Meistarar Formsins

Sýning á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 31. ágúst til 28. september 2003.

Kennsluefni fyrir framhaldsskólanemendur

Sýningin Meistarar formsins er einstakur viðburður. Þar er að finna frumverk eftir marga af fremstu myndhöggvurum Evrópu á 20. öld. Á þessu tímabili urðu miklar breytingar á viðfangsefnum og formmótun listamanna og gefa verkin á sýningunni gott yfirlit yfir þessa þróun.

Hjá myndhöggvurum 20. aldarinnar, eins og hjá mörgum forverum þeirra, var manneskjan og rými hennar eitt af aðalviðfangsefnum þeirra. En sú breyting varð á að þeir sóttu viðfangsefni sín í ríkara mæli úr hversdagsleikanum: Í stað hefðarfólks kom þvottakona og sjómaður, í stað gyðju kom dansmær. Þessa þróun má meðal annars rekja til breytinga í þjóðfélaginu, þar sem einstaklingshyggjan var að ná fótfestu og hver einstaklingur var talinn mikilvægur og átti að fá að njóta sín.

Meðfylgjandi verkefni hafa verið samin fyrir nemendur framhaldskóla sem hyggja á skólaheimsókn í safnið. Hvert verkefni er í sérstöku (pdf) skjali, og er ætlast til að skólarnir prenti þau og útbýti nemendum. Kennari skipuleggur eðlilega niðurdeilingu verkefna. Mikilvægt er að allir nemendur hafi lesið Nokkrar helstu listastefnur 20. aldar í Evrópu - eða sambærilegt - fyrir heimsóknina.

Mikilvægast er að skoða listaverkin, hlýða á umfjöllun í skólaheimsókn, lesa viðeigandi texta og spyrja spurninga.

Endilega notið ímyndunaraflið!

Góða skemmtun

Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 4
Verkefni 5
Verkefni 6
Verkefni 7