Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 13. ágúst 2019 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Ögmundur og Hlín
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hlín Pétursdóttir í síma 697 4560

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Með sól í hjarta
Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítar­leikari leika á næstu sumar­tónleik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, þriðju­dags­kvöldið 13. ágúst. Efnis­skrá þeirra er fjölbreytt, íslensk tónlist og verk frá Bret­landi, Spáni og Brasilíu.
    Flutt verða sönglög eftir John Dowland, þjóðlagaútsetningar eftir John Speight, Benjamin Britten, Federico Garcia-Lorca og Manuel de Falla, auk nýrri verka eftir Ólöfu Arnalds, Þuríði Jónsdóttur, Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Þorleifsson og Þorstein Gunnar Friðriksson.
    Þjóðlagaútsetningarnar eru frá mismunandi tímum, bera listfengi tónskáldanna vitni og endurspegla hugarheim heimalanda þeirra, jafnt hið tignarlega sem hið smáa, gleði, glettni og angurværð. Nokkur íslensku verkanna verða flutt í nýjum útsetningum Ögmundar fyrir gítar og söngrödd.
    Glettni og angurværð skiptast á í útsetningum Benjamins Britten af söngvum heimalands hans og þjóðlög í útsetningu Frederico Garcia-Lorca og Manuel de Falla birta heillandi hugarheim og tónmál Spánar. Af íslenskri tónlist má nefna tvo söngva eftir Ólöfu Arnalds og „Landið mitt“ eftir Jóhann G. Jóhannsson, en það lag bar sigur úr býtum í keppni um lag í tilefni fullveldishátíðar árið 2018. Þjóðlagaútsetningar John Speigt voru gefnar út árið 2004 í tilefni 40 ára afmælis Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran stundaði söngnám í Tónlistar­skólanum í Reykja­fram­halds­nám við óperu­deild tón­listar­háskól­ans í Hamborg. Að loknu námi starfaði hún um áratugs skeið sem söng­kona í Þýska­landi, Sviss, Austur­ríki og Frakk­landi og var meðal annars fast­ráðin við Pfalz­theater Kaisers­lautern 1995−97 og við Staats­theater am Gärtner­platz í München 1997−2004. Meðal óperu­hlut­verka hennar eru Zerlina, Despina, Blonde, Erste Dame, Papagena, Olympia, Frasquita, Sophie og Fiakermilli, auk fjölda óper­ettu­hlut­verka. Hér heima hefur Hlín sungið hlutverk Musettu í La bohème eftir Puccini, Clorindu í ösku­busku eftir Rossini og Ännchen í Galdra­skytt­unni eftir Weber.
    Hlín kemur reglu­lega fram á kirkju­tón­leik­um, og hefur sung­ið öll helstu verk kirkju­bók­menn­tanna. Hún heldur ljóða­tón­leika, bæði hér heima og er­lend­is og syng­ur einn­ig kammer­músík og nú­tíma­tón­list. Hún hefur kennt við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og Lista­háskóla Ís­lands en starf­ar nú á Austur­landi og kenn­ir við Tón­listar­skól­ana á Egils­stöð­um og í Fella­bæ.

Ögmundur Þór Jóhannesson lauk meistaragráðu 2008 með hæstu einkunn frá Un­iversi­tät Mozart­eum í Salz­burg og ann­arri meistara­gráðu frá Maastricht Con­serva­tor­ium í Hol­landi árið 2012. Hon­um hafa hlotn­ast viður­kenn­ing­ar og verð­laun, svo sem í hinni al­þjóðlegu Agustín Barrios keppni í Suður-Frakk­landi og árið 2011 hlaut hann verð­laun í al­þjóð­legu gítar­keppn­un­um í Bangkok og í Tokyo. Árið 2005 var hann val­inn styrk­þegi Jean-Pierre Jaqu­illat minn­ingar­sjóðs­ins.
    Ögmundur hefur komið fram á flest­um tón­leika­röð­um og há­tíð­um á Ís­landi, svo sem í Saln­um í Kópa­vogi, á Myrk­um Músík­dög­um og Nor­ræn­um músík­dög­um 2011. Er­lend­is hefur hann leik­ið ein­leik, með­al ann­ars í Brasilíu, Chile, Ísrael, Kína, Taiwan, Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Rúss­landi, Frakk­landi, Austur­ríki og Þýska­landi. Hann hefur haldið náms­skeið á Ís­landi, Banda­ríkj­un­um, Kína og Chile. Ögmund­ur er einn list­rænna stjórn­enda Mid­night Sun Guitar Festi­val Reykja­vík, og Myanmar Inter­nati­onal Guitar Festival. Hann er einn af stofn­end­um Global Guitar Institute í Hong Kong.Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 13th, 2019 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Ögmundur and Hlín
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Hlín Pétursdóttir tel (354) 697 4560

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Sunshine on a Summer's Night

An evening with music from Iceland, Spain, Brazil and the British Isles, with soprano Hlín Pétursdóttir Behrens and guitarist Ögmundur Þór Jóhannesson. A mixture of lyric melancholy and boisterous bravado in a concert which features Spanish folk song arrangements by Federico Garcia Lorca and Manuel de Falla as well as Icelandic songs of old, combined with more recent, compositions, featuring artist like Ólöf Arnalds and Jóhann G. Jóhannsson. He is known for his work at the National Theatre and his award winning song written for the celebration of Iceland's autonomy in 2018. Benjamin Britten developed a unique way of storytelling with his folk song arrangements and Heitor Villa-Lobos is another highlight from the south in this colourful program.
The soprano Hlín Pétursdóttir Behrens studied singing at the Reykja­vík College of Music and the Hoch­schule für Musik und Theater in Hamburg. In the years 1992−2004 she per­formed in various opera houses in Germany, Austria, Switzer­land and France and was under contract in Pfalz­theater Kaisers­lautern 1995−97 and Staaths­theater am Gärtner­platz 1997−2004. Her roles include Zerlina, Despina, Blonde, First Lady, Papagena, Olympia, Frasquita, Sophie and Fiakermilli, as well as numer­ous operetta roles. In Ice­land she has sung the roles of Musetta in La Bohème, Clorinda in La Cenerentola and Ännchen in Frei­schütz. In concert she has sung all major works of the church music reper­toire and in chamber music projects she con­cen­trates on twentieth century music and con­tempor­ary works.
    Hlín lives in Ice­land and con­tin­ues giving concerts in Ice­land and abroad, con­certs and Lied recitals. She has taught at the Reykjavík Col­lege of Music and the Iceland Academy of the Arts but now resides in East-Iceland, teach­ing in Egils­staðir and Fella­bær.

Ögmundur Þór Jóhannesson graduated with a Master's Degree from the Mozart­eum Univer­sity in Salz­burg in 2008 and a second Master's Degree from the Con­serva­torium Maastricht in 2012. He is a prize-winner of several inter­nati­onal guitar com­peti­tions, such as the Agustín Barrios Inter­nat­ional guitar com­peti­tion in France, 2003. Ögmund­ur has per­form­ed at concert series in Europe, North and South America and the Middle East. Since 2013, he has been active in Asia and is in­vited regularly as a guest per­form­er to guitar festivals in Myanmar, Thailand, Malaysia, Indo­nesia, Vietnam, Hong Kong and Mainland China.
    Ögmundur's teaching includes master-classes at the Ice­land Academy of the Arts, Was­hington Uni­versity and Man­hattan School of Music in USA and con­serva­tories in Chile, Bangkok, Guangzhou and Tianjin. He is one of the artistic directors of the Mid­night Sun Guitar Festival in Reykja­vík and the Myan­mar Guitar festival as well as one of the co-founders of the Global Guitar Insti­tute and GFABRSM in Hong Kong.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release