Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 25. júlí 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Guð­rún, Elmar og Anna Guðný
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.


Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Guð­rún í síma +49 17 32 30 35 19
(eftir 21. júlí í síma 849 7748)
og Anna Guðný í síma 899 5123

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Á fjöl­un­um − Ljóð úr leik­húsi

Guð­rún Ing­imars­dótt­ir sópran, Elm­ar Gil­­berts­­son ten­ór og Anna Guðný Guð­munds­dóttir píanóleikari.
Lög úr ís­lensk­um leik­verk­um eftir Pál Ísólfs­son, Atla Heimi Sveins­son, Jón Ás­geirs­son og bræð­urna Jón Múla og Jónas Árna­syni. Einn­ig sönglög og dú­ettar frá Broadway.

Guðrún Ingimarsdóttir stund­aði söng­nám við Söng­skól­ann í Reykja­vík og hjá pró­fessor Veru Rozsa í Lond­on og síðan í Tón­listar­há­skól­an­um í Stutt­gart þar sem hún naut leið­sagn­ar hinn­ar heims­þekktu söng­konu Sylviu Geszty. Þá hefur hún sótt all­mörg söng­nám­skeið, með­al ann­ars hjá Robin Bowman, Janet Perry og Elly Amel­ing. Undan­far­ið hefur Guð­rún starf­að sem söng­kona í Þýska­landi og víð­ar í Evr­ópu og sung­ið veiga­mik­il hlut­verk í óp­eru­uppfærsl­um í Sviss og Eng­landi auk Þýska­lands og Ís­lands. Með­al óperu­hlut­verka sem hún hefur sungið er Despina í Cosi fan tutte, Blond­chen í Brott­nám­inu úr kvenna­búr­inu, Nætur­drottn­ing­in í Töfra­flaut­unni, Gréta í Hans og Grétu, Titania í Álfa­drottn­ing­unni eftir Purcell, Kur­fürst­in í Fugla­fang­ar­an­um og Adele í Leður­blök­unni.
    Guð­rún hef­ur kom­ið fram á fjölda tón­leika og tón­leika­upp­færsl­um ópera víða vest­an hafs og aust­an. Óp­erettu­tón­list hefur einn­ig verið snar þátt­ur í starfi Guð­rún­ar og hún hefur sung­ið á vel yfir 100 Vínar­óper­ettu­tón­leik­um hér­lendis, víða um Þýska­land, Austur­ríki og Sviss.

Eftir að Elmar Gilberts­son tenór út­skrif­að­ist frá Söng­skóla Sig­urð­ar Demetz vorið 2007 fór hann til fram­halds­náms við Tón­listar­há­skól­ann í Am­ster­dam og Kon­ung­lega Tón­listar­há­skól­ann í Haag. Kenn­ar­ar hans þar voru Jón Þor­steins­son og Peter Nil­son. Að því loknu var hann ráðinn að Óperu­stú­dí­ói Hol­lensku óp­er­unn­ar til tveggja ára. Síðan þá hefur hann starf­að mikið við óper­una í Maastricht og ve­rið laus­ráð­inn við óperu­hús víðs­veg­ar um Evr­ópu og hef­ur sung­ið þar mörg þekkt­ustu tenór­hlut­verk óp­er­unn­ar.
    Elm­ar hlaut Grímu­verð­laun­in í flokkn­um söngv­ari árs­ins, fyrir hlut­verk Daða í óp­er­unni Ragn­heið­ur hjá Ís­lensku óp­erunni snemma árs 2014, og aft­ur árið 2016 fyrir hlut­verk Don Ottavio í óp­er­unni Don Giovanni eftir Mozart. Elm­ar hlaut Ís­lensku tón­listar­verð­laun­in 2014 sem söngv­ari árs­ins í flokki sí­gildr­ar og sam­tíma­tón­list­ar, og var aftur sæmd­ur sömu verð­laun­um 2017 fyrir hlutverk Lensky í óper­unni Evgení Onegín í upp­setn­ingu Ís­lensku óp­er­unn­ar.

Anna Guðný Guð­munds­dóttir lauk námi frá Tón­listar­skólanum í Reykja­vík og Post Graduate Diploma frá Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on þar sem hún lagði á­herslu á kammer­mús­ík og með­leik með söng. Frá ár­inu 1982 hefur hún tek­ið virk­an þátt í ís­lensku tón­listar­lífi og er einn eftir­sótt­asti píanó­leik­ari lands­ins. Anna Guðný hefur oft kom­ið fram sem ein­leikari, m. a. með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, og með kammer­sveit­um og sem með­leik­ari söngv­ara. Hún hefur reglu­lega leik­ið á Lista­há­tíð í Reykja­vík, í tón­leika­röð Sal­ar­ins í Kópa­vogi, á Reyk­holts­há­tíð, Reykja­vík Mid­summer Music og víðar. Þá hef­ur hún leik­ið inn á fjölda hljóm­platna og diska. Anna Guðný er fast­ráð­inn píanó­leik­ari við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, píanó­leik­ari Kammer­sveit­ar Reykja­­vík­ur og kenn­ir við Tón­­listar­­skól­ann í Reykja­­vík.
    Anna Guð­ný var kjör­inn bæjar­lista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2002 og hlaut Ís­lensku tón­listar­verð­laun­in 2008.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 25th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Guð­rún, Elmar and Anna Guðný
A PDF version of the program

Further information on this concert give:
Guð­rún, tel. +49 17 32 30 35 19
(after July 21st 849 7748)
and Anna Guðný, tel. 899 5123

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

On the Stage − Theatrical Poems

Guðrún Ingimarsdóttir soprano, Elmar Gilberts­son tenor and Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir piano.
Songs from the Ice­land­ic Theatre by Páll Ísólfs­­son, Atli Heim­ir Sveins­son, Jón Ás­geirs­son, and the brothers, Jón Múli and Jón­as Árna­son. Also, Broadway songs and duets.
Soprano Guðrún Ingimarsdóttir began her vocal training at the Reykja­vík Academy of Singing and Vocal Arts. She furthered her studies with Professor Vera Rozsa at the Mayer-Lismann Opera Center in London and at the Music Conservatory in Stuttgart, where she studied with Professor Sylvia Geszty. She has attended classes with singers, such as Robin Bowman, Janet Perry and Elly Ameling. Her opera credits include Romilda in Händel's Xerxes,Gretel in Humperdinck's Hansel and Gretel, Adele in J. Strauss' Die Fledermaus, the Mozart's roles: Despina (Cosi fan tutte), Blonde, (Il Seraglio) and the Queen of the Night (the Magic Flute).
    Guðrún is a distinguished concert singer and has performed in numerous countries around the world. She has also performed well over 100 Operettas with different Orchestras. She has appeared at the Johann Strauss Society in Germany and received a special recognition at the International Erika Köth Competition 1996.

After graduating from the Sigurður Demetz School of Singing in 2007, tenor Elmar Gilbertsson furthered his singing studies at the Amsterdam Music Academy and the Royal Conservatoire of the Hague. His teachers included Jón Þorsteinsson and Peter Nilson. The two years following his graduation he was employed by the Opera Studio Nederland in Amsterdam. Since then he has worked extensively at the Maastricht Opera and freelanced at opera houses throughout Europe, performing many of the most prominent tenor roles of the opera.
    For his interpretation of Daði in the Icelandic opera Ragnheiður, Elmar received Gríman − the Icelandic Theatre Award in 2014 and again in 2016 for the role of Don Ottavio in Don Giovanni. Elmar received the Icelandic Music Award in 2014 as the Male Singer of the Year in the category of classical and contemporary music. Again he was honoured by the same award in 2017 for Lensky's role in the opera Evgení Onegín in the Icelandic Opera.

Anna Guðný Guðmundsdóttir completed her soloist diploma from the Reykja­vík College of Music and continued her studies in London at the Guildhall School of Music & Drama, where she received her Postgraduate diploma with a focus on chamber music and lieder accompaniment. Anna has worked in Iceland since and stands as one of the country's most sought after performers. She has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and worked with various groups, such as the Reykja­vík Chamber Orchestra, and a number of other ensembles and singers. Her performances with numerous artists can be heard on approximately 30 CDs. Anna Guðný taught at the Iceland Academy of the Arts from its foundation in 2001 until 2005 when she was appointed pianist with the Iceland Symphony Orchestra.
    Anna Guðný received the Icelandic Music Award in 2009 as Performer of the Year.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release