Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 15. ágúst 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Ásta, Frey­dís, Val­gerð­ur, Sól­veig, Ragnar, Gunnar Guðni, Gunnar Thór og Böðvar
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.
Á Facebook síðu hópsins má rekja sögu hans.
Viðburður á Facebook síðu Sumartónleikanna.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Böðv­ar Ingi H. Geir­finns­son í síma 867 6448

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Fjárlaganefnd syngur kvöldljóð á síðustu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Fjárlaganefnd er oktett − án undirleiks − skipaður nemendum úr Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík, Söng­skóla Sig­urð­ar Demetz og Lista­háskóla Ís­lands. Hóp­ur­inn kom fyrst sam­an í janú­ar 2016 vegna þátt­töku í meistara­nám­skeiði Paul Phoenix hér á landi, en hann var tenór Kings Singers um tveggja ára­tuga skeið. Á þeim þremur misserum sem hóp­ur­inn hef­ur starf­að hef­ur hann með­al ann­ars tek­ið þátt í Sumar­tón­leik­um í Skál­holti, Óp­eru­dög­um í Kópa­vogi og haldið styrktar­tón­leika fyrir Lands­björgu á veg­um þýska sendi­ráðs­ins.

Fjár­laga­nefnd skipa Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir og Ásta Marý Stef­áns­dótt­ir sópr­an, Frey­dís Þrastar­dótt­ir og Val­gerð­ur Helga­dótt­ir alt, Gunnar Guðni Harðarson og Gunn­ar Thor Örn­ólfs­son ten­ór­ar og bass­arn­ir Böðv­ar Ingi H. Geir­finns­son og Ragn­ar Pét­ur Jó­hanns­son.

Efnis­skrá kvöldsins inni­held­ur ís­lensk kvöld­ljóð, enska og ítalska madri­gala og kór­verk.

Fróðleiksmoli
Á ár­un­um 1915 og 1916 kom út í Reykjavík „Íslenskt söngva­safn“ í tveim­ur bind­um sem í var fjöldi söng­laga í radd­setn­ingu Sig­fús­­ar Einars­son­ar tón­skálds. Urðu hefti þessi strax geysi­lega vin­sæl. Á for­síð­um bók­anna var mynd eftir Rík­arð Jóns­son af smöl­um sem stóðu yfir sauð­fé og var því far­ið að nefna söngva­safnið „fjár­lög­in“.
„Fjár­lög­in“ voru ó­fáan­leg um skeið, en voru endur­útgef­in í einu bindi árið 1982.


Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 15th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Ásta, Frey­dís, Val­gerð­ur, Sól­veig, Ragnar, Gunnar Guðni, Gunnar Thór and Böðvar
A PDF version of the program



Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

The Icelandic Sheep Song Committee performs in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday evening.
− Last Concert of this Summer −


The Sheep Song Committee is an A Capella octet with students of diverse Reykja­vík Music Colleges. The group was formed in January 2016 to take part in a master class with the renowned King's Singer's tenor, Paul Phoenix. Since then the octet has appeared in many concerts, e.g. at Skálholt Summer Concerts and the Opera Days in Kópavogur. The Icelandic name of the group refers to an early twentieth century Icelandic song book, but it has also another meaning, that is the name of the State Budget Committe.
    Members of the group are: Sólveig Sigurðardóttir and Ásta Marý Stefánsdóttir sopranos, Freydís Þrastardóttir and Valgerður Helgadóttir altos, Gunnar Guðni Harðarson and Gunnar Thór Örnólfsson tenors and Böðvar Ingi Geirfinnsson and Ragnar Pétur Jóhannsson basses.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release