Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Ábyrgðarmaður: 
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang:
lso@lso.is

 
Sumartónleikar LSÓ 
Söngvar og aríur fyrir baritón og píanó

Alla tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Glitnir og Pokasjóður verslunarinnar styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns

 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 18. júlí 2006 kl. 20:30
 
 

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening July 18th at 20:30
 
Þorbjörn Björnsson og Jan Czajkowski
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim


Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörn Björnsson í netpósti eða í síma 861-9031

 

Á þriðjudagstónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar þann 18. júlí flytja þeir Þorbjörn Björnsson baritón og þýski píanóleikarinnJan Czajkowski söngva og aríur eftir Henry Purcell, Charles Ives, Gabriel Fauré, Franz Schubert, W.A. Mozart og Benjamin Britten.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30
Aðgangseyrir er 1500 kr.

Þorbjörn Björnsson er fæddur 1978 í Reykjavík, en ólst upp á Egilsstöðum. Hann stundaði söngnám í Tónlistarskóla Egilsstaða undir handleiðslu Keith Reed. Þorbjörn tók þátt í óperuuppfærslum Óperustúdíós Austurlands á Eiðum og söng þar Figaro í Rakaranum frá Sevilla, Papageno í Töfraflautunni, Greifann í Brúðkaupi Figaros og Guglielmo í Cosi Fan Tutte. Árið 2002 hóf hann nám við Hochschule für Musik - Hanns Eisler í Berlín, þar sem hann hefur numið hjá Scot Weir prófessor og Bernd Riedel. Í Berlín hefur Þorbjörn tekið þátt í fjölmörgum verkefnum og má þar nefna: Gatte úr Brjóstum Tirésias eftir Poulenc, Slook í La Cambiale eftir Rossini, Ford í Falstaff eftir Verdi og greifann úr Il Matrimonio Segreto eftir Cimarosa. Árið 2004 hélt hann ljóðatónleika í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur.

Þýski píanistinn Jan Czajkowski er þegar orðinn þekktur listamaður, sérstaklega fyrir túlkun sína á verkum eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Schumann og Brahms þar sem hann hefur hlotið mikið lof frá áheyrendum jafnt sem og gagnrýnendum. Hann leikur einnig nútímatónlist, hefur frumflutt fjölda verka og er eftirsóttur meðleikari í kammertónlist og með ljóðasöngvurum. Hann er fæddur árið 1971 og nam hjá Paul Buck í Stuttgart og Peter Eicher í Karlsruhe þar sem hann hlaut hæstu einkunn fyrir einleik og sem kennari. Hann hefur sótt fjölda námskeiða hjá píanóleikurum og kennurum víða að úr veröldinni. Hann vann fyrstu verðlaun í International Rubinstein Piano Competition í París árið 1999 og sérstök verðlaun í International Schubert Piano Competition. Síðustu ár hefur Jan einbeitt sér að meðleik með ljóðasöng og unnið með mörgum söngvurum, þar á meðal Dietrich Fischer-Dieskau, Julia Varady og Scot Weir. Hann býr í Berlín og kennir við Hanns Eisler tónlistarháskólann.


English:

Songs and Arias for baritone and piano

Þorbjörn Björnsson baritone and Jan Czajkowski piano. Songs and arias by Henry Purcell, Charles Ives, Gabriel Fauré, Franz Schubert, W.A. Mozart and Benjamin Britten. In Sigurjón Ólafsson Museum, Tuesday evening, July 18th at 20:30

The concerts begins at 20:30.
Admission 1500 ISK

Þorbjörn Björnsson, born in Reykjavík 1978, studied singing with Keith Reed at the Music school of Egilsstaðir, East Iceland. He participated in the local Opera Studio, singing the roles of Papageno in Die Zauberflöte, Figaro in Il barbiere di Siviglia, The Count in Le Nozze Di Figaro and Guglielmo in Cosi Fan Tutte. Björnsson enrolled at the Hanns Eisler University of Music, Berlin in 2002 and has studied there with professor Scot Weir and Bernd Riedel. In Berlin he participated in numerous performances, e.g. Le Mari in Les Mamelles de Tirésias by Poulenc, Slook in La Cambiale by Rossini and Conte Robinsone in Il Matrimonio Segreto by Cimarosa. In 2004 he gave a concert at Sigurjón Ólafsson Museum with Ástríður Alda Sigurðardóttir.

The German pianist Jan Czajkowski has already made a name for himself in the field of classical German/Austrian repertory; in particular his interpretations of works by Mozart, Beethoven, Schubert, Schumann and Brahms have garnered high acclaim from audiences and critics alike. In addition he frequently performs contemporary music including many world premieres, and he is a sought-after chamber music and Lied partner. Born in 1971, he studied with Paul Buck in Stuttgart and Peter Eicher in Karlsruhe where he received highest honours for both his degrees: Concert Pianist and Educator. His piano skills received their final polish at numerous international master classes with pianists and teachers from all over the world. He is first-prize winner of the International Rubinstein Piano Competition in Paris 1999 and special prize winner at the International Schubert Piano Competition. Recently Czajkowski has also concentrated on Lied-interpretation working with singers such as Dietrich Fischer-Dieskau, Julia Varady and Scot Weir. Czajkowski resides in Berlin where he teaches at the Hanns Eisler University of Music.


fréttatilkynningu lokið / end of release