Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgđarmađur:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíđa safnins  (ísl) (ens) er uppfćrđ vikulega og t.d. eru settar krćkjur í efnisskrár tónleikanna ţegar ţćr eru tilbúnar.

Sumartónleika-
bćklingur 2012 
Listasafn Sigurjóns
ţriđjudagskvöld 4. september 2012 kl. 20:30

Miđasala viđ innganginn
Ađgangseyrir kr. 2000
Tekiđ er viđ greiđslukortum

Hvar er safniđ?

Signý, Kristinn Örn og Harpa
Smelliđ á smámyndina til ađ fá prenthćfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Harpa í síma 698 4056 eđa hunharpa(hjá)gmail.com
Signý í síma 698 6199 eđa signysaem(hjá)hotmail.com
Kristinn Örn í síma 699 2774 eđa kristinn(hjá)allegro.is

Frá Berlínar til Broadway. - Lokatónleikar sumarsins í Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns.

Sópransöngkonurnar Signý Sæmundsdóttir og Harpa Harðardóttir syngja lög eftir Ned Rorem, Kurt Weill og Leonard Bernstein við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar.
Signý Sæmundsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín þar sem hún lagði jöfnum höndum stund á óperu-, ljóða- og kirkjutónlist og lauk þaðan Diplomprófi vorið 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum Íslensku Óperunnar og Þjóðleikhússins. Hún hefur frumflutt íslenska óperutónlist, m.a. Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveinsson í Peking 1997. Signý hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og haldið fjölda einsöngstónleika ásamt því að flytja samtímatónlist og þar á meðal tónverk sem hafa sérstaklega verið samin fyrir hana. Signý hefur verið gestur á fjölmörgum tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis.

Harpa Harðardóttir lauk einsöngs- og söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór í tveggja ára framhaldsnám hjá prófessor Andrei Orlowits í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða og sótt söngtíma hjá kennurum eins og Helene Karusso, Evgeniu Ratti, Ellen Field og Kiri Te Kanawa.
    Harpa söng með Kór Langholtskirkju frá sextán ára aldri og syngur nú með Kammerkór Langholtskirkju sem hefur tekið þátt í keppnum og unnið til verðlauna. Hún hefur einnig tekið þátt í uppfærslum með kór Íslensku Óperunnar og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, haldið einsöngstónleika sem og tónleika með öðrum listamönnum og tekið þátt í verkefnum eins og Tónlist fyrir alla. Harpa starfar nú sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kórskóla Langholtskirkju.

Kristinn Örn Kristinsson lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði síðar nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og St. Louis Conservatory of Music í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein.
    Að loknu námi kenndi Kristinn Örn við Tónlistarskólann á Akureyri, en tók við skólastjórn Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík árið 1990. Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistarskólann og hefur starfað þar síðan. Um árabil var hann einnig meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar var hann 2002-2006, og frá hausti 2006 hefur hann verið meðleikari við Söngskólann í Reykjavík.
    Kristinn Örn hlaut starfslaun listamanna 1996 og gaf út hljómdiskinn Píanólögin okkar og bókina Suzuki tónlistaruppeldi 1998. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
September 4 at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Signý, Kristinn Örn and Harpa
A PDF version of the program

Further informations give:
Harpa, tel 698 4056 or hunharpa(hjá)gmail.com
Signý, tel 698 6199 or signysaem( at)hotmail.com
Kristinn Örn, tel 699 2774 or kristinn( at)allegro.is

From Berlin to Broadway. Last concert of the LSÓ Summer Soncert Series. 2012

Sopranos Signý Sæmundsdóttir and Harpa Harðardóttir and pianist Kristinn Örn Kristinsson perform songs by Ned Rorem, Kurt Weill andLeonard Bernstein.
Signý Sæmundsdóttir studied music theory and singing in Reykjavík. After graduation, she pursued further singing studies at the Universität für Musik und darstellende Kunst, Vienna, in particular opera, lieder and church music. Her main teachers were Helene Karusso and Eric Werba. Signý has established herself in the music scene in Iceland where she has taken part in opera performances at the Icelandic National Theatre and the Icelandic Opera. She has also had leading roles in world premieres of Icelandic operas, including Moonshine Island by Atli Heimir Sveinsson. She has performed with the Iceland Symphony Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra and given numerous solo recitals. Signý has been particularly active in the field of modern music where she has performed a number of pieces especially composed for her. Signý has been guest singer at many music festivals both at home and abroad.

Harpa Harðardóttir graduated from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts, first as a solo singer and then as a teacher in 1994. She later studied with professor Andrei Orlowits in Copenhagen and has taken various seminars with musicians such as Helena Karusso, Evgenia Ratti, Ellen Field and Kiri Te Kanawa.
   At the age of 16 Harpa started singing with the renowned Langholt Church Choir. She is now a member of the Langholt Church Chamber Choir which has been awarded for its performance. She has appeared as a solo performer as well as in the Icelandic Opera choir in several productions of the Icelandic Opera. Currently Harpa has a teacher's position both at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and at the Langholt Church Choir School.

Kristinn Örn Kristinsson graduated in piano from the Akureyri Music School, and continued his studies at the Reykjavík College of Music, Southern Illinois University and St. Louis Conservatory of Music in the U.S.A. Among his teachers were Philip Jenkins, Margrét Eiríksdóttir, Ruth Slenczynska and Joseph Kalichstein.
    On completing his studies Kristinn was engaged as a piano teacher at the Akureyri Music School. In 1990 he moved to Reykjavík and became the headmaster of the Music School of the Icelandic Suzuki Association and accompanist at the Reykjavík College of Music. In 1998 he co-founded the Allegro Suzuki Music School of Reykjavík, of which he is now the director. He is also accompanist at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts. Kristinn Örn is not only active as a chamber musician both in recitals and recordings, he also recently founded a concert series in Iceland dedicated to giving performing opportunities to young musicians.

fréttatilkynningu lokiđ / end of release