Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 12. júlí 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Kristina og Ásta
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Ásta Soffía í síma 893 0869

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Storm Duo
Ásta Soffía Þorgeir­sdótt­ir og Kristina Farstad Bjør­dal harm­oníkur.
Storm Duo mun flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem harmóníkan mun fá að njóta sín til fulls og er ætlað að endurspegla hennar mörgu hliðar. Tónleikarnir hefjast í hljómblæ Vestur−Noregs með brúðarmarsi sem er tilvalin brú yfir í hina skemmtilegu Holbergsvítu Griegs. Leiknir verða þrír kaflar þeirrar svítu, en hún ber sterk einkenni af norskum þjóðlagablæ og vísar jafnframt til barrokkstíls. Næsti hluti tónleikanna er einmitt helgaður barrokki, þar sem flutt verður Entrée de Polymnie eftir Rameau.
    Harmóníkan naut gífurlegra vinsælda á liðinni öld og var hún sérstaklega áberandi í skemmtanabransanum í Bandaríkjunum. Harmóníku- og orgelleikarinn John Gart samdi verkið Scherzo fyrir harmóníku og er það áhugavert dæmi um þróun harmóníkunnar úr skemmtanabransa yfir í klassíkina. Flutningur Scherzo opnar inn í „varieté“ þátt tónleikanna þar sem leikin verða lög eftir helstu harmóníkustjörnur 20. aldar eins og Pietro Deiro, Arnstein Johansen og Henry Haagenrud. Þaðan verður farið yfir í norska og íslenska þjóðlaga- og danstónlist í útsetningum Storm Duo. Tónleikunum lýkur svo með fallegum íslenskum tangó sem að mati flytjenda er einstaklega dýrmætur hluti tónlistararfs Íslands og gefur af sér góða tóna inn í fallegt júlíkvöldið.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir (f. 1995) setti sér ung það markmið að nýta fjölbreytt hljómalandslag harmóníkunnar til að útsetja og spila alls kyns tónlist á það hljóðfæri. Hún á að baki áralanga vinnu með tónlistarmönnum og tónskáldum, hefur spilað á mörgum tónleikum og hátíðum á Íslandi, Norðurlöndum og Þýskalandi. Síðastliðið vor hlaut hún styrk úr Menningarsjóði Seðlabanka Íslands til að rannsaka íslenska tangóhefð liðinnar aldar. Hún hefur skipulagt mörg tónlistarverkefni, meðal annars verkefni styrkt af Tónlistarsjóði og Menningarsjóði Íslands og Noregs. Árið 2018 varð hún Noregsmeistari í harmóníkuleik í aldurshópnum 18 ára og eldri.
    Samhliða framhaldsskóla stundaði Ásta Soffía diplómanám við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla FÍH en fór í framhaldsnám til Ósló og lauk þar Bachelorgráðu með ágætiseinkunn árið 2018. Meistaranámi lauk hún, einnig með ágætiseinkunn, frá Hochschule für Musik Freiburg haustið 2020.
    Ásta Soffía er uppalin á Húsavík þar sem hún fékk frá unga aldri hvetjandi og skapandi tónlistar­upp­eldi hjá Árna Sigurbjarnarsyni við Tónlistarskóla Húsavíkur og var um leið umvafin því ríka menningarstarfi sem á sér stað í Þingeyjarsýslu og á Akureyri.

Kristina Farstad Bjørdal (f. 1990) er frá Tennfirði í vestur Noregi. Löngunin til að spila á harmóníkuna vaknaði snemma hjá henni eftir að hafa sofnað á hverju kvöldi við harmóníkutóna föður síns. Hún byrjaði að læra á harmóníku fimm ára gömul, en stundaði nám bæði í klassískri og nútímatónlist á harmóníkuna við Tónlistarháskólana í Ósló og Kaupmannahöfn. Í dag er hún eftirsótt alhliða tónlistarkona sem er jafnfær á hinum fjölbreyttu sviðum tónlistarinnar. Hún býr yfir einstakri kunnáttu og leikni í norskri þjóðlaga- og danstónlist og hlaut Bolstad verðlaunin árið 2021 fyrir framlag sitt til tradisjonsmusikken á harmóníkuna í Noregi. Með hljómsveit sinni Varde varð hún í öðru sæti í Kappspel árið 2021 þar sem keppt er í flutningi á norskum bygdedans og runddans.
    Kristina hefur komið fram á ótal hátíðum og tónleikum í Noregi og á Íslandi sem og í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Króatíu og Sviss og hlotið styrki fyrir tónlistarverkefni og samstarf við tónskáld, meðal annars frá Norsk kulturråd og Det norske komponistfond. Hún hefur verið valin Noregsmeistari í harmóníkuleik, bæði í einleiks- og dúóflokki.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega


Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 12th, 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Kristina and Ásta
A PDF version of the program when available

Further information on this concert gives:
Ásta Soffía tel. (354) 893 0869

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Storm Duo
Ásta Soffía Þorgeirs­dótt­ir and Kristina Far­stad Bjør­dal ac­cord­ion duo.
In this concert Storm Duo will perform a diverse program where the accordion is given the chance to shine, with the intention of displaying the instrument‘s many possibilities. The concert begins with the musical spirit of Western Norway with a bridal march, which also serves as a bridge over to the wonderful Holberg Suite by Grieg from which we hear three movements. That suite bears the hallmarks of Norwegian folk music, but also refers to the Baroque period, an appropriate connection to the next piece of the program: Entrée de Polymnie by Rameau.
    The accordion was very popular in the 20th century, and especially prominent in the entertainment industry of the United States. The accordion and organ musician John Gart composed a piece called Scherzo for accordon, which is an interesting example for the development of the accordion from entertainment into classical music. The performance of Scherzo opens up the varieté phase of the concert with works by some of the main accordion stars of the 20th century, like Pietro Deiro, Arnstein Johansen and Henry Haagenrud. From there the journey will continue into Norwegian and Icelandic folk and dance music arranged by Storm Duo. The final piece of the concert will be a beautiful Icelandic tango, which performers consider to be an uniquely precious example of 20th century Icelandic music heritage, and also an ideal final piece to show the listeners into the bright Icelandic summer evening.
From young age, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir (b 1995) aimed towards utilising the versatile soundscape of the accordion to arrange and play diverse music on that instrument. For several years she has been working with musicians and composers and playing at numerous concerts and festivals in Iceland, Scandinavia and Germany. In the spring of 2021 she received a grant from the Central Bank of Iceland − Culture Fund to research Icelandic 20th century Tango heritage. She has organised several music projects, including ones funded by the Icelandic Music Fund and the Culture Fund of Iceland and Norway. In 2018 Ásta Soffía won the title Norwegian Champion in Accordion Playing in the catagorie of adult performers.
    Ásta Soffía studied at the FÍH Music School and the Iceland Academy of the Arts in Reykjavík and furthered her music performance studies at the Music Academy of Oslo, receiving her Bachelor degree with distiction in 2018. She earned her Masters degree, also with distinction, in the autumn of 2020 from the University of Music in Freiburg Germany.
    Ásta Soffía grew up in Húsavík in North Iceland where she, from a young age, benefited from the encouraging and inspiring musical upbringing by Árni Sigurbjarnarson at the Húsavík Music School. She was also engulfed by the rich culture scene of Þingeyjarsýsla and Akureyri.

Kristina Farstad Bjørdal (b. 1990) is from Tennfjord in Western Norway. The urge for playing the accordion awoke early, when as a child falling asleep every night listening to her father’s accordion playing and five years old she started taking accordion lessons. She studied classical and contemporary accordion performance at the music academies of both Oslo and Copenhagen.Today she is an expert in Norwegian folk and dance music and is able to play music of many diverse genres.
    Through the years Kristina has performed at numerous festivals and concerts in Norway, Iceland, Sweden, Denmark, Germany, Croatia and Switzerland. She has won the title Norwegian Champion of Accordion Playing, both in solo and duo categories. She has received funding for music projects and for collaborations with composers, e.g. from the Norwegian Culture Council and the Norwegian Composers Fund. In 2021 she recieved the Norwegian Bolstad Prize in 2021 for her contribution to traditional Norwegian accordion music. Along with her band, Varde, she became the second in the Norwegian Folk-dance Kappspel Music Competition of 2021.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release