Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Ábyrgðarmaður: 
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang:
lso@lso.is

 
Aukatónleikar á sunnudegi í Listasafni Sigurjóns 
Bohuslav Martinu
Madrigalar og sónötur
ATH síðasti stafur í nafni tónskáldsins er u-með-hring (Bohuslav Martinů, ef það kemur rétt fram), en þar sem það berst ekki ætíð rétt milli ritvinnslukerfa er ritað einfalt "u" í þessari fréttatilkynningu. Æskilegt væri að breyta því í endanlegri útgáfu


Alla tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Glitnir og Pokasjóður verslunarinnar styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns

Aukatónleikar
Listasafn Sigurjóns
Sunnudaginn 16. júlí 2006 kl. 20:30
Extra Concert
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Sunday July 16th at 20:30
 
Hlíf, Freyr, Iwona, Jerzy og Anna Áslaug
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim


Nánari upplýsingar veitir:

Listasafn Sigurjóns í síma: 553-2906 eða netpósti

Hlíf Sigurjónsdóttir í síma: 863 6805 eða netpósti

Á þessum sunnudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns verða leikin kammerverk eftir hið vinsæla tékkneska tónskáld Bohuslav Martinu sem samin voru í Bandaríkjunum á árunum 1942-1947, en þangað hafði Martinu flúið undan nazistum í seinni heimsstyrjöldinni.
   
Flytjendur koma koma víða að. Freyr Sigurjónsson er fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og þaðan koma einnig Iwona Andrzejczak lágfiðluleikari og Jerzy Andrzejczak sellóleikari, en þau er frá Póllandi og bæði leiðarar síns hljóðfæris í Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbaó. Með þeim leikur hinn þekkti píanóleikari Anna Áslaug Ragnarsdóttir sem kemur frá Þýskalandi og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30
Aðgangseyrir er 1500 kr.

Freyr Sigurjónsson flautuleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Hann fór til framhaldsnáms að Royal Northern College of Music í Manchester og naut þar meðal annars leiðsagnar Trevor Wye, Roger Rostron, P. Morris og William Bennet. Að loknu PPRNCM prófi árið 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og kennari við tónlistarskólann þar. Hefur hann starfað þar síðan. Freyr hefur leikið einleik með hljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu. Hann frumflutti meðal annars flautukonsert Carl Nielsen á Spáni með hljómsveitinni í Bilbao. Freyr hefur þegið boð um að leika með m.a. Útvarpshljómsveitinni í Madrid (ORTVE) og Virtuosos of Moskow. Samhliða starfi sínu við Sinfóníuhljómsveitina í Bilbao hefur Freyr haldið fjölda meistaranámskeiða á Spáni, meðal annars í Santander, Burgos og með hljómsveit æskunnar í Andalúsíu í Sevilla.

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari stundaði framhaldsnám við Háskólana í Indiana og Toronto og við Listaskólann í Banff og síðar sótti hún tíma hjá Gerald Beal í New York. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum síðustu aldar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og minni hópum. Frá nýliðnum árum má nefna tónleika í Weill sal Carnegie Hall í New York og í Washington borg, í röðinni The Embassy Series. Nýútkominn geisladiskur hennar og Hjörleifs Valssonar; 44 Duos eftir Béla Bartók hefur hlotið frábæra umsögn tónlistargagnrýnenda. Hún vinnur nú einnig að upptökum á öllum einleiksverkum J.S. Bach fyrir fiðlu. Hlíf kennir einkanemum í New York borg og í Reykjavík.

Iwona Andrzejczak-Skrzypczak víóluleikari fæddist í Poznan í Póllandi og stundaði nám hjá Stefan Kamasa við Tónlistarháskólann í Varsjá og hlaut þar verðlaun hinnar pólsku Víólukeppni. Hún var um árabil fyrsti víóluleikari Fílharmoníuhljómsveitar Póllands og einnig félagi í Grazyna Bacevicz strengjakvartettinum og ferðaðist með þeim víða um heim. Leikur hennar hefur verið hljóðritaður fyrir útvarp, sjónvarp og fjölda geisladiska. Jafnhliða einleikaraferli sínum sinnti hún mjög mikilvægu starfi sem kennari við Tónlistarháskólann í Varsjá. Frá árinu 1989 hefur hún verið leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao og leikið einleik með sveitinni.

Jerzy Andrzejczak sellóleikari fæddist í Kalisz í Póllandi og stundaði nám hjá Arnold Rezler í Tónlistarháskólanum í Varsjá og einnig hjá Tartray, Szafran, Flazman og Véctomov. Í hálfan annan áratug var hann félagi í Rezler strengjakvartettinum sem hlaut fyrstu verðlaun í pólsku strengjakvartettsamkeppninni og þriðju verðlaun í alþjóðlegu strengjakvartettsamkeppninni í Búdapest 1973. Þá var hann félagi í Kammerhljómsveit Fílharmoníuhljómsveitar Póllands og Sinfóníuhljómsveit Ríkisútvarpsins í Varsjá og kom þar oft fram sem einleikari. Hann var fyrsti sellóleikari Óperuhljómsveitarinnar í Varsjá jafnframt því að vera prófessor við Tónlistarháskólann í Varsjá. Frá árinu 1989 hefur hann verið leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Bilbao.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Ísafjarðar og nam síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu einleikaraprófi þar fór hún til framhaldsnáms til Bretlands, Ítalíu og Þýskalands. Anna Áslaug hefur komið fram sem píanóleikari í ýmsum löndum Evrópu og Ameríku. Á Íslandi hefur hún oft leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, haldið einleikstónleika víðs vegar um landið, meðal annars á vegum Myrkra músíkdaga, Norrænna Músíkdaga, Tíbrár og Tónlistarfélaganna í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Hún hefur leikið inn á upptökur fyrir Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Íslensk Tónverkamiðstöð hefur gefið út hljómplötu þar sem hún leikur verk íslenskra höfunda. Á síðari árum hefur hún einnig verið meðleikari með ljóðasöng og kammertónlist og m.a. komið fram með Kammermúsíkklúbbnum í Reykjavík. Anna Áslaug er búsett í München og Reykjavík.

Á efnisskrá er: Madrigal Sonata fyrir flautu fiðlu og píanó, Sonata fyrir flautu og píanó, Þrír madrigalar fyrir fiðlu og víólu og Tríó fyrir flautu, selló og píanó.


English:

 Chamberworks by Bohuslav Martinu

Extra Concert at Sigurjón Ólafsson Museum Sunday July 16th at 20:30. Madrigales and Sonatas by the Czech composer Bohuslav Martinu written in 1942-47, when Martinu resided in the USA. Performers are Icelandic and Polish. Freyr Sigurjónsson flute, Iwona Andrzejczak viola and Jerzy Andrzejczak cello, all principal players in the Bilbao Symphony Orchestra (BOS), joined by the highly acclaimed pianist Anna Áslaug Ragnarsdóttir and violinist Hlíf Sigurjónsdóttir.

The concerts begins at 20:30.
Admission 1500 ISK

Freyr Sigurjónsson flutist studied in Iceland where he received his concert diploma from the Reykjavík College of Music. He furthered his studies at the Royal Northen College of Music in Manchester. His teachers were Trevor Wye, Roger Rostron, P. Morris and William Bennet. Upon graduation with PPRNCM diploma in 1982 he became the solo flutist of the Bilbao Symphony Orchestra and a professor at the Conservatory of Music in Bilbao. He has appeared as a soloist with numerous orchestras and ensembles in Europe, among them the Radio Orchestra in Madrid, the Bilbao Symphony Orchestra and the Virtuosos of Moscow. Sigurjónsson is highly regarded as a teacher and has given numerous masterclasses in Spain, e.g. in Santander, Burgos and Andalusia.

Hlíf Sigurjónsdóttir furthered her violin studies at the Universities of Indiana and Toronto and Banff School of Fine Arts. Later she took private lessons with the renowned violinist and teacher Gerald Beal in New York. During her studies, she was fortunate enough to work with many of the leading musicians of the twentieth century, such as William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci and Igor Oistrach. Sigurjónsdóttir has performed numerous concerts, as a soloist or with groups and symphony orchestras. Recent concert sites include New York - Weill Hall of Carnegie Hall, and Washington DC - as a part of The Embassy Series. Her recent CD with Béla Bartók’s 44 Duos (with violinist Valsson) has received excellent review, e.g. from the Classical Music Critic of the Washington Post. Currently she is recording all J.S. Bach’s partitas and sonatas for CD. Sigurjónsdóttir gives private lessons in Iceland and New York.

Iwona Andrzejczak-Skrzypczak violist, was born in Poznan in Poland and studied with Stefan Kamasa at The Music Academy in Warsaw, where she was the winner of the National Viola Competition. She travelled extensively all over the world as a member and soloist with the National Philharmony Chamber Orchestra as well as recording for Radio and TV and numerous CDs. She was also a member of the Grazyna Bacevicz String Quartet, named after the well known composer. In spite of her busy schedule as a performer she also taught at the Music Academy of Warsaw, until she moved to Bilbao and became the principal violist of the Bilbao Symphony Orchestra.

Jerzy Andrzejczak cellist was born in Kalisz in Poland. He studied with Arnold Rezler at the Music Academy in Warsaw, other teachers were Tartray, Szafran, Flaxman and Véctomov. He was a member of the prize winning Rezler String Quartet and has played with, and appeared as a soloist with numerous orchestras, such as: the National Philharmony Chamber Orchestra of Warsaw, the Radio Orchestra and the Polish Chamber Orchestra. Beside his active carrier Andrzejczak taught at The Music Academy in Warsaw till 1989, when he became the first solo cellist of the Bilbao Symphony Orchestra.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir began her studies at The Music School of Ísafjörður, her home town in Iceland, and later at the Reykjavík College of Music. After finishing her diploma in Iceland she furthered her studies in the U.K, Italy and Germany. Ragnarsdóttir has performed in various countries in Europe and America. In Iceland alone she has appeared as soloist with the Iceland Symphony Orchestra several times and played numerous recitals all around the country. She has recorded for the State Radio and TV and the Iceland Music Information Centre has released a CD where she performs works by Icelandic composers. She lives in Munich and Reykjavík.

Programme includes Madrigal-Sonata for Flute, Violin and Piano (1942), Sonata for Flute and Piano (1945), Three Madrigals (Duo No. 2) for Violin and Viola (1947) and Trio for flute, Violincello and Piano (1944).


fréttatilkynningu lokið / end of release