Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 20. ágúst 2019 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sólveig og Hrönn
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Sólveig í síma 849 4566
og Hrönn í síma 845 5089

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

„Ég var sælust allra í bænum“
Sólveig Sigurðardóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó á síðustu tónleikum sumarsins

Fluttar verða aríur og sönglög, meðal annars eftir Hugo Wolf, Richard Strauss, Paolo Tosti, Wolfgang A. Mozart og Gioachino Rossini, sem fjalla um gleði og sælu augnablikanna sem maður á með þeim sem maður elskar, og sorgina og söknuðinn sem maður finnur ef maður missir hann eða ástin er ekki endurgoldin.
    Titill tónleikanna er úr hinu þekkta ljóði Tómasar Guðmundssonar Þjóðvísa, sem hefst svo: Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til.
Sólveig Sigurðardóttir stundaði nám í píanóleik frá unga aldri og nam óbóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Söngnám hóf hún árið 2006 hjá Jóni Þorsteinssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk prófi í kórstjórn 2009. Hún fór til framhaldsnáms í tónlistarskólann í Utrecht í Hollandi og lauk þaðan B.Mus. gráðu í klassískum söng 2013. Kennarar hennar þar voru Jón Þorsteinsson og Charlotte Margiono. Einnig hefur hún stundað söngnám hjá Hlín Pétursdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Vorið 2018 lauk hún meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands, með söng sem aðalfag. Þá hefur hún tekið þátt í námskeiðum hjá Kristni Sigmundssyni og Gittu-Mariu Sjöberg. Í janúar 2018 hlaut hún önnur verðlaun og áhorfendaverðlaunin í söngkeppninni Vox Domini.

Hrönn Þráinsdóttir nam píanó­leik hjá Erlu Stefáns­dótt­ur við Tón­mennta­skól­ann í Reykja­vík og Jón­asi Ingi­mundar­syni við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík. Hún fór til fram­halds­náms við Staat­liche Hoch­schule für Musik í Frei­burg og lauk það­an diplóma kennara­prófi vorið 2004 og tók með­leik við ljóða­söng sem auka­fag. Kenn­ar­ar henn­ar voru Dr. Tibor Szász og Hans-Peter Müller. Að því loknu nam hún við ljóða­söng­deild Tón­listar­háskól­ans í Stutt­gart undir hand­leiðslu Corn­elis Witt­hoefft og lauk sér­hæfðu dipl­óma­námi sumar­ið 2007.
    Hrönn hefur kom­ið fram á tón­leik­um víða, meðal annars í Þýska­landi, Austur­ríki, Ítalíu, Græn­landi og á Ís­landi, sem ein­leik­ari, með­leik­ari og við flutn­ing kammer­tón­list­ar. Hún er með­lim­ur kammer­sveitar­inn­ar Ísa­fold og hef­ur tek­ið þátt í ýms­um há­tíð­um eins og Ung Nord­isk Musik, Við Djúpið á Ísa­firði, Myrk­ir músík­dag­ar og Berja­dag­ar á Ólafs­firði. Hrönn kenn­ir við Söng­skól­ann í Reykja­vík og Mennta­skóla í Tónlist.


Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 20th, 2019 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Sólveig and Hrönn
A PDF version of the program

Further information on this concert give:
Sólveig tel (354) 849 4566
and
Hrönn tel (354) 845 5089

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

“I was the happiest girl in town”
Sólveig Sigurðardóttir soprano and Hrönn Þráinsdóttir piano − last concert of this summer.
Songs and arias by Hugo Wolf, Richard Strauss, Paolo Tosti, Wolfgang A. Mozart and Gioachino Rossini − among others − about the blissful moments you have with the one you love, when you feel you are the happiest girl in town, and the sorrow of lost or unrequited love.
Soprano Sólveig Sigurðardóttir studied the piano from a young age. She studied piano and oboe, at the Reykjavík College of Music. In 2006 she started her singing studies with Jón Þorsteinsson at the National Church School of Music in Reykjavík where she received her diploma in Choral Conducting in 2009. She furthered her studies with Jón Þorsteinsson and Charlotte Margiono at the Utrecht Conservatory and graduated with a B.Mus. degree in classical singing in 2013. She has also studied with Hlín Pétursdóttir and Þórunn Guðmundsdóttir at the Reykjavík College of Music.
    In 2018 Sólveig completed her Master's NAIP degree from the Iceland University of the Arts, with singing as her main focus. She has attended master-classes with Kristinn Sigmundsson and Gitta-Maria Sjöberg. Sólveig received 2nd prize at the Vox Domini singing competition in January 2018 and won the audience prize as well.

Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continu­ed her stud­ies in Germany at the Staat­liche Hoch­schule für Musik in Frei­burg where her principal teach­ers were Profes­sor Dr. Tibor Szász and Profes­sor Hans-Peter Müller. She grad­uat­ed in 2004 with a dipl­oma in music per­formance, lied-ac­compani­ment and music edu­cation. After that she stud­ied with Profes­sor Cornelis Witt­hoefft at the Uni­ver­sity of Music and per­form­ing Arts in Stutt­gart and re­ceiv­ed her Master's de­gree from the faculty of lyrics in 2007.
    Hrönn has given concerts and ac­compan­ied sing­ers in Ice­land and abroad. She freq­uently per­forms con­tempor­ary music, e.g. as a member of the Ísa­fold Chamber Or­chestra in Reykja­vík, at music festi­vals, such as the Dark Music Days in Harpa Concert House. This has in­clud­ed premi­ering of sev­eral works and re­cord­ings both for radio and CDs. Hrönn teaches at MÍT − the Reykja­vík Col­lege of Music − and the Reykja­vík Acad­emy of Sing­ing and Vocal Art, where she has been the musical dir­ect­or of sev­eral student opera per­form­anc­es. She also visits ele­ment­ary schools all around Ice­land intro­duc­ing the opera art form.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release