ann í Reykja­­vík. Hún lauk meistara­gráðu í píanó­kennslu og píanó­­leik með sam­spil sem auka­grein frá tón­lista­­rháskól­­an­um í Luz­ern árið 2017. Árið 2020 lauk hún ann­arri meist­ara­gráðu í sam­spili og með­leik frá lista­háskól­­an­um í Zürich, þar sem aðal­kenn­ari henn­ar var píanó­­leik­arinn Friede­mann Rieger. Hún sótti einn­ig tíma í ljóða­með­leik, með­al ann­ars hjá Christoph Berner. Hún hefur sótt master­klassa nám­skeið hjá, meðal ann­arra, Thomas Hamp­son, Simon Lepper, Josef Breinl og Ewa Kupiec. Þóra kenn­ir píanó­leik við Tón­listar­skóla Hafnar­­fjarðar.
Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 5th, 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Jóna, María Sól, Þóra and Eggert
A PDF version of the program when available

Further information on this concert give:
Eggert − Tel 888 7517
Jóna − Tel 694 7564
Þóra − Tel 662 5254

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Was it a Dream?
Jóna G. Kolbrúnar­dóttir sopr­ano, Egg­ert Reg­inn Kjart­ans­son tenor, María Sól Ingólfsdóttir sopr­ano and Þóra Kristín Gunnars­dótt­ir piano.
    With song cycles by Dvoř­ák, Sibelius and Beethoven, the audience is invited to immerse them­selves in the multi­faceted com­plexity of love as en­vision­ed by three master com­posers from dif­ferent cult­ures. Písně Mil­ostné (Love Songs) op. 83 by Anton­ín Dvoř­ák, Five Songs, op. 37 by Jean Sib­eli­us and To the distant Be­loved, op. 98 by Lud­wig van Beet­hoven.
Jóna G. Kolbrúnardóttir graduat­ed from The Reykjavík School of Sing­ing and Vocal Arts in 2014 und­er the guid­ance of Harpa Harðar­dótt­ir. She continu­ed her stud­ies at the Univer­sity of Music and Per­form­ing Arts, Vienna and gradu­at­ed with a B.A. degree in 2018, guid­ed by of Prof. Gabriele Lechn­er. In 2021 she receiv­ed her master's degree from the Opera Aca­demy of the Royal Opera in Copen­­hagen und­er the guid­ance of Helene Gjerr­is and Sus­anna Eken. There she sang the role of Papagena in the Magic Flute at the Royal Opera. She has participated in various master­class­es, e.g. with Anne Sofie von Otter, Chritine Schäfer, Stephan Matt­hias Lade­mann and Reg­ine Wern­er.
    Jóna has been visible in as an art­ist in Ice­land in recent years e.g. per­form­ing as a solo­ist in sever­al con­certs with the Ice­land Sym­phony Orch­estra. Her debut at the Ice­land­ic Op­era was the role of Gretel in Hansel and Gretel by Humper­dinck in 2018.
    Jóna is very interested in Lied sing­ing and the magic and in­spira­tion that the poems and music bring her, both in the work phase and later in the con­cert hall. She has given numerous Lied Recitals and is constantly working on new projects in that field.

Eggert Reginn Kjartansson began his musc studies in 2007 at the Reykja­vík Col­lege of Mus­ic with Þór­unn Guð­munds­­dótt­ir. In 2013 he mov­ed to Vienna where he cont­inu­ed his stud­ies at Musik und Kunst Privat­uni­versi­­tät der Stadt Wien, und­er the guid­ance of Uta Schwabe, and graduated in 2018. There he par­tici­pat­ed in vari­ous pro­­duct­ions such as Pyg­mal­ion in Die Schöne Galatee (Suppé), St. Brioche in Die Lust­ige Witwe (Lehár), Baron Adolph von Reintal in Die Opern­probe (Lortz­ing). In 2019 he toured Austria and Germ­any where he embodied Baron Koloman Zsupán in the operetta Gräfin Mariza (Kálmán). Eggert has also sung the Tenor solo in Handel's Messiah, Bach's Magni­ficat and H-moll mass and Beet­hoven's 9th sym­phony. In the past few years he has tak­en part in vari­ous operas for child­ren in the theatre in Baden bei Wien. They in­cluded Max in Der Frei­schütz (Weber), Belmonte in Die Ent­führ­ung aus dem Serail (Mozart) and Alfredo in La Travi­ata (Verdi). He moved back to Iceland in the spring of 2021.

Soprano María Sól Ingólfsdóttir started singing in the Children and Chamber Choir of Biskupstungur in Iceland under the direction of Hilmar Arnar Agnarsson organist in Skálholt episcopal see. There she often appeared as a soloist e.g at the World's Expo Japan in 2005. Performing with the choir ignited her interest in contemporary music that has been dominant in her choice of projects.
    María Sól graduated from the Reykjavík School of Singing and Vocal Arts in 2016 and received her bachelor's degree from the Iceland University of the Arts in 2019. Since then she has continued her studies in the Netherlands, England and Germany.
    In recent years María Sól has worked on various projects, operas and festivals in the field of classical and contemporary music. She sang the main roles in the Icelandic operas Sónata, Gilitrutt and Nothing is more tragic than a Human Being for which she received the Icelandic Performing Arts Awards − Gríman as the Singer of the Year 2021. She has performed at various music festivals such as the Opera Days, Dark Music Days, Sequence Art festival and Nordic Music Days. María Sól believes that music is magic.

Þóra Kristín Gunnarsdóttir has per­form­ed freq­uent­ly in Switzer­land and Ice­land in the past years, mostly ac­company­ing sing­ers and play­ing chamber music. She moved back to Iceland in 2021 after study­ing and work­ing in Lucerne and Zürich for ten years. Since then she has played in various concert series, such as Verð­andi in Akureyri, Velkomin heim in Harpa, Reykjavík and the Beet­hoven piano series in Kópavogur. In 2021 she also appeared as a soloist with ZHdK Strings in Reykjavík and Winter­thur. She completed a Master’s degree in piano ped­agogy in Luc­erne and another Master's degree in Zürich in chamber music and song ac­compan­iment. Her most im­portant teach­ers include Friede­mann Rieg­er, Christ­oph Berner, Yvonne Lang and Ed­ward Rushton. During her studies she also at­tend­ed master class­es with Thom­as Hamp­son, Simon Lepp­er, Josef Breinl and Ewa Kupiec.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release