Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Ábyrgðarmaður: 
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang:
lso@lso.is

 
Sumartónleikar LSÓ 

Alla tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Glitnir og Pokasjóður verslunarinnar styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 29. ágúst 2006 kl. 20:30

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening, August 29th at 20:30

How to get there
 
Chihiro Inda, Pawel Panasiuk  og Agnieszka Malgorzata Panasiuk. 
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim

Nánari upplýsingar veita:  
Agnieszka í síma 849 7720 eða Pawel í síma 865 7742  netfangi  pawaga@mi.is

 

 
Trio Bellarti
á síðustu sumartónleikum
 Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
 
Chihiro Inda fiðla, Pawel Panasiuk selló og Agnieszka Malgorzata Panasiuk píanó flytja Tríó í C-dúr KV 548 eftir W.A. Mozart, Andað á sofinn streng eftir Jón Nordal og Tríó í d-moll op. 32 eftir Anton S. Arensky.
 
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30
Aðgangseyrir er 1500 kr.

Chihiro Inda fiðluleikari fæddist í Tókíó 1982. Meðan hún var við tónlistarnám í heimaborg sinni hlaut hún ýmis verðlaun fyrir leik sinn; þriðju verðlaun í Novosibirsk International Competition fyrir unga fiðluleikara (1998), einnig þriðju verðlaun í Wolfgang Marchner International Competition (2002) og fyrstu verðlaun í Toshiya Eto fiðluleikarakeppninni (2004). Hún hefur stundað nám hjá Kazuki Sawa, Asako Yoshikawa, Wolfgang Marschner og tekið þátt í ýmsum námskeiðum, t.d. hjá Oleh Krysa, Hermann Krebbers, Thomas Brandis og Federico Agostini. Af einleik hennar má telja Brahms fiðlukonsertinn með Japönsku fílharmoníuhljómsveitinni í fyrra. Chihiro stundar nú nám hjá Gyorgy Pauk við The Royal Academy of Music í London og hefur hlotið ýmsa styrki til þess.

Pawel Panasiuk er fæddur í Póllandi. Eftir að hafa lokið meistaraprófi í sellóleik frá Chopin Akademíunni í Varsjá fór hann til framhaldsnáms að Trinity College of Music í London og lauk þaðan Postgraduate Diploma. Hann hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. hjá Tobias Kühne, Wanda Glowacka, Michael Strauss og Victoria Yagling. Pawel hefur haldið einleikstónleika fyrir selló og leikið með fjölda hljómsveita og kammersveita, meðal annars í Póllandi, Bretlandi og á Íslandi. Frá árinu 1999 hefur Pawel búið á Akureyri og kennir við tónlistarskólann þar, bæði sellóleik og kammertónlist. Hann er fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hefur leikið einleik með hljómsveitinni.

Agnieszka Malgorzata Panasiuk, fæddist í Póllandi og stundaði nám við tónlistarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik. Í Póllandi starfaði hún með ýmsum kammerhópum en kom einnig fram sem einleikari og lék m.a. píanókonsert Griegs með Olsztyn Philharmonia. Þá stundaði Agnieszka nám við The Royal Academy of Music í London og fékk þar Krein Scholarship til að nema hjá Michael Dussek og Iain Ledingham. Í Englandi lék hún með mörgum einleikurum og kammerhópum bæði á vegum skólans og ýmissa tónleikasala, m.a. lék hún á hádegistónleikum St.Martin in the Fields, St.John´s Smith Square og Senat House Bloomsbury. Í fyrra lék hún til úrslita í Delius Prize tónlistarkeppninni. Hún hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, m.a. hjá Jean-Paul Sevilla, Kevin Kenner, Joseph Seiger og Alexander Pablovic. Síðan 1999 hefur Agnieszka búið og starfað á Akureyri þar sem hún kennir við tónlistarskólann og leikur með ýmsum kórum, söngvurum og kammerhópum jafnt norðan heiða sem sunnan.


English:

Trio Bellarti in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday at 20:30. Last concert of the Summer Concert serie!

Chihiro Inda violin, Pawel Panasiuk cello and Agnieszka Malgorzata Panasiuk piano perform Trio in C major KV 548 by W.A. Mozart, Andað á sofinn streng by (Icelandic) Jón Nordal and Trio in d minor, op. 32 by Anton S. Arensky.

The concert begins at 20:30.
Admission 1500 ISK

Violinist Chihiro Inda was born in Tokyo in 1982. While studying at Music High School and Tokyo National University of Fine Arts and Music, she received the 3rd prize at Novosibirsk International Competition for young violinists (1998), 3rd prize at Wolfgang Marschner International Competition (2002) and the first prize at the Toshiya Eto Violin Competition (2004). She has studied with Kazuki Sawa, Asako Yoshikawa and Wolfgang Marschner and participated in various masterclasses, e.g. with Oleh Krysa, Hermann Krebbers, Thomas Brandis and Federico Agostini. Inda’s solo appearances include the Brahm’s Concerto with the Japan Philharmonic Orchestra in 2005. Currently, she is studying at the Royal Academy of Music in London under the supervision of Gyorgy Pauk, where she has received Belmore Woodgate Scholarship, Greenwich Award, and a subsidy from The Nomura Cultural Foundation.

Cellist Pawel Panasiuk, born in Poland, received his master degree from The Fryderyk Chopin Academy of Music, Warsaw. He furthered his studies at the Trinity College of Music in London where he received his Postgraduate Diploma. He has also attended and participated in various masterclasses e.g. with Tobias Kühne, Wanda Glowacka, Michael Strauss and Victoria Yagling. Mr. Panasiuk has given solo concerts and appeared with numerous orchestras and chamber ensembles e.g. in Poland, UK and Iceland. Since 1999 Mr. Panasiuk resides in Akureyri, North Iceland teaching the cello and chamber music at the local music school. He is the principal cellist of the North Iceland Symphony Orchestra and has also appeared as a soloist with the orchestra.

Pianist Agnieszka Malgorzata Panasiuk, born in Poland, finished her master’s degree from the Music Academy of Gdansk. Later she received the Krein Scholarship for studying at the Royal Academy of Music in London with Michael Dussek and Iain Ledingham. She has also attended masterclasses with e.g. Jean-Paul Sevilla, Kevin Kenner, Joseph Seiger and Alexander Pablovic. While in Poland Panasiuk worked with various chamber groups and performed e.g. the Grieg piano concerto with the Olsztyn Philharmonia. In England she appeared with soloists and groups, e.g. at St. Martin in the Fields, St. John’s Smith Square and Senat House Bloomsbury. Last year she was a finalist at the Delius Prize competition. Since 1999 she resides in Akureyri, North Iceland where she teaches at the Music school, and accompanies groups and choirs.


fréttatilkynningu lokið / end of release