Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumartónleika-
bæklingur 2012 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 24. júlí 2012 kl. 20:30

Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Elsa, Elín og Peter
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir
Elín Ósk í síma 862 4868
eða
Elsa Waage í síma 823 0314

Elsa Waage contra-alt, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Peter Maté píanó.
Dúettar og aríur, m.a. eftir Jón Björnsson, Felix Mendelssohn, Johannes Brahms, Gioachino Rossini, Jacques Offenbach, Paolo Tosti, Franz Lehar og Léo Delibes.
Að loknu námi hjá Elísabetu Erlingsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík hélt Elsa Waage til framhaldsnáms hjá Dixie Neill í Amsterdam og þaðan til Washingtonborgar þar sem hún lauk BM gráðu frá Catholic University of America. Þá lá leið hennar til New York borgar þar sem hún nam í óperustúdíói Michael Trimble. Vestan hafs söng Elsa ýmis óperuhlutverk og ljóðatónleika og hlaut verðlaun fyrir.
    Undanfarin ár hefur Elsa búið og starfað sem óperu- og ljóðasöngkona á Ítalíu, en hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í óperuflutningi í Sviss, Þýskalandi, Frakklandi, Færeyjum og á Spáni. Hún hefur sungið ýmis hlutverk með Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsinu og komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi. Nýverið söng Elsa Mozart Requiem í Lincoln Center í New York borg. Hún er nú flutt heim til Íslands.
    Elsa hefur einstakt lag á að víxla á milli hefðbundinnar klassískrar tónlistar, léttra söngleikja og jazzlaga og hefur fengið sérstakt lof fyrir túlkunarhæfileika sína.

Elín Ósk Óskarsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1984 og var Þuríður Pálsdóttir aðalkennari hennar. Framhaldsnám stundaði hún hjá Pier Miranda Ferraro í Mílanó og Gita Denise Vibyral á Englandi.
    Allt frá því hún söng sitt fyrsta óperuhlutverk, Tosca, í óperu Puccinis í Þjóðleikhúsinu 1986 hefur hún sungið fjölmörg óperuhlutverk innanlands sem erlendis og hlotið margar viðurkenningar og tilnefningar fyrir söng sinn. Hún syngur einnig kirkjulega tónlist og samdi John Speight tónskáld verkið Drottinn er minn styrkur sérstaklega fyrir rödd hennar. Árið 2000 stofnaði hún Óperukór Hafnarfjarðar og hefur stjórnað honum síðan og haldið tónleika, m.a. erlendis við afar góðan orðstír. Elín hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið inn á geisladiska og árið 2006 kom út diskur með söng hennar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún var kjörin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2006 og árið 2009 var hún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og menningarlífs.

Peter Máté er fæddur í Roznava í fyrrverandi Tékkóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur búið á Íslandi frá 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
July 24 at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Elsa, Elín og Peter
A PDF version of the program

Further informations give
Elín Ósk, tel. 862 4868
and
Elsa Waage, tel. 823 0314

Elsa Waage contra-alt, Elín Ósk Óskarsdóttir soprano and Peter Maté piano.
Duetts and arias e.g. by Jón Björnsson, F. Mendelssohn, J. Brahms, G. Rossini, J. Offenbach, P. Tosti, F. Lehar and L. Delibes.
Contralto Elsa Waage studied with Elísabet Erlingsdóttir in Reykjavík and Dixie Neill in Amsterdam. Moving to Washingon DC, she completed her degree at the Catholic University of America and supplemented her studies at the NY opera studio of Michael Trimble.
    Elsa lived in Italy for years, performing with distinguished companies such as the opera houses of Ravenna, Livorno, Lucca, Pisa and Ferrara. Her roles included Emilia in Othello, Maddalena in Rigoletto, Principessa in Suor Angelica, Erda in Siegfried and Rheingold, Grimgerde and Waltraute in Walkure and La Cieca in Gioconda. She has sung the mezzo and contralto roles in concert pieces like Das Lied von der Erde, Verdi Requiem, Wesendonck Lieder and most of the famous oratorial works by Bach, Händel, Mozart and S. Saëns. She has frequently performed with the Icelandic Opera and National Theater, Iceland Symphony Orchestra and appeared on the National television and radio. Elsa has lived abroad for most of her career but this year she moved back to Iceland.

Elín Ósk Óskarsdóttir graduated from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and furthered her studies with Pier Miranda Ferraro in Milan and Gita Denise Vibyral in England.
    Since her opera debut as Tosca in the Icelandic National Theater in 1986 she has sung numerous opera roles in many different countries and has received high critical acclaim as Aida, Lady Machbeth in Machbeth and Leonora in La forza del Destino, all Verdi’s operas, Fiordiligi in Così fan tutte and Dido in Dido and Aeneas among others. She has performed oratorios including Händel's Messiah and Elijah by Mendelssohn and the soprano part in The Lord is My Strength, by John Speight which was written for her. She founded and directs the Opera Choir of Hafnarfjörður which, after performing with the Philharmonic Orchestra in Sofia in Bulgaria, received the accolade “the best kept secret of Europe”.
    Elín Ósk was elected the Artist of the year 2006 in her home town Hafnarfjörður and in 2009 she was inducted into the Icelandic Order of the Falcon for her contribution to arts and culture in Iceland.

Peter Máté was born in Roznava in the former Czechoslovakia. He studied with Ludmila Kojanová in Kosice and Valentina Kameníková at the Prague Academy of Music. As a student he won prizes both in his home country and at international contests, such as Vercelli and Enna in Italy in 1986 and 1989. Peter has lived in Iceland since 1990 and now teaches at the Iceland Academy of the Arts and the Reykjavík College of Music. He has given solo recitals, played solo with various symphony orchestras, and taken part in chamber concerts far and wide in Europe and the United States.

fréttatilkynningu lokið / end of release