Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 26. júlí 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Bryndís, Pamela og Guðríður
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Pemela í síma 866 8229

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Sólríkir fuglatónar
Bryndís Guðjóns­dóttir sópr­an, Pamela De Sensi flauta og Guð­ríð­ur St. Sig­urð­ar­dótt­ir píanó.
    Fág­uð og spenn­andi efnis­skrá fyrir sópr­an, flautu og píanó eftir tón­skáld úr mis­mun­andi átt­um. Skemmti­leg­ar and­stæð­ur mynd­ast þegar ástríðu­full­ir hljóm­ar Ciardi, Doni­zetti, Alya­byev og Rav­el bland­ast sam­an við róman­tíska og fág­aða hljóma frönsku tón­skáld­anna.
    Tónskáld­in sem hér um ræð­ir voru flest uppi á síð­ari hluta nítj­ándu ald­ar og fyrri hluta þeirr­ar tutt­ug­ustu. Tón­leik­un­um lýk­ur með verki eftir Cecile Cham­in­ade sem hefur verði að fá aukna og verð­skuld­aða at­hygli undan­far­ið. Í heild er efnis­skráin blanda af þekkt­um sem og minna þekkt­um tón­verk­um fyrir þessa hljóð­færa­skipan.
Bryndís Guðjónsdóttir hóf söng­nám árið 2009 í Tón­l­istar­skóla Kópa­vogs hjá önnu Júlíönu Sveins­dótt­ur og lauk fram­hald­sprófi 2015. Það­an lá leið­in í Lista­háskóla Ís­lands þar sem hún lærði hjá Þóru Einars­dótt­ur, Kristni Sig­munds­syni og Ólöfu Kol­brúnu Harðar­dótt­ur. Bryn­­dís út­skrif­að­ist bæði með Bakka­lár og Meistara­gráðu cum laude í Oper und Musik­theat­er frá Moz­art­eum tón­listar­­háskól­­an­um í Salz­burg þar sem hún lærði hjá Mich­èle Crider, Gern­ot Sahler og Al­ex­and­er von Pfeil.
    Árið 2018 bar Bryndís sigur úr býtum í Dušchek keppn­inni í Prag og söng einn­ig sem sól­isti í Gast­eig í Mün­chen undir stjórn Hans­jörg Al­brecht. Árið 2019 söng Bryn­dís með Ung­sveit Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands í Níu­ndu Sin­fón­íu Beet­hov­ens undir stjórn Daniel Rais­kin og einn­ig Folk Songs eftir Berio undir stjórn Michel­angelo Gale­ati í Santa Cecilia í Róm, Saln­um í Kópa­vogi og Hörpu. Árið 2021 hreppti Bryn­dís fyrsta sæti í Ric­cardo Zand­onai keppni á Garda, Ítalíu og söng í undan­úrslit­­um í Neue Stimm­en, Belve­dere og Vinjas söng­­keppn­­un­um.
    Bryndís söng hlutverk Nætur­drottn­ing­ar­inn­ar í Töfra­flautu Moz­arts í Berlín­ar Óperu­akademí­unni og Mrs. Julian í Owen Win­grave í Un­iversi­tät Mo­zart­eum Salz­burg. Af öðr­um óperu­hlut­verk­um henn­ar má nefna Servilia í Misk­unn­semi Titós (La clem­enza di Tito) eftir Mozart og Giuli­etta í Ævin­týr­um Hoff­mans eftir Offen­­bach.

Pamela De Sensi tók ein­leikara­próf á flautu frá Con­­serva­torio G. Perosi á Ítal­íu 1998 og lauk Per­fect­ion Flut­ist­ic frá Accadem­ia di Musica Fiesole í Flor­ens árið 2000. Hún út­skrif­að­ist með meist­ara­gráðu í kammer­tón­list cum laude frá Con­serva­torio Super­iore di Santa Ce­cilia í Róm árið 2002. Einn­ig hefur hún sótt tíma hjá heims­kunn­um flautu­leik­ur­um svo sem C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og J. Galway.
    Pam­ela hefur búið á Ís­landi síðan 2003 og ver­ið afar virk í ís­lensku tón­listar­lífi, bæði sem flautu­leik­ari og skipu­leggj­andi tón­listar­við­burða og er sér­lega fund­vís á skemmti­leg ver­kefni fyrir börn. Hún hefur kom­ið fram víða um heim, bæði sem ein­leik­ari og í kammer­tón­list á fjöl­mörg­um tón­listar­hátíð­um og röð­um á Ís­landi, Ítal­íu og öðr­um lönd­um Evrópu og einn­ig í Banda­ríkj­un­um, Mexikó, Kína og Japan.
    Pamelu var boðið að halda tón­leika á al­þjóð­legri ráð­stefnu The Nation­al Flute As­sociat­ion í New York 2009, Inter­nation­al Flute Festi­val Flautis­simo í Róm árin 2010, 2012 og 2015 og Inter­nation­al Low Flute Festi­val í Wash­ingt­on 2018 þar sem hún flutti ís­lenska tón­list við góð­an orð­stír. Pamela lék inn á plötu Bjarkar Guð­munds­dótt­ur UTOPIA sem kom út 2017.

Guðríður Steinunn Sigurðardóttir hefur verið virk í tón­listar­flutn­ingi hér heima og er­lend­is í um fjóra ára­tugi. Hún hefur kom­ið fram sem píanó­leik­ari með ýms­um hljóð­færa­leik­ur­um, söngv­ur­um og kór­um og leik­ið með fjöl­mörg­um tón­listar­hóp­um og hljóm­sveit­um. Guðríð­ur hefur verið ein­leik­ari með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og með­al ann­ars kom­ið fram á veg­um Tí­brár í Kópa­vogi, Lista­hátíð­ar í Reykja­vík, Tón­listar­félags­ins í Reykja­vík, Kammer­sveit­ar Reykja­vík­ur og Kammer­músík­klúbbs­ins. Er­lend­is hefur Guð­ríður leik­ið á tón­leik­um í Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Þýska­landi, Sviss og á öllum Norður­lönd­un­um.
    Guðríður lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykjavík 1978. Fram­halds­nám stund­aði hún við há­skól­ann í Mich­igan í Ann Arbor og hlaut meistara­gráðu í píanó­leik árið 1980. Sama ár voru henni veitt fyrstu verð­laun í píanó­keppni á veg­um Ann Arbor So­ciety for Music­al Arts. Síðar sótti Guð­ríð­ur einka­tíma í píanó­leik í Köln í Þýska­landi. Einn­ig hef­ur hún tekið þátt í fjöl­mörg­um nám­skeið­um.
    Guðríður hefur kom­ið að skipu­lagn­ingu ým­issa tón­listar­við­burða og lauk MBA námi í við­skipta­fræð­um frá Há­skóla Ís­lands vor­ið 2007. Jafn­framt tón­leika­haldi kenn­ir Guð­ríð­ur píanó­leik við Tón­listar­skóla Kópa­vogs, er með­leik­ari strengja- og blásara­nem­enda og deildar­stjóri píanó­deild­ar skól­ans.
Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 26th, 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Bryndís, Pamela and Guðríður
A PDF version of the program when available

Further information on this concert gives:
Pamela tel. (354) 866 8229

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Sunny Bird-Song
Bryndís Guðjónsdóttir soprano, Pamela De Sensi flute and Guðríður St. Sigurðardóttir piano.
    Sophisti­cat­ed and exc­it­ing pro­gram for sopr­ano, flute and piano with works by com­pos­ers from dif­fer­ent back­grounds. Enjoy­able con­trasts are creat­ed when the pas­sion­ate sounds of Ciardi, Doni­zetti, Alya­byev and Ravel mix with the rom­ant­ic and re­fin­ed sounds of the French com­pos­ers. Most of the com­pos­ers were from the sec­ond half of the nine­teenth cent­ury and the first half of the twen­tieth. The con­cert ends with a work by Cecile Cham­in­ade who has acquir­ed de­serv­ed at­tent­ion re­cent­ly. As a whole, the pro­gram is a mix of well-known and lesser­-known com­po­sit­ions for this instru­ment­al ar­range­ment.
Soprano Bryndís Guðjónsdóttir received her Bachel­ors De­gree summa cum laude from Uni­versi­tät Mozart­eum Salz­burg - Oper und Musik­theat­er in 2019 and Master´s Degree, also summa cum laude, from same uni­ver­sity, where she studi­ed with Prof­essor Michèle Crider, Al­exand­er von Pfeil and Gernot Sahler. Prior to mov­ing to Salz­burg, Bryn­dís studi­ed at the Ice­land Uni­ver­sity of the Arts with Þóra Einars­dótt­ir, Krist­inn Sigmunds­son and Ólöf Kol­brún Harðar­dótt­ir. While study­ing she re­ceiv­ed sev­eral scholar­ships in­clud­ing Gianna Szel scholar­ship in Austr­ia, and the Rich­ard Wagn­er Scholar­ship.
    Bryndís has re­ceiv­ed sev­eral priz­es for her per­formanc­es, she won e.g. the first prize in the Ric­cardo Zand­onai com­petit­ion in Garda, Italy and Dan­ubia Tal­ents Liszt Inter­nat­ion­al On­line Mus­ic Com­petit­ion. In 2018 she won the Dušek com­petit­ion in Prague and she was a semi­final­ist in the Inter­nat­ional Hans Gabor Belve­dere Sing­ing Com­petit­ion, Belve­dere com­petit­ion and in Neue Stimm­en.
    Bryndís has appeared in e.g. Gast­eig, Munich with the Salz­burg Or­ches­ter Sol­ist­en and per­form­ed in the Ice­land­ic Opera‘s Lunch­time Con­cert. Her opera­tic cred­its in­clude Giuli­etta in Offen­bach's Les contes d‘Hoff­mann, Servil­ia in Mozart's La clem­enza di Tito and Mrs. Julian in Benja­min Britt­en's Owen Win­grave at the Uni­versi­tät Mozart­eum Salz­burg and the Queen of the Night in Mozart‘s Die Zauber­flöte at the Berlin Opera Aca­demy.

Pamela De Sensi is an Itali­an born Ice­land­ic flut­ist who stud­ied the flute at Con­­serva­torio G. Perosi and Ac­cadem­ia di Musica Fiesole and grad­uat­ed cum laude with a Master’s de­gree from Con­serva­torio Superi­ore di Santa Cec­ilia in Roma 2002. Lat­er she has taken class­es with re­nown­ed flut­ists such as C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og J. Galway.
    After mov­ing to Ice­land in 2003 she has been very active in the Ice­land­ic music life, both as a per­form­er and as org­aniz­er of mus­ical act­ivit­ies. She has per­form­ed as a solo­ist, chamb­er musi­cian and or­ches­tral play­er at maj­or halls and festi­vals through­out Italy and Ice­land, as well as in other Europ­ean countr­ies, Mexico, America, China and Japan.
    As an ad­vocate for new music for the flute and the low flutes, Pam­ela has premi­er­ed many new works writt­en especi­ally for her and intro­duc­ed new Ice­landic music in Japan, Europe and the USA. She is the first-prize winn­er of vari­ous com­petit­ions and has fre­quent­ly ap­pear­ed on radio and tele­vis­ion. In ad­diti­on to her mus­ical act­ivit­ies as a per­form­er, Pam­ela has giv­en flute and chamber-music master-classes in America, Mexico and reg­ular­ly at Umbria Clas­sica in Italy.

Guðríður Steinunn Sigurðardóttir has been an act­ive pian­ist for more than four dec­ades, as a solo­ist, chamb­er mus­ic­ian and ac­compan­ist. She has per­form­ed in vari­ous re­cit­al seri­es in­clud­ing solo per­form­anc­es with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra where she also was an or­ches­tral pian­ist for over twenty years. Guð­ríð­ur has tour­ed wide­ly in Ice­land and Can­ada, the Unit­ed Stat­es, Ger­many, Switzer­land and the Nord­ic Countr­ies.
    Guðríður earn­ed her solo pian­ist’s de­gree from the Reykja­vík Col­lege of Mus­ic in 1978. She con­tinu­ed her stud­ies at the Uni­ver­sity of Mich­igan in Ann Arbor and grad­uat­ed in 1980 with a Mast­er´s degree in Piano Per­form­ance. That same year she re­ceiv­ed the Ann Arbor Soc­iety of Mus­ical Arts Award. She has also tak­en priv­ate les­sons in Cologne, Germ­any and par­tici­pat­ed in a numb­er of master-class­es. Guð­ríð­ur holds an MBA (Master of Busin­ess Ad­ministrat­ion) de­gree from the Uni­ver­sity of Ice­land. She is the Head of the piano de­part­ment of the Kópa­vogur Music School which also in­clud­es teach­ing and ac­company­ing stud­ents.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release