Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 8. ágúst 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sebastiano og Marco
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.


Tengiliður þeirra á Íslandi er
Sigurður Bragason í síma 661 2345

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Heimsókn frá Ítalíu

Á þess­um næst­síðu­stu tón­leik­um sum­ars­ins í LSÓ verður Bösendorfer flygill safns­ins í aðal­hlut­verki. Þá leika ítölsku píanó­leik­ar­arn­ir Marco Scol­astra og Se­basti­ano Brusco fjór­hent á flygil­inn Deux Marches car­actér­ist­iques eftir Franz Schubert, Ungar­ische Tänze eftir Jo­hann­es Brahms, Hug­leið­ing­ar eftir Gius­eppe Mart­ucci um „Un ballo in masch­era“ eftir Verdi, Blað­síður úr stríð­inu eftir Alf­redo Cas­ella og Ítalska kapr­ísu ópus 45 eftir Pjotr Tjai­kovski.
    Marco og Sebasti­ano eru báð­ir afar virtir og eftir­sótt­ir píanó­leik­ar­ar í heima­landi sínu og hafa unn­ið til þekktra verð­launa og viður­kenn­inga á al­þjóð­leg­um vett­vangi. Er það því mikill feng­ur að fá að heyra leik þeirra hér á landi.

Marco Scolastra píanó­leik­ari fædd­ist í Fol­igno á Ítalíu. Hann nam við Tón­listar­há­skól­ann F. Morlacchi í Perugia undir hand­leiðslu Franco Fabiani og út­skrif­að­ist það­an með hæstu eink­unn. Hann stund­aði síð­an nám hjá Aldo Ciccolini og Ennio Pastor­ino og sótti tíma hjá Lya De Bar­beriis, Paul Badura-Skoda, Dario De Rosa. Einn­ig nam hann hjá Joa­quín Achú­carro og Katia La­bèque við aka­demí­una í Chigiana. Hann hef­ur leik­ið ein­leik með kammer­sveit­um og sin­fóníu­hljóm­sveit­um víða um Ítalíu og öll­um helstu borg­um Evr­ópu, í Japan, Mexíkó og Banda­ríkj­un­um. Af tón­leika­stöð­um má nefna Teatro La Fenice, Tjai­kovskí tón­lista­rhá­skól­ann í Moskvu, Ton­halle og Út­varps­húsið í Zürich, Konsert­húsið í Bern og Chopin stofn­un­ina í Varsjá.
    Marco Scolastra hefur leik­ið með þekkt­um stjórn­end­um svo sem Romano Gandolfi, Howard Griffiths, Richard Hickox, Claudio Scimone og Lior Shamba­dal. Hann hef­ur kom­ið fram í út­varpi og sjón­varpi víða um Ev­rópu og hef­ur hljóð­rit­að geisla­diska fyrir Phoenix Classics, Stradi­varius og Rai Inter­nation­al.

Ítalski píanó­leik­ar­inn Se­basti­ano Brusco stund­aði píanó­nám hjá Val­ent­ino Di Bella við Tón­listar­há­skól­ann F. Morlacchi í Perugia og síðar í Accad­emia Musi­cale Umbra Endas hjá Ennio Pastor­ino og Aldo Ciccolini. Báðum þess­um skól­um lauk hann með besta vitnis­burði. Einn­ig hef­ur hann sótt tíma til píanó­leik­ara eins og Joaquín Achúcarro og Katia Labèque.
    Hann hefur kom­ið fram í helstu borg­um Evrópu og víða í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur starf­að með þekkt­um hljóð­færa­leik­ur­um á borð við Vadim Brodsky fiðlul­eik­ara, leik­ið með hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um eins og Bern­ini kvart­ett­in­um, I Solisti Veneti í Feneyjum og Sin­fón­íu­hljóm­sveitinni í Mílanó, með stjórn­end­um eins og Riccardo Chailly, Romano Gandolfi og Claudio Scimone. Hann leik­ur eink­um 20. ald­ar tón­list og hef­ur frum­flutt verk eft­ir tón­skáld­in Tosatti, M. Gould, Milhaud, Boriolo, Taglietti og fleiri.
    Se­basti­ano hef­ur hlot­ið fjölda­mörg verð­laun fyrir tón­listar­flutn­ing heima á Ítalíu og í al­þjóð­leg­um tón­listar­keppn­um, með­al annars Carlo Soliva verðl­aun­in árið 1998.

Sebastiano Brusco og Marco Scolastra hafa leik­ið reglu­lega sam­an sem píanó­dúó frá ár­inu 1993 og hafa kom­ið víða fram og gef­ið út geisla­disk­inn Colours and Virtuo­sity of the 20th Cent­ury in Italy sem Phoenix Classics gaf út.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 8th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Sebastiano and Marco
A PDF version of the program


Their contact in Iceland is
Sigurður Bragason tel. 661 2345

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Piano four hands in Sigurjón Ólafsson Museum

The Italian pianist Marco Scolastra and Sebastiano Brusco play Deux Marches car­actér­ist­iqu­es by Franz Schubert, Ungar­ische Tänze by Jo­hann­es Brahms, Pen­sieri sull’op­era Un ballo in masc­hera di Giu­seppe Verdi by Giu­seppe Martucci, War Pages by Alf­redo Cas­ella and Capric­cio Itali­ano op. 45 by Pyotr Tchai­kovsky.
Marco Scolastra was born in Foligno, Italy. He studied at Conservatory F. Morlacchi in Perugia under the guidance of Franco Fabiani and graduated with highest grade. He also studied with Aldo Ciccolini and Ennio Pastorino and attended postgraduate courses with Lya De Barberis, Paul Badura-Skoda, Dario De Rosa and studied at the Accademia Chigiana in Siena with Joaquín Achúcarro and Katia Labèque. He has performed numerous concerts with chamber ensembles and symphony orchestras across Italy, as well as in major cities in Europe, Japan, Mexico and the United States. Examples include; La Fenice Theater in Venice, Tchaikovsky Conservatory in Moscow, Tonhalle and ZKO-Haus in Zurich, Konzerthaus in Bern and Chopin Institute in Warsaw.
    Marco Scolastra has performed under the baton of renowned conductors such as Romano Gandolfi, Howard Griffiths, Richard Hickox, Claudio Scimone and Lior Shambadal. He has performed on radio and television In Italy and Belgium and he has recorded CDs for the Phoenix Classics, Stradivarius and Rai International.

The Italian pianist Sebastiano Brusco graduated cum laude, from the Conservatory F. Morlacchi in Perugia, under the guidance of Valentino Di Bella. He furthered his studies with Ennio Pastorino and Aldo Ciccolini at the Accademia Musicale Umbra Endas, from which he received a diploma of excellence. He has also attended various courses with, amongst others, Joaquín Achúcarro and Katia Labèque.
    As a soloist he has played with various Italian and foreign orchestras, such as the Transylvania State Symphonic Orchestra, I Solisti Veneti,and the Milan Symphony Orchestra, conducted by famous names, such as Riccardo Chailly, Romano Gandolfi and Claudio Scimone. Sebastiano dedicates particular attention to music of the twentieth century, carrying out premieres of compositions by Tosatti, M. Gould, Milhaud, Boriolo and Taglietti. He collaborates actively with the Russian violinist Vadim Brodsky and The Bernini Quartet of Roma in various chamber ensembles. Sebastiano Brusco has received many awards in Italian and international competitions.

Sebastiano Brusco and Marco Scolastra have performed as piano duo since 1993, and have recorded the CD Colours and Virtuosity of the 20th Century in Italy for the Phoenix Classics.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release