Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um endurtekna tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang: LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Endurteknir tónleikar Guitar Islancio á fimmtudagskvöldið!
Fullt var út úr dyrum á tónleikum Guitar Islancio í Listasafni Sigurjóns í gærkveldi og urðu margir frá að hverfa. Tónleikarnir verða endurteknir á fimmtudagskvöldið 2. ágúst á sama tíma, 20:30. Hægt er að kaupa miða fyrirfram í safninu, eða í síma safnsins 553 2906, meðan það er opið − alla daga milli 13 og 17.

Listasafn Sigurjóns
fimmtudagskvöld 2. ágúst 2018 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
og í síma 553 2906 milli klukkan 13 og 17 alla daga fram að tónleikum.
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Jón, Björn og Gunnar
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Jón Rafnsson í síma 863 3177
Gunnar Þórðarson í síma 899 9932
og Björn Thoroddsen í síma 892 1483
Netsíða tríósins er: www.guitarislancio.is

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Guitar Islancio
Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson gítarleikarar og Jón Rafnsson bassaleikari

Guitar Islancio kemur saman eftir nokkurt hlé, en tríóið var stofnað árið 1998 og fagnar því 20 ára starfs­afmæli í ár. Í til­efni þess verð­ur dag­skrá víða um land út allt árið 2018 og hefst hún með tón­leik­um í Lista­safni Sigur­jóns þriðju­dag­inn 31. júlí kl.20.30. Á tón­leik­un­um fer tríóið yfir feril sinn og leik­ur vel valin lög af þeim fjöl­mörgu disk­um sem út hafa komið með því, á­samt ýms­um smell­um sem þeir fé­lag­ar hafa tekið inn í dag­skrá sína í gegnum árin.
    Þegar fyrsti diskur þeirra kom út árið 1999 voru gragn­rýn­end­ur sam­mála um að Guitar Islancio hefði tekist að koma með nýjan hljóm í ís­lensku þjóð­lög­in. Tríóið varð vin­sælt víða um heim og kom mörg­um sinn­um fram á tón­leik­um í Norður- Ameríku, Kanada, Evrópu og Asíu og seldust diskar þeirra vel.


Gunnar Þórðarson hefur verið í fremstu röð ís­lenskra tón­listar­manna allt frá því hann stofn­aði popp­hljóm­sveit­ina Hljóma í byrjun sjö­unda ára­tugs­ins. Hann hefur sam­ið hátt í 800 lög sem hafa verið gef­in út á hljóm­plöt­um, auk tón­list­ar við fjöl­marg­ar kvik­mynd­ir, söng­leiki og leik­verk, og stjórn­að upp­tökum og út­sett tón­list á fjölda hljóm­platna. Á síð­ustu ár­um hef­ur hann snú­ið sér æ meir að tón­smíð­um og út­setn­ing­um stærri verka. Árið 2013 var frum­flutt ópera hans Ragn­heiður, sem byggð var á sögu Ragn­heið­ar Brynj­ólfs­dótt­ur í Skál­holti á 17. öld og hlaut hún ein­róma lof gagn­rýn­enda víða um heim. Gunn­ari hafa hlotn­ast ýms­ar viður­kenn­ing­ar á ferl­in­um og ár­ið 2009 var hann sæmd­ur hinni ís­lensku fálka­orðu.

Björn Thorodd­sen hefur í hart­nær 40 ár verið einn af at­kvæða­mestu djass­tón­listar­mönn­um Ís­lands. Hann hef­ur gef­ið út marga diska und­ir eig­in nafni auk fjölda sam­starfs­verk­efna, s.s. Svare/Thorodd­sen Trio og Cold Front, og hef­ur leik­ið með fjölda þekktra evr­ópskra tón­listar­manna. Má þar nefna Ole Kock Hans­en, Mads Vind­ing, Niels-Henn­ing Ør­sted Peder­sen, Nig­el Kenn­edy, Alex Riel, Philip Cath­er­ine, Sylv­ain Luc, Didi­er Lock­wood, Doug Raney, Ulf Wak­en­ius og Jørg­en Svare. Björn hef­ur leik­ið út um all­an heim og hefur tón­list hans verið gef­in út í Evr­ópu, í Norður- og Suður Ameríku og Asíu. Með­al lista­manna sem Björn hefur unn­ið með má nefna Kaz­umi Watan­abe, Ric­hard Gillis, Leni Stern, Steve Kirby, P.J. Perry, James Carter, Prud­ence John­son, Robb­en Ford, en með hon­um hefur Björn marg­oft kom­ið fram sem sér­stak­ur gest­ur á tón­leikum.
    Björn hefur hlot­ið ýms­ar viður­kenn­ing­ar á ferl­in­um, s.s. Jazz­tón­listar­mað­ur árs­ins 2003 og Jazz­tón­skáld árs­ins 2005 á Ís­lensku tón­listar­verð­laun­un­um og Bæjar­lista­mað­ur Garða­bæj­ar 2002.

Jón Rafns­son hef­ur starf­að við tón­list frá ung­lings­ár­um sín­um. Tón­listar­mennt­un­in var í fyrstu sjálfs­nám á raf­bassa með til­heyr­andi spila­mennsku, en frá 1976 og fram til árs­ins 1983 stund­aði hann klass­ískt tón­listar­nám við Tón­skóla Sigur­sveins D. Kristins­son­ar, á fiðlu, píanó og kontra­bassa. Á ár­un­um 1983 −1987 nam hann kontra­bassa­leik hjá Thor­vald Fred­in pró­fess­or í Stokk­hólmi auk náms við Tón­listar­kennara­há­skól­ann þar (Stock­holms Musik­peda­gog­iska Insti­tut).
    Allt frá því að Jón flutti heim frá Sví­þjóð ár­ið 1990 hef­ur hann verið mjög virk­ur í ís­lensku tón­listar­lífi og leik­ur jöfn­um hönd­um hina ýmsu tón­listar­stíla; jazz, blús, rokk og klass­ík. Hann hef­ur gef­ið út fjölda geisla­diska og er eftir­sótt­ur bassa­leik­ari og tón­listar­kenn­ari.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for repeated Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
Julyt 31st, 2018 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Jón, Björn and Gunnar
PDF version of the program

Further information on this concert give:
Jón Rafnsson tel. 863 3177
Gunnar Þórðarson tel. 899 9932
and Björn Thoroddsen tel. 892 1483
Home Page: www.guitarislancio.is

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Guitar Islancio
Next Thursday at 8:30 pm , guitarists Björn Thoroddsen and Gunnar Þórðarson with bass player Jón Rafnsson will repeat their concert in Sigurjón Ólafsson Museum from last Tuesday.
    This was the first concert of a serie to mark twenty years anniversary of the trio Guitar Islancio. Program with music from their numerous CDs and other popular hits.

Gunnar Þórðarson has been in the forefront of Icelandic music as a composer and arranger since he formed the band Hljómar in the sixties. He has composed over 700 songs that have been recorded, written music for films and theater and produced numerous musical albums.
    In recent years he has composed music for larger orchestras. His opera Ragnheiður was premiered in 2013, based on the true story of Ragnheiður Brynjólfsdóttir, the daughter of the 17th century bishop in Skálholt, Brynjólfur Sveinsson. The opera became the third most popular opera in the history of the Icelandic opera. Gunnar Þórðarson was awarded the Order of the Falcon, by the President of Iceland for his contribution to Icelandic music.

Björn Thoroddsen has for the last 30 yars been one of Iceland's leading jazz guitarists. He is the recipient of several Icelandic music awards, including Jazz Performer of the Year in 2003, and has released a number of critically acclaimed albums. Originally a rock musician, his attention soon turned towards jazz, and now Björn tours both as a soloist and with his bands all around the world, playing pop, jazz, rock, blues, country and whatever style of music he feels like playing at the time. Björn's bands include Cold Front with Canada's Richard Gillis besides the Guitar Islancio, which has the honor of being the first Icelandic jazz group to have a gold certificate album. Björn has also collaborated with musicians such as Niels-Henning Ørsted Pedersen, Kazumi Watanabe, Tommy Emmanuel, Al Di Meola, Robben Ford and Larry Coryell, to name a few.

Jón Rafnsson has been on the music scene since in his teens. He started his career in the mid seventies by playing with rock and dance bands around the south coast of Iceland. He then began classical training on the violin, piano and double bass from 1976-1983 and continued his double bass studies with Professor Thorvald Fredin in Stockholm, Sweden. Jón is also a qualified music teacher with a degree from the Stockholms Musikpedagogiska Institut (SMI). Since returning to Iceland from Sweden in 1990, Jón has been very active in the musical life of Iceland, performing jazz, blues, rock, classical music, playing in dance bands, for theatre shows, and taking part in many recordings. Jón has performed and recorded with many world renowned jazz musicians, including Philip Catherine, Didier Lockwood, Sylvain Luc, Kazumi Watanabe, Jørgen Svare, James Carter, Larry Coryell, Ulf Wakenius and Nils Landgren.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release