Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 2. júlí 2019 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Bylgja og Helga Bryndís
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Trausti Jónsson í síma 895 7309

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Upphafsár íslenska einsöngslagsins

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó og Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Þrítugasta og fyrsta starfsár sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst þann 2. júlí næstkomandi með tónleikum sem helgaðir eru elstu íslensku einsöngslögunum.
    Trausti Jónsson veðurfræðingur er hugmyndasmiður þessara tónleika og flytur inngang að tónleikunum því tónlistarsagan − sérstaklega saga sönglagsins − er honum mjög hugleikin. Trausti hefur fengið þær Bylgju Dís Gunnarsdóttur og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur til liðs við sig til að flytja þessi elstu einsöngslög þjóðarinnar.
Kynningartexti:
Upp úr 1870 var farið að semja hér sönglög sem voru í fyrstu einföld kórlög með fyrirmynd í norrænum alþýðulögum, en þróaðist allhratt þannig að um aldamótin gátu kórar landsins haft allmörg þokkalega efnismikil íslensk sönglög á efnisskrám sínum.
    Þótt þeir fáu sönglagahöfundar sem hér störfuðu hafi strax ætlast til þess að sum lög þeirra væru jafnframt einsönglög með hljóðfæraundirleik, var kórahugsunin jafnan yfirsterkari − einnig þegar undirleikur var settur við íslensk þjóðlög. Þau erlendu sönglög sem hér fengust í söngbókum voru flest frá 1790 til 1870 − stöku verk þó yngri − og bera fyrstu íslensku verkin sterkan svip af þessum fyrirmyndum.

Efnisskrá tónleikanna verður á þessa leið:
Í upphafi verða flutt tvö erlend lög frá 18.öld við alkunna íslenska texta, annað eftir Mozart, en hitt eftir J.P.A Schultz. Því næst má heyra lög þeirra bræðra Jónasar og Helga Helgasona, meðal annars fyrsta lag Helga sem hann samdi unglingur 1834 og afar fáheyrð „einsöngslög“ sem Helgi setti á blað. Á dagskránni eru einnig tvö lög eftir Árna Beintein Gíslason, upprennandi sönglagahöfund í lok 19. aldar sem dó ungur og í ár minnast menn 150 ára fæðingarafmælis hans.
   Tvö fyrstu „eiginlegu“ einsöngslögin sem prentuð voru hér á landi samdi Bjarni Þorsteinsson prestur í Siglufirði rétt fyrir aldamót. Þetta eru Systkinin og Kirkjuhvoll og verða þau bæði á dagsrkánni.
    Mikil þáttaskil urðu í sögu íslenskrar tónlistar er út voru gefin fjögur einsöngslög eftir Sigfús Einarssonar 1904, sem var um það leyti að ljúka tónlistarnámi í Kaupmannahöfn. Öll lögin fjögur hafa notið mikilla vinsælda. Tvö þeirra verða flutt á tónleikunum.
    Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld hafði þegar hér var komið sögu dvalið lengi í Edinborg og gefið þar út allmörg einsöngslög. Gallinn er sá að við vitum ekki nákvæmlega hvenær flest laganna voru prentuð, en hlýðum samt á tvö dæmi um þessi verk Sveinbjörns.
    Árið 1907 kom út fyrsta einsöngslagahefti Árna Thorsteinsonar, 12 sönglög. Í því eru margar helstu perlur íslenska einsöngslagsins. Við hlýðum tvö dæmi, fyrra lagið, Sólskinsskúrin heyrist ekki oft, en hið síðara Nafnið er eitt af bestu lögum Árna. Sama ár gaf Jón Laxdal út tvö sönglög, annað þeirra mjög þekkt, Sólskríkjan en hitt, Fuglar í búri, hefur gleymst − ómaklega. Bæði þeirra eru á dagskránni.
    Sigvaldi Kaldalóns var byrjaður að semja lög um þetta leyti þó ekkert kæmi út á prenti eftir hann fyrr en 1915. Eitt af fyrstu lögum hans, Við sundið er á dagskrá kvöldsins.
    Fleiri sönglagahöfunda verður getið og gripið niður í verk smálög þeirra. Í þeim flokki eru Magnús Einarsson, Björn Kristjánsson, Kristján Kristjánsson.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona útskrifaðist frá The Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow með meistaragráður í tónlist og óperuflutningi. Síðan þá hefur hún sungið óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis, meðal annars með Íslensku óperunni, Norsku óperunni, Clonter Opera Theatre, RSAMD, Norðurópi og Óp-hópnum. Árið 2010 vann Bylgja Dís til fyrstu verðlauna í Barry Alexander International Vocal Competition og söng á verðlaunatónleikunum í Carnegie Hall í New York.
    Bylgja Dís hefur haldið fjölda einsöngstónleika og komið fram með Royal Scottish National Orchestra og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Nýlega söng Bylgja Dís hlutverk Sentu í rokkuppfærslu Norðuróps á Hollendingnum fljúgandi og sópranhlutverkið í frumflutningi á Lúterskantötu eftir Eirík Árna Sigtryggsson með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og kórum Kjalarnessprófastsdæmis. Fyrir tónleika hennar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni var Bylgja Dís tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins 2017 í flokki klassískrar og samtíma tónlistar.

Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, undir leiðsögn Jónasar Ingimundarsonar og stundaði síðan framhaldsnám við Konservatoríið í Vínarborg og Sibeliusarakademíuna í Helsinki. Hún hefur haldið fjölmarga einleikstónleika, meðal annars á Listahátíð í Reykjavík og hún var fengin til að leika einleik í beinni sjónvarpsútsendingu í samnorræna spurningaþættinum Kontrapunkti. Þá hefur hún leikið einleik með hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, píanókonserta eftir Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin og J.S. Bach. Hún hefur komið fram sem meðleikari með mörgum fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins, hljóðritað marga geisladiska og tekið upp fyrir útvarp og sjónvarp í samstarfi við aðra. Á síðasta ári kom út geisladiskur þar sem hún leikur einleiksverk eftir Robert Schumann.
    Helga Bryndís er meðlimur í Caput hópnum og hefur leikið með honum víða hérlendis sem erlendis og inn á geisladiska. Hún starfar sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólana í Kópavogi og Reykjanesbæ.

Trausti Jónsson er veðurfræðingur að mennt og veit ýmislegt um afkima íslenskrar tónlistarsögu, en kann þó færra á því sviði. Hann hefur sinnt þar ýmsum verkum á fáförnum slóðum og meðal annars gerði hann, fyrir rúmum þremur áratugum, fjölmarga tónlistarþætti fyrir útvarpið. Hann er stjórnarmaður í Íslenska einsöngslaginu ehf. og hefur um áratuga skeið smurt útgáfu á íslenskum einsöngslögum og endurútgáfu á íslenskum sönghljóðritum.


Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 2nd, 2019 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Bylgja and Helga Bryndís
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Trausti Jónsson tel 895 7309

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

The early Years of the Icelandic Song

Bylgja Dís Gunnars­dótt­ir soprano and Helga Bryn­dís Magnús­dótt­ir piano, intro­duct­ion by Trausti Jóns­son.
Program including well-known and as well as virtually unknown songs with piano by some of the pioneers of Icelandic composers from the turn of the century 1900.
Introduction
In the late 19th century there was an icreased influx of music and musical instruments to Iceland, at homes, in churches and at public gatherings. The first Icelandic composers − in the strict sense − appeared, individuals who tried to write down their musical ideas, have it printed and published.
    Their first such offerings were intended for the some of the many choirs that were established around the country at that time. The first compositions that can, in some sense at least, be labeled as art songs were published in Iceland around the turn of that century.
    This short programme will focus on these songs and a few of these notable pioneers.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir soprano studied at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and later at the Royal Scottish Academy of Music and Drama in Glasgow where she received her Master's degree in Music in 2006, and a year later in Opera.
    Bylgja Dís has appeared on the opera stage with the Icelandic Opera, Norðuróp, Óphópurinn, Clonter Opera Theater and British Youth Opera. Her roles include Lauretta in Gianni Schicchi, Tatyana in Eugene Onegin, Donna Anna in Don Giovanni, Flora in La Traviata, Giovanna in Rigoletto, Tosca, Suor Angelica, Senta in Der fliegende Holländer, Brünnhilde in Die Walküre and Elisabeth in Don Carlo. Bylgja has also sung with orchestras such as the Royal Scottish National Orchestra, and this autumn she will appear with the Iceland Symphony Orchestra. In 2017 she was nominated for the Icelandic Music Award as the Classical Singer of the Year.

Helga Bryndís Magnúsdóttir enjoys a varied career as concert pianist, chamber musician and teacher. She has performed as soloist with orchestras such as the Iceland Symphony Orchestra, and appeared at festivals such as the Reykjavík Arts Festival, performing concerts by Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin and J.S. Bach. She performed live on the Nordic television program Kontrapunktur broadcasted across Scandinavia. Recently she released her CD performing solo piano works by Robert Schumann. As a member of the Caput ensemble she has performed throughout Europe and recorded several CDs. She performs and records regularly with many of Iceland's most beloved singers and instrumentalists, in Iceland and abroad.
    Helga Bryndís studied the piano at the Reykjavík College of Music before further pursuing her studies in Vienna with Professor Leonid Brumberg, and in Helsinki with Professors Liisa Pohjola and Tuija Hakkila. She holds a position as an accompanist at the Iceland Academy of the Arts and at the music schools of Kópavogur and Reykjanesbær.

Trausti Jónsson is a meteorologist, but has for a long time wandered along the fringes of Icelandic music history, especially the so-called art song and early (not so) popular music. About 35 years ago he made about 80 history-related programs on music for the Icelandic State Radio service RÚV.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release