Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 4. júlí 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Gunnar og Helga Bryndís
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Gunnar Kvaran í síma 699 5416
og Helga Bryndís í síma 893 8222

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Að hlýða á sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafsson er að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist og heimsklassa höggmyndalist − umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma.

Tónlistin hefur ætíð skipað háan sess í þrjátíu ára metnaðafullu menningarstarfi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Heimili þeirra hjóna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Þegar vinnustofa Sigurjóns var endurbyggð til að hýsa safn verka hans, var til þess hugað að stóri salur safnsins hentaði vel til tónleika og þangað var keyptur Bösendorfer konsertflygill. Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns eru löngu orðnir fastir viðburðir í Reykjavíkurborg og í ár verða haldnir sjö tónleikar, á hverju þriðju­dags­kvöldi frá og með 4. júlí.
    Tónleikasumarið 2017 hefst á því að Gunnar Kvaran sellóleikari leikur ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttir píanóleikara efnisskrá sem spannar þrjár aldir tónlistarsögunnar, allt frá tónverki eftir G.F. Händel til nýs verks sem frumflutt verður eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Að vanda er kaffistofa safnins opin að loknum tónleikunum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina, sest niður og fengið sér af hinum rómuðu veitingum og horfið inn í sólarlagið yfir sundin blá.
    Á efnisskránni verða Tólf tilbrigði í G dúr WoO 45 við stef úr Judas Mac­cabaeus eftir Händel, og Sjö til­brigði í Es dúr WoO 46 við stef úr Töfra­flautu Moz­arts, hvoru tveggja eftir Lud­wig van Beet­hov­en og Són­ata ópus 40 eftir Schost­­a­kov­its. Þá verð­ur frum­flutt verk­ið „Til Merete“ sem Jónas Tómas­son skrif­aði til minn­ing­ar um selló­snill­ing­inn Erl­ing Blön­dal Bengts­son og til­eink­aði ekkju hans, Merete Blön­dal Bengts­son.

Gunnar Kvaran er fæddur í Reykjavík árið 1944. Hann hóf tónlistar­nám í Barna­músík­skólan­um þar sem kennari hans var Dr. Heinz Edelstein. Síðar nam hann við Tónlistar­skólann í Reykja­vík hjá Einari Vigfús­syni og Tón­listar­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn hjá Erling Blöndal Bengts­son og hjá Reine Flachot í Basel.
    Gunnar hefur kennt við Tónlistar­skól­ann í Reykja­vík í þrjá­tíu ár og var ráð­inn pró­fess­or við tón­listar­deild Lista­há­skóla Ís­lands haust­ið 2005. Auk fastra starfa hefur hann haldið einleiks- og kammer­tón­leika í mörg­um Evrópu­lönd­um, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada, m.a. í Wig­more Hall í London, Carnegie Hall í New York, í Beet­hoven Haus í Bonn og Mendels­sohn Haus í Leipzig. Hann er tíður gestur á tón­listar­hátíð­um í Banda­ríkj­un­um og í Evr­ópu. Gunnar hefur marg­sinnis leikið ein­leik með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, komið fram í út­varpi og sjón­varpi og all­margar hljóm­plötur og disk­ar hafa verið gefn­ir út með leik hans. Gunnar var val­inn bæjar­lista­maður Sel­tjarnar­ness árið 1996 og var sæmdur Riddara­krossi hinnar ís­lensku Fálka­orðu í júní 2006.

Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk ein­leikara- og kennara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík, undir leið­sögn Jónas­ar Ingi­mundar­sonar og stund­aði síðan fram­halds­nám við Kon­serva­torí­ið í Vínar­borg og Sibel­iusar­aka­demí­una í Helsinki. Hún hef­ur haldið fjöl­marga ein­leiks­tónleika, m.a. á Lista­hátíð í Reykja­vík og var feng­in til að leika ein­leik í beinni sjón­varps­útsend­ingu í sam­nor­ræna spurn­inga­þætt­in­um Kontra­punkti. Þá hefur hún leikið ein­leik með hljóm­sveitum, m.a. Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands, píanó­kon­serta eftir Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin og J.S. Bach. Hún hefur komið fram sem með­leik­ari með mörg­um fremstu söngv­ur­um og hljóð­færa­leik­ur­um lands­ins, hljóð­ritað marga geisla­diska í samstarfi við aðra og tekið upp fyrir útvarp og sjónvarp. Helga Bryndís er meðlimur í Caput hópn­um og hefur leikið með hon­um víða hér­lendis sem er­lendis og inn á geisla­diska. Hún starfar sem píanó­leik­ari við Lista­há­skóla Ís­lands og Tón­listar­skól­ana í Kópa­vogi og Reykja­nes­bæ.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 4th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Gunnar and Helga Bryndís
A PDF version of the program


Further information on this concert give:
Gunnar Kvaran tel 699 5416
and Helga Bryndís tel 893 8222

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Sigurjón Ólafsson Museum Concert Series 2017
The concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have long become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups.The Museum's Cafe is open after the concerts.
    At the first consert of this summer cellist Gunnar Kvaran and pianist Helga Bryn­dís Magnús­dótt­ir will play Twelve Vari­at­ions in G major WoO 45, on Händ­el's thema 'Jud­as Mac­cabaeus' and Sev­en Vari­at­ions WoO 46 on Mozart's theme from the Magic Flute, both by Lud­wig van Beet­ho­ven and Sonata op. 40 by Dmitri Shost­ako­vich. Finally they will prèmiere To Merete, by composer Jónas Tómasson, which was written in the memory of the late virtuoso cellist Erling Blöndal Bengtsson, and was dedicated to his widow Merite Blöndal Bengtsson.
Gunnar Kvaran was born in Reykja­vík in 1944. After graduation from the Reykja­vík Col­lege of Music he studied at the Royal Danish Academy of Music with Erling Blöndal Bengtsson, and in Basel and Paris under the guidance of Professor Reine Flachot. Gunnar has taught at the Reykja­vík College of Music for thirty years. In 2005 he was appointed professor at the Iceland Academy of the Arts. He also performs extensively in Iceland and abroad, giving solo recitals and chamber music concerts in many European countries, USA and Canada, e.g. in Wigmore Hall in London, Carnegie Hall in New York and Beethoven Haus in Bonn. He has been invited to perform at several summer music festivals in the USA, along with his wife, violinist Guðný Guð­munds­dóttir. Gunnar has frequently performed with the Iceland Symphony Orchestra and made numerous recordings for radio, television LPs and CDs.
    In 1996 he was nominated the Artist of the Year in his town of residence, Seltjarnarnes, and in 2006, he was awarded the Icelandic Order of the Falcon.

Helga Bryndís Magnúsdóttir enjoys a varied career as concert pianist, chamber musician and teacher. She has performed as soloist with orchestras such as the Iceland Symphony Orchestra, and appeared at festivals such as Reykja­vík Art Festival, performing concerts by Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin and J.S. Bach. She performed live on the Nordic television program 'Kontrapunktur' broadcasted across Scandinavia. As a member of the Caput ensemble she has performed throughout Europe and recorded several CDs. She performs and records regularly with many of Iceland's most beloved singers and instrumentalists, in Iceland and abroad.
    Helga Bryndís studied the piano at the Reykja­vík College of Music before further pursuing her studies in Vienna with Prof. Leonid Brumberg, and in Helsinki with Prof. Liisa Pohjola and Tuija Hakkila. She holds a position as an accompanist at the Iceland Academy of the Arts and at the music schools of Kópavogur and Reykjanesbær.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release