Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 17. júlí 2018 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sigrún, Elena og Kristín
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Kristín í síma 899 5884

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Með kveðju frá Leipzig!
Ástkær sönglög tónskálda úr námi og starfi í Leipzig.

Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran og Elena Postumi píanóleikari flytja söng­lög eftir Pál Ísólfss­on, Jón Leifs, Emil Thorodd­sen, Edvard Grieg og fleiri tón­skáld sem öll lærðu eða störf­uðu í Leipzig, og þar eru flytj­end­urn­ir einnig að námi og í starfi.

Kristín Einars­dóttir Mäntylä söng í kór­um Lang­holt­skirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söng­kennslu. Sem með­lim­ur Graduale Nobili söng hún á plötu Bjark­ar Guð­munds­dótt­ur Biophilia árið 2011 sem leiddi til tveggja ára tón­leika­ferða­lags víða um heim. Hún út­skrif­að­ist úr Söng­skóla Reykja­vík­ur árið 2013 hjá Hörpu Harðar­dótt­ur og hóf haust­ið 2014 söng­nám hjá Reginu Werner-Dietrich við Tón­listar­háskól­ann í Leip­zig.
    Krist­ín hlaut árið 2016 verð­laun Junge Stimmen Leip­zig og var í ár val­inn Bayreuth styrk­þegi Richard Wagner fé­lags­ins í Leip­zig og styrk­þegi Yehudi Men­uhin, Live Music Now Leip­zig. Síðast­lið­inn vetur söng hún í óp­er­unni í Leip­zig sem fylgdar­sveinn í Töfra­flaut­unni og blóma­stúlka í Brúð­kaupi Fígar­ós eftir Mozart. Í vor fór hún með hlut­verk Nireno í óper­unni Júl­íus Ces­ar eftir Händel í tón­listar­há­skól­an­um í Leip­zig og í óper­unni í Dessau. Í nóv­emb­er mun Krist­ín syngja hlut­verk Óla Lok­brár í upp­færslu ís­lensku óper­unnar á Hans og Grétu eftir Engel­bert Humper­dinck.

Sigrún Björk Sævars­dóttir stund­aði nám við Söng­skól­ann í Reykja­vík ár­in 2009−2013 hjá Ól­öfu Kol­brúnu Harðar­dótt­ur. Sam­hliða því nam hún verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og út­skrif­að­ist með BSc gráðu í Hei­lbrigðis­verk­fræði vor­ið 2012. Hún hóf nám í óperu­söng við Tón­listar­háskól­ann í Leip­zig 2013 hjá KS. R. Schubert og lauk meist­ara­námi í okt­óber 2016. Nú stund­ar hún nám í meist­ara­deild skól­ans.
    Sig­rún kem­ur reglu­lega fram sem ein­söngv­ari í kirkju­leg­um verk­um, á ljóða­tón­leik­um og með hljóm­sveit­um. Meðal óperu­hlut­verka henn­ar eru Barbar­ina í Brúð­kaupi Fíg­arós, Alcina í töfra­óper­unni Spuk im Händel­haus og Saad og Banjo­spieler­in í Schahra­zade, allt við óperu­hús­ið í Halle. Við óper­una í Leip­zig söng hún hlut­verk fylgdar­sveins í Töfra­flaut­unni og kom fram á jóla­tón­leik­um óper­unnar. Í upp­færsl­um há­skól­ans hefur hún sungið hlutverk Änn­chen í Der Frei­schütz og hlut­verk Donnu önnu í Don Gio­vanni í Jena og Leip­zig. Árið 2017 var hún val­in Bay­reuth styrk­þegi Ric­hard Wagn­er fé­lags­ins í Leip­zig.

Elena Postumi er fædd og upp­alin á Ít­alíu. Fimm ára byrj­aði hún að læra á píanó og tólf ára hóf hún nám við Con­serva­torio G.B. Mart­ini í Bol­ogna. Árið 2014 út­skrif­að­ist hún með ein­leik­ara­próf frá Con­serva­torio Santa Cecilia í Róm undir hand­leiðslu Elisa­betta Pacelli, og með meist­ara­gráðu í kamm­er­músik árið 2016. Árið 2015 var hún í skipti­námi við Tón­listar­há­skól­ann í Leip­zig hjá Al­exand­er Schmalcz og Hanns-Mart­in Schreib­er. Hún hefur tek­ið þátt í fjölda nám­skeiða, með­al ann­ars hjá Gene­vieve Ib­anez, Bruno Can­ino og Phillip Moll. Nú stund­ar hún meist­ara­nám við Tón­listar­há­skólann í Leip­zig hjá Al­exand­er Schmalcz.
    Elena hefur komið víða fram sem ein­leik­ari og með­leik­ari og hún hefur einn­ig get­ið sér gott orð sem tón­skáld. Í jan­úar í ár fékk Elena sér­stök verð­laun sem besti með­leik­ar­inn í keppni sem kennd er við Albert Lort­zing og hald­in var á veg­um Tón­listar­há­skól­ans í Leip­zig.Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 10th, 2018 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Sigrún, Elena and Kristín
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Kristín, tel 899 5884
Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

A Glimpse into the Music Scene in Leipzig

Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosoprano, Sigrún Björk Sævarsdóttir soprano and pianist Elena Postumi give a concert in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday evening. The program consists of songs by, amongst others, Páll Ísólfsson, Jón Leifs, Emil Thoroddsen and Edvard Grieg, who all studied and worked in Leipzig − as the performers do now.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä received her first singing lessons as a member of a children choir in Reykjavík. As a member of the choir Graduale Nobili she sang on Björk's Biophilia album, which was followed by a two year world tour. Kristín graduated from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts in 2013 with Harpa Harðardóttir and is currently studying with Prof. Regina Werner-Dietrich at The University of Music in Leipzig.
    Kristín has appeared as a soloist on various occasions and frequently performs recitals in Iceland and Germany. In 2016 she received a price from the Junge Stimmen Leipzig and in 2018 she received the Bayreuth Stipendium from the Richard-Wagner Verband and the Yehudi Menuhin - Live Music Now stipendium. In the Leipzig Opera she sang the roles of a Child-spirit in the Magic Flute and the Flower Girl in the Marriage of Figaro. This spring she sang the role of Nireno in Händel's Giulio Cesare at the University of Music in Leipzig, and in the Opera in Dessau.

Sigrún Björk Sævarsdóttir studied at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts with Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Simultaneously, she studied Biomedical Engineering at the University of Reykjavík receiving her BSc in 2012. She continued her singing studies at the Hochschule für Musik und Theater in Leipzig and received her Master degree with Distinction. Currently she studies at the Meisterklasse Division of the school. In 2017, she received a scholarship from the Richard-Wagner Verband in Leipzig.
    Sigrún has performed the roles of Barbarina in the Marriage of Figaro, Alcina in the opera Spuk im Händelhaus, Saad and Banjospielerin in Schahrazade in the Opera in Halle and, Child-spirit in the Magic Flute in the Opera in Leipzig. She has also sung the role of Ännchen in Der Freischütz and Donna Anna in Don Giovanni. Besides here opera roles, Sigrún is active on the concert platform as a Lied singer, oratorio soloist and as a soloist with an orchestra.

The versatile Italian pianist Elena Postumi is currently completing her Master's degree in Lied interpretation in the class of Alexander Schmalcz at The University of Music and Theater in Leipzig. Her busy concert career has already taken her throughout Europe as a Lied and chamber music accompanist as well as a soloist. She has been working with the baritone Frederik Tucker in a Lied Duo since 2015, performing recitals in Belgium, Germany, USA and Iceland. In 2018 she received the special prize for the best student of piano accompaniment at the Lortzing Competition. She is a scholarship holder of Yehudi Menuhin - Live Music Now organization.
    Since 2009 she studies composition at Santa Cecilia in Rome and has completed her studies in solo piano and vocal chamber music from the same institution.These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release