Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang: LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar
.


Sumartónleika-
bæklingur 2011
Nánari upplýsingar um röðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 553 2906 og hér

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 30. ágúst 2011 kl. 20:30

Miðasala við innganginn og í síma 553 2906 á skrifstofutíma.
Aðgangseyrir kr. 2000.
Tekið er við greiðslukortum
.

Hvar er safnið?


Brynhildur og Anna

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Tónskáldið Jeffrey Lependorf verður gestur tónleikanna.

Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veitir Anna Jónsdóttir í síma 864 0426


Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanó.
Evrópu-frumflutningur verksins As Far As The Eye Can See eftir Jeffrey Lependorf við ljóð Ann Lauterbach. Morgunljómi eftir Oliver Kentish við ljóð Ingimars Erlends Sigurðssonar - frumflutningur. Einnig innlend og erlend sönglög, m.a. eftir Samuel Barber.
Anna Jónsdóttir lærði við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003 og einsöngvaraprófi í árslok 2004. Veturinn áður hafði hún stundað nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru.
    Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006. Árið 2008 gaf hún út hljómdiskinn Móðurást, á honum eru íslensk sönglög sem fjalla öll á einhvern hátt um móðurkærleikann. Í fyrrasumar tók hún þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi á vegum Omi International Arts Center í Ghent í New York ríki, þar sem hún dvaldi sem gistilistamaður. Anna tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkefnum.

Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari lauk kennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 undir leiðsögn Jónasar Ingimundarsonar og stundaði framhaldsnám í Hollandi hjá Herman Uhlhorn og Jan M. Huizing. Hún sótti einnig tíma í semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur og ljóðameðleik hjá Gerrit Schuil við Söngskóla Sigurðar Demetz.
    Bryndís hefur starfað með Mótettukór Hallgrímskirkju, Söngsveitinni Fílharmoníu og starfaði um árabil sem meðleikari í Söngskóla Sigurðar Demetz. Í dag kennir hún við Tónlistarskóla Kópavogs og Allegro Suzuki tónlistarskólanum. Anna og Brynhildur hafa starfað saman undanfarin ár og tóku síðast þátt í tónleikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu vorið 2010 þar sem þær fluttu meðal annars ljóðaflokkinn Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg og sönglög eftir H. Duparc

English:

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
30 August  at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Brynhildur and Anna
A pdf version of the program - when ready.


Next concert in Sigurjón Ólafsson Summer Concert Series, Tuesday August 16th at 20:30.
Anna Jónsdóttir soprano and Brynhildur Ásgeirsdóttir piano.
As Far As The Eye Can See by Jeffrey Lependorf, lyric by Ann Lauterbach - premiere in Europe. World premiere of Morgunljómi by Oliver Kentish with text by Ingimar Erlendur Sigurðsson. Also songs by Icelandic composers and others, e.g. Samuel Barber.
Anna Jónsdóttir studied at the New Music School in Reykjavík with Alina Dubik and received her Solo Singer's Diploma in November 2004, after also studying one year with Maria Slatinaru at the University of Music, Bucharest. She gave her debut concert in Hafnarfjörður, Iceland, in autumn 2006.
      In 2008 she released the CD, Móðurást, containing Icelandic songs about mother love. Last year she participated in a residency program at Omi International Arts Center in Ghent, New York, where she collaborated with musicians from many countries. Anna is active in the Icelandic music scene, performing solo concerts and participating in various other projects.

Brynhildur Ásgeirsdóttir
studied the piano at the Reykjavík College of Music with Jónas Ingimundarson, receiving her piano performing and teaching diploma in 1986. She continued her studies in the Netherlands with Herman Uhlhorn and Jan M. Huizing. She also took lessons in harpsichord playing, with Helga Ingólfsdóttir and Guðrún Óskarsdóttir and lieder-accompaniment with Gerrit Schuil at the Sigurður Demetz School of Singing in Reykjavík.
      Brynhildur has worked with several choirs, including the Motetten-choir of Hallgrímskirkja and the Philharmonia Choir. In addition, she has worked as an accompanist at the Sigurður Demetz School of Singing in Reykjavík. Today she teaches at the Kópavogur Music School and the Allegro Suzuki Music School. Anna and Brynhildur have performed together for years, last spring they gave a concert in the Nordic House Concert Series 15:15 performing, e.g. the music cycle Sieben frühe Lieder by Alban Berg and songs of H. Duparc.

fréttatilkynningu lokið / end of release