Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 9. ágúst 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Diddú og Drengirnir
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Kjartan í síma 611 9644

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Salieri og samtímamenn
nefnast tónleikar sem Diddú og Drengirnir flytja í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagkvöld

Á efnisskráinni eru verk eftir átjándu ald­ar tón­skáld­in Antonio Salieri, Wolf­gang A. Mozart og Jos­eph Haydn. Flutt verða verk þeirra fyrir blásara­sextett, kon­sert­arí­ur og arí­ur úr óp­er­um, t.d. Brúð­kaupi Figaros, Palm­ira regina di Persioa og La grotta di Trof­ino. Einn­ig verða flutt ís­lensk söng­lög, nokkur Jónasar­laga Atla Heim­is Sveins­son­ar.
    Flytjendur eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sigurður Snorra­son og Kjart­an Óskars­son klarin­ett­ur, Joseph Ognibene og Þor­kell Jóels­son horn, Brjánn Inga­son og Snorri Heimis­son fagott.

Sópran­söng­kon­an Sig­rún Hjálmtýs­dótt­irDiddú − byrjaði feril sinn á sviði dægur­­tón­list­ar með Spil­verki þjóð­anna en hóf síðar sí­gilt söng­nám hjá Rut Magnús­son við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík. Þaðan lá leið henn­ar til Lund­úna þar sem hún nam hjá Laura Sarti við Guild­hall School of Mus­ic and Drama og út­skrif­að­ist 1984. Hún fór til Ítal­íu í fram­halds­nám hjá Rina Mala­trasi og opn­uð­ust þar veg­ir henn­ar inn í óperu­heim­inn.
    Sigrún hefur tekið þátt í marg­vís­leg­um upp­færsl­um og sýn­ing­um, jafnt á sviði sem og í kvik­mynd­um og ber það fjöl­breytt­um hæfi­leik­um hennar glöggt vitni. Fyrsta óperu­hlutverk henn­ar var í Þjóð­leik­hús­inu sem brúð­an Ólympia í óper­ett­unni Ævin­týri Hoff­manns eftir Offenbach. Hlut­verk henn­ar hjá Ís­lensku óper­unni eru fjöl­mörg og má þar nefna Sús­önnu í Brúð­kaupi Fígar­ós, Gildu í Rigo­letto, Nætur­drottn­ing­una og Papa­genu í Töfra­flaut­unni, Luciu í Lucia di Lammer­moor, Viol­ettu í La Travi­ata, Rósa­lindu í Leður­blök­unni, Ad­ina í Ástar­drykkn­um, Kæðu í Le Pays, Helm­wige, Wald­vogel og Freyju í Niflunga­hringn­um. Sig­rún hefur oft sung­ið með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og sam­an hafa þau hljóð­rit­að fimm diska, en alls mun hún hafa sung­ið inn á rúm­lega 100 plötur og hljóm­diska af hin­um ýmsu tón­listar­stíl­um. Sig­rún hefur ferð­ast víða um heim og sung­ið, með­al ann­ars í Skandi­nav­íu, Bret­landi, Frakk­landi, Tékk­landi, Austur­ríki, Ítalíu, Balkan­lönd­un­um, Rúss­landi, Kína, Japan, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada.
    Hún söng eftir­minni­lega tón­leika með José Carr­eras í Laugar­dals­höll 2001 og sté á stokk með Plac­ido Dom­ingo ásamt Ól­afi Kjart­ani Sigurðar­syni ár­ið 2005. Fram­undan eru ær­in verk­efni og spenn­andi, hér á Fróni og er­lendis.
    Tónlistar­hóp­ur­inn Diddú og Dreng­irnir er skip­að­ur Sig­rúnu ásamt blásara­sex­tett skip­uð­um hljóð­færa­leik­ur­um sem all­ir hafa leik­ið með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands um lengri eða skemmri tíma. Þeir eru klarí­nettu­leik­ararn­ir Sig­urð­ur Snorra­son og Kjart­an Óskars­son, horn­leikar­arn­ir Joseph Ogni­bene og Þor­kell Jóels­son og fagott­leik­ar­arn­ir Brjánn Inga­son og Snorri Heimis­son. Þessi hópur hef­ur starf­að sam­an ó­slitið síð­an 1997 og hef­ur til dæmis ár­lega hald­ið aðventu­tón­leika í Mosfells­kirkju. Þau hafa gef­ið út tvo geisla­diska, hald­ið tón­leika víða um land sem og í Winni­peg, Gimli, London, Ver­óna, Vínar­borg, Haar­lem, Stras­bourg og víðar í Alsace-héraði Frakk­lands. Þetta er í fyrsta sinn sem þau halda opinbera tónleika í Reykjavík.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 9th 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Diddú and the Boys
A PDF version of the program when available

Further information on this concert gives:
Kjartan tel. (354) 611 9644

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Antonio Salieri and his contemporaries
in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday evening

Arias and instrumental works by Antonio Sali­eri, Wolfgang A. Mozart and Joseph Haydn. Also Ice­land­ic songs, by Atli Heim­ir Sveinsson. Performers: ‘Diddú and the Boys’, Sigrún Hjálmtýsdóttir soprano, Sigurður Snorrason and Kjartan Óskarsson clar­inets, Joseph Ognibene and Þor­kell Jóels­son horns, Brjánn Ingason and Snorri Heimisson bassoons.
   
Soprano Sigrún Hjálmtýsdóttir Diddú − was born in Reykja­vík. Her im­press­ive art­ist­ic tal­ent and warm-hearted stage pre­sence, first as a pop star and then as a lead­ing opera sing­er, have earn­ed her the ac­claim of crit­ics and audi­ences alike.
    After singing with the pop­ul­ar group Spilverk Þjóð­anna, Sig­rún start­ed her clas­sical music stud­ies in Ice­land and then with Laura Sarti at the Guild­hall School of Mus­ic and Drama in London, grad­uat­ing with the AGSM-dipl­oma in 1984. She furth­er­ed her stud­ies in Italy with Rina Mala­trasi in Milan, where she also took part in sing­ing con­tests and came through with fly­ing colors.
    Sigrún’s di­verse tal­ents shine in stage and theater per­form­ance, as well as on televis­ion and movie screens. She made her opera debut as Olympia in The Tales of Hoff­mann at the Nation­al Theat­er in Ice­land. Other lead­ing roles fol­low­ed such as Sus­anna in Marri­age of Figaro, Gilda in Rigo­letto, Queen of the Night in The Magic Flute, Lucia in Lucia di Lammer­moor, Viol­etta in La Travi­ata, Adina in L'elisir d'amore, Rosa­linde in Die Fleder­maus, Kaethe in Le Pays, Freia and Helm­wige in The Nibel­ung’s Ring. She has per­form­ed, e.g. in Scandi­navia, U.S.A., Can­ada, China, Japan, Baltic States, Brit­ain, France, Italy, Germ­any, Austria, and record­ed over 100 Lp's and CD's, in­clud­ing ball­ads, light songs and operas. In 2001 she ap­pear­ed in a concert with José Car­reras and in 2005 with Placido Domingo.
    Sigrún is accompanied by a wind sex­tet as Diddú og Dreng­irn­ir (Diddú and the Boys). The members of the sextet are clari­net play­ers Sig­urð­ur Snorra­son and Kjart­an Óskars­son, horn players Jos­eph Ogni­bene and Þor­kell Jóels­son and bas­soon play­ers Brjánn Inga­son and Snorri Heimis­son. All of them have play­ed with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra for a long­er or short­er period of time.
    Since 1997 they have given ann­ual Advent Con­cert in the Mos­fells­kirkja parish church, per­form­ed widely around Iceland, as well as in Winni­peg, Gimli, London, Verona, Vienna, Haarlem, Stras­bourg and else­where in the Alsace region of France. Two CDs with their per­form­ance have been re­leas­ed.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release