Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 18. júlí 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sól­veig og Sergio
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.
Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Sól­veig í síma 655 3737


Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Litið til baka − tón­list frá endur­reisnar- og snemm­barokk­tím­an­um

Sól­veig Thor­odd­sen hörpu­leikari og Sergio Coto Blanco lútu­leikari leika tón­list frá endur­reisn­ar- og snemm­barokk­tím­an­um. Leik­in verða verk úr ensk­um lútu­hand­rit­um frá 16. öld sem og verk eftir Bellero­fonte Cast­aldi, Giov­anni Girol­amo Kaps­berg­er og Joan Amb­rosio Dalza. Leik­ið er á endur­gerð­ir af göml­um hljóð­fær­um.
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir fæddist í Reykja­vík árið 1989. Hún byrj­aði að syngja á unga aldri og hefur haft yndi af söng síðan. Hún lærði hér hörpu­leik hjá Marion Herrera og Sophie Schoon­jans uns hún hélt utan til náms haust­ið 2009 til Cardiff í Wales. Þar lauk hún bakkalár­námi í klass­ísk­um hörpu­leik við Royal Welsh Col­lege of Music & Drama með Caryl Thomas sem að­al­kenn­ara. Hún naut einn­ig leið­sagn­ar Meinir Heulyn og Valerie Aldrich-Smith. Fyrstu kynni hennar af þrí­raða­hörpu voru í gegn­um velska hörpu­leik­ar­ann Robin Huw Bowen sem hún sótti nokkra tíma til. Þetta vakti áhuga henn­ar á eldri gerð­um hörp­unn­ar og til þess að fræða sig frek­ar í þeim efnum hóf Sólveig meist­ara­nám í sögu­lega upp­lýst­um flutn­ingi á slík­ar hörp­ur við Hoch­schule für Künste í Brem­en í Þýska­landi. Þar var aðal­kenn­ari hennar Margit Schultheiß. Sól­veig lauk námi þar í júlí 2016 og starf­ar nú í Brem­en og ná­grenni, þar sem hún leikur tölu­sett­an bassa með mis­mun­andi kammer­hóp­um.

Sergio Coto Blanco fædd­ist árið 1985 í San José í Kosta Ríka. Hann stund­aði gítar­nám við Hanns Eisl­er tón­lista­rhá­skól­ann í Berl­ín. Þegar hann var í meist­ara­námi þar byrj­aði hann að spila á teorbu og fór að læra tölu­sett­an bassa hjá Magnus Anders­son í Berlín. Haustið 2014 hóf hann meist­ara­nám í sögu­lega upp­lýst­um lútu­leik og tölu­sett­um bassa við Hoch­schule für Künste í Brem­en hjá kenn­ur­un­um Joachim Held og Simon Linné og lauk því vorið 2017. Nú starf­ar Sergio sem lútu­leik­ari í Þýska­landi og öðrum Evr­ópu­lönd­um og spil­ar und­ir í óper­um, óra­tor­íum, pass­íum og annars konar verk­um með hljóm­sveit­um eins og Vokal­aka­demie Berl­in, Das Nord­deutsche Barock­orchest­er, Bach-Chor Mün­chen, Kammer­phil­harm­onie Brem­en og á há­tíð­um eins og Händel-Fest­spiele Halle, Inter­nation­ales Bach­fest Schaff­haus­en, Heidel­berg­er Frühl­ing og Bach­woche Stutt­gart.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 18th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Sól­veig and Sergio
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Sól­veig tel: 655 3737

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Ren­ais­sance and early Baro­que music in Sigurjón Ólafsson Museum

Sól­veig Thor­odd­sen harp and Sergio Coto Blanco lute and theorbo. The pro­gram includes pieces from 16th-century lute manu­scripts, as well as works by Bellero­fonte Cast­aldi, Gio­vanni Girol­amo Kaps­berg­er and Joan Am­brosio Dalza.
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir was born in Reykja­vík in 1989 and started singing at an early age. In Iceland, Sólveig received harp lessons from Marion Herrera and Sophie Schoonjans. In the autumn of 2009, Sólveig moved to Cardiff, Wales to study classical harp under Caryl Thomas at the Royal Welsh College of Music & Drama, where she also enjoyed the guidance of Meinir Heulyn and Valerie Aldrich-Smith. She received her Bachelor of Music degree in the summer of 2013. Sólveig's first encounter with the triple harp was through the Welsh harpist Robin Huw Bowen, with whom she took several classes. Growing interest in Historical Performance led her to continue her studies in the Early Music Department of the Hochschule für Künste Bremen in Germany, where she studied historical harps with Margit Schultheiß, obtaining a Master of Music degree in July 2016. Sólveig currently works as a continuo player and soloist in Bremen and the surrounding area.

Sergio Coto Blanco was born in 1985 in San José, Costa Rica. He studied the guitar at the Hochschule für Musik Hanns Eisler in Berlin but whilst pursuing his master's degree there, he started playing the theorbo and took classes in continuo playing with Magnus Andersson in Berlin. In the autumn of 2014, he began his studies in the Early Music Department of the Hochschule für Künste Bremen, where he studied under Prof. Joachim Held and Simon Linné, obtaining a Master of Music degree in lute and continuo playing in the spring of 2017. Sergio currently works as a continuo player in Germany and other European countries, playing operas, oratorios, passions and other works with groups such as the Vokalakademie Berlin, Das Norddeutsche Barockorchester, Bach-Chor München, Kammerphilharmonie Bremen and performing at festivals such as the Händel-Festspiele Halle, Internationales Bachfest Schaffhausen, Heidelberger Frühling and Bachwoche Stuttgart.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release