Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 19. júlí 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Steiney og Vera
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Steiney í síma 773 5585

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Sumartónar Dúó Eddu

Dúó Eddu skipa Vera Panitch fiðlu­leikari frá Dan­mörku og Steiney Sigurðar­dótt­ir selló­leik­ari, sem báð­ar skipa leiðara­stöð­ur við Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Fyrstu tón­leik­ar dúós­ins voru í Eld­borgar­sal Hörpu í Reykja­vík vorið 2020. Síðan þá hafa þær hald­ið fjölda tón­leika, bæði á Ís­landi og í Dan­mörku. Síðast­liðinn nóvem­ber hrepptu þær þriðja sæti í Kammer­músík­keppni sem haldin var á veg­um dönsku útvarps­stöðv­arinnar P2.
    Dúó Edda leggur mikla áherslu á að flytja tón­list frá Norður­lönd­un­um og er mark­mið þeirra að flytja að minnsta kosti eitt nor­rænt tón­verk á hverj­um tón­leik­um.
    Á efnisskrá tónleikanna á þriðjudagskvöldið Átta dú­ett­ar fyrir fiðlu og selló ópus 39 eftir Rein­hold Gli­ère, Són­ata fyrir fiðlu og selló eftir Maur­ice Rav­el og Passa­caglia í g moll eftir Jo­han Halv­or­sen, samið við stef eftir Georg Friede­rich Händel.

Vera Panitch er fædd 1993 í Kaup­manna­höfn og hóf þar fiðlu­nám hjá Arkadi Zelian­odj­evo. Tólf ára flutt­ist hún til Seattle og hélt áfram námi hjá fiðlu­leikar­an­um Yuriy Mikh­lin. 15 ára gömul kom hún heim og hóf nám við Det Konge­lige Danske Musik­konserva­tor­ium hjá fiðlu­leikar­an­um Alex­andre Zap­olski og lauk meist­ara- og ein­leikara­námi með hæstu ein­kunn. Leið­bein­andi henn­ar í kammer­músik var Tim Fred­erik­sen og einn­ig sótti hún tíma hjá Noah Bendix-Balgley konsert­meist­ara í Berl­ín.
    Vera hefur unnið til verð­launa í mörg­um keppn­um í Dan­mörku og víð­ar. Árið 2016 var hún valin í stöðu upp­færslu­manns ann­arr­ar fiðlu Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands og síð­ar stöðu ann­ars kon­sert­meist­ara hjá sömu hljóm­sveit, stöðu sem hún sinnir enn á­samt því að leika kammer­tón­list og koma fram sem ein­leik­ari.

Steiney Sigurðardóttir er fædd í Reykja­vík árið 1996. Hún hóf selló­nám 5 ára göm­ul hjá örn­ólfi Krist­jáns­syni og lauk fram­halds­prófi und­ir hand­leiðslu Gunn­ars Kvar­an og burt­farar­prófi frá Lista­háskóla Ís­lands und­ir leið­sögn Sigur­geirs Agnars­son­ar og hlaut styrk Hall­dórs Hans­en fyr­ir framúr­skar­andi náms­árang­ur og burt­farar­próf. Árið 2016 hóf hún nám við Tón­listar­háskól­ann í Tross­ing­en í Þýska­landi þar sem hún lærði í fjög­ur ár und­ir hand­leiðslu Fran­cis Gout­on pró­fess­ors og lauk þar Bache­lor gráðu með hæstu mögu­lega eink­unn. Einn­ig tók hún þátt í fjölda master­klassa með selló­leik­ur­um eins og Troels Svane, Rol­and Pioux, Wenn Sin Yang, Sadao Har­ada og Maria Kliegel.
    Steiney hefur leik­ið einleik með Hljóm­sveit Tón­listar­skóla Reykja­vík­ur, Sin­fóníu­hljóm­sveit unga fólks­ins, Kammer­sveit Reykja­vík­ur og Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Árið 2019 var Stein­ey val­in til stöðu upp­færslu­manns leið­ara í selló­deild Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands.
Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 19th, 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Steiney and Vera
A PDF version of the program when available

Further information on this concert gives:
Steiney tel. (354) 773 5585

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Summer Music with Duo Edda

Duo Edda is a Nordic en­semble con­sist­ing of the Danish violin­ist Vera Panitch and Ice­land­ic cellist Stein­ey Sigurðar­dótt­ir. Their musical co­operat­ion start­ed in 2018 when they met in Reykja­vík where they both hold princ­ipal pos­it­ions in the Ice­land Sym­phony Or­ches­tra. In their programming Duo Edda em­pha­siz­es Scand­in­av­ian music. They have per­form­ed num­er­ous con­certs in Ice­land and Den­mark and been sup­ported with grants, e.g. from the Ice­land Music Fund. Last Nov­ember they won 3rd prize at the prest­ig­io­us P2 Chamb­er Music Com­pe­tit­ion 2020 in Copen­hag­en.
    Next Tuesday they will perform Eight Duets for Violin and Cello op. 39 by Rein­hold Gli­ère, Son­ata for Viol­in and Cello by Maur­ice Rav­el and Jo­han Halvor­sen's Passa­caglia in G minor on a Theme by Georg Friede­rich Händel.
Vera Panitch was born 1993 in Copen­hag­en and re­ceived her first violin les­sons with Arkadi Zeli­ano­djevo. In 2005 she mov­ed to Seattle, USA, and took les­sons with violin­ist Yuriy Mik­hlin. Re­turn­ing to Den­mark three years lat­er she en­roll­ed at the Royal Danish Aca­demy of Music where Alex­andre Zap­olski was her main teacher and Tim Frederik­sen her chamb­er mus­ic profes­sor. There she re­ceiv­ed her Bachelor-, Master- and Solo­ist de­grees with dist­inct­ion. She has also tak­en les­sons with con­cert­mast­er Noah Bendix-Balg­ley in Berlin.
    Vera has re­ceiv­ed many scholar­ships and fin­anc­ial sup­port, e.g. Van Hauen Found­ation, August­inus Found­ation and the Sonn­ing Tal­ent Prize. She mov­ed to Ice­land in 2016 and is cur­rently the sec­ond con­cert­mast­er of the Ice­land Sym­phony Or­ches­tra, be­sid­es play­ing chamb­er music and ap­pear­ing as a solo­ist.

Steiney Sigurðar­dóttir, born in 1996, start­ed learn­ing the cello at the age of five, and went on to study at the Reykja­vík Col­lege of Mus­ic and Ice­landic Aca­demy of the Arts with Sigur­geir Agnars­son and Gunn­ar Kvar­an. She grad­uat­ed in 2015, re­ceiv­ing the Hall­dór Hans­en award for out­stand­ing final exam. Steiney com­menc­ed her Bach­elor stud­ies in 2016 at the Staat­liche Hoch­schule für Mus­ik Tross­ing­en in Germany, und­er Prof. Francis Gouton and re­ceiv­ed her Bach­elor de­gree in 2019 with high­est poss­ible grade for her final re­cital. Her time in Germany in­clud­ed master-classes with a numb­er of prest­ig­ious cell­ists, such as Troels Svane, Rol­and Pioux, Wenn Sin Yang, Sadao Har­ada and Maria Klieg­el.
    Steiney has per­form­ed as a solo­ist with the Or­ches­tra of the Reykja­vík Col­lege of Music, Ice­land­ic Youth Sym­phony Or­ches­tra, Reykja­vík Chamb­er Or­ches­tra and the Ice­land Symp­hony Or­ches­tra. In 2019 she won the au­dit­ion for the sub­princip­al cello at the Ice­land Sym­phony Or­ches­tra.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release