Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Tónleikasíður safnsins (ísl) (ens) eru uppfærðar vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumartónleika-
bæklingur 2013
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 20. ágúst 2013 kl. 20:30.

Miðasala við inn­gang­inn.
Aðgangseyrir kr. 2000.
Tekið er við greiðslukortum.

Hvar er safnið?

Gunnar Guðbjörnsson, Vigdís Hafliðadóttir og Jónas Ingimundarson
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Gunnar Guðbjörnsson í síma 663 4239 og
Jónas Ingimundarson í síma 554 6409

SchwanengesangGunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja síðustu ljóðasöngva Schuberts á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.

Samstarf Gunnars Guðbjörnssonar og Jónasar Ingimundarsonar hefur nú staðið í 27 ár. Þeir hafa komið víða við og þýskur ljóðasöngur hefur þar jafnan verið fyrirferðarmikill, ekki síst Schubert. Schwanengesang D 957 eftir Franz Schubert er þeirra næsta viðfangsefni, en áður hafa þeir flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru. Þeir félagar munu flytja Svanasönginn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagskvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30
    Ljóðasöngvar Schuberts eru flestum unnendum sígildrar tónlistar kunnir og Schwanengesang er talinn vera hans síðast atlaga við þá. Söngvasveigurinn lýsir af einstakri dýpt örvæntingu ljóðmælandans, en ljóðin sótti Schubert til þriggja skálda, Ludwig Rellstab, Heinrich Heine og Johann Gabriel Seidl.
    Á milli söngvanna les Vigdís Hafliðadóttir ljóðin í þýðingu Reynis Axelssonar.
Gunnar Guðbjörnsson stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz á Íslandi, Hanne-Lore Kuhse og Michael Rhodes í Þýskalandi og sótti einnig tíma hjá Nicolai Gedda og Rainer Goldberg. Á árunum 1990-2010 var hann fastráðinn söngvari við óperuhúsin í Wiesbaden, Lyon, Berlín og Freiburg. Auk þess hefur hann sungið í mörgum af helstu óperuhúsum Evrópu, t.d. í München, Wien, París, Madrid, Palermo, Bologna, Toulouse, Marseille, Hamburg, Köln, Gautaborg og Lissabon. Árið 1999 bauð Daniel Barenboim honum að syngja undir sinni stjórn við óperuhúsið í Berlín. Fram til 2007 flutti hann mest lýrísk tenórhlutverk, en hin síðari ár hefur hann einbeitt sér að dramatískari verkum.
    Gunnar hefur komið fram með mörgum þekktum sinfóníuhljómsveitum á borð við Royal Philharmonic Orchestra í London, Berliner Philharmoniker og Chicago Symphony Orchestra, og sungið í tónleikasölum á borð við Albert Hall, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London. Gunnar hefur einnig starfað sem blaðamaður og síðastliðið sumar lauk hann MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Jónas Ingimundarson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hann hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari, kórstjóri og tónlistarráðunautur.
    Jónas hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og hefur staðið fyrir öflugu kynningarstarfi í tengslum við tónleika sína. Jónas nýtur heiðurslauna Alþingis og hefur hlotið margvíslegar aðrar viðurkenningar, svo sem heiðursverðlaun VÍS, Íslandsbanka og DV og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
    Jónas Ingimundarson var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 og Dannebrog orðunni árið 1996. Hann er tónlistarráðunautur Kópavogs og árið 2004 var hann valinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
August 20 at 20:30

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Gunnar Guðbjörnsson, Vigdís Hafliðadóttir and Jónas Ingimundarson
A PDF version of the program

Further informations gives

Gunnar Guðbjörnsson, tel: 663 4239

Schubert's Schwanengesang in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday night.

Gunnar Guðbjörnsson tenor and Jónas Ingimundarson piano perform one of Schubert's most beloved works, Schwanengesang D 957. Vigdís Hafliðadóttir reads the lyrics in Icelandic translation of Reynir Axelsson.
    Schwanengesang (Swan song) is the collection of lieder composed to poems by three poets, Ludwig Rellstab, Heinrich Heine and Johann Gabriel Seidl. It was composed in 1828 and published in 1829, after Schubert's death.
Tenor Gunnar Guðbjörnsson studied in Iceland with V.M. Demetz and in Berlin with Prof. Hanne-Lore Kuhse. He also took singing lessons with Nicolai Gedda and later joined the National Opera Studio in London. From 1990 to 2010 he was a member of the opera houses of Wiesbaden, Lyon, Staatsoper Berlin and Freiburg, also appearing at other major venues such as the State Opera Houses of Vienna, Munich and Hamburg. His debut with the Deutsche Staatsoper was under the direction of Daniel Barenboim who invited him to join his ensemble in Berlin in 1999 as the first lyric tenor.
    In concert and recitals, Gunnar has made appearances in numerous venues in Europe with orchestras such as the Berlin Philharmonic, the Singapore Symphony Orchestra, Israel Philharmonic Orchestra and the Chicago Symphony Orchestra. He has recorded for several CDs, released by Philips, BIS, Olympia and RPO, the latest one featuring Walther von der Vogelweide on a Tannhäuser CD released by Tekdec under the baton of Daniel Barenboim.

Jónas Ingimundarson studied the piano at the Reykjavík College of Music and graduated from the Music Academy of Vienna under the guidance of Prof. Dr. Josef Dichler. He has furthered his musical studies by attending various workshops and master classes.
    Jónas is a very active musician, giving concerts throughout Europe and the USA, as a solo pianist, accompanist and choir conductor. He has recorded frequently for radio and TV and can be heard on numerous CDs. He teaches at the Reykjavík College of Music, is the artistic advisor to the town of Kópavogur, and the concert organizer at the Salurinn - Kópavogur Concert Hall.
    In 1994 he was awarded the Knight's Cross of the Order of the Falcon, and two years later he received the Danish Order of the Dannebrog. He has received numerous other honours in Iceland, and is one of the recipients of the Icelandic Parliament's coveted Honorary grant.


Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS