Þriðjudaginn 4. júlí kl. 20:30 | 
  
      
        
        Dísella og Bjarni Frímann | 
  
     Dísella Lárusdóttir sópran og 
     Bjarni Frímann Bjarnason píanó. 
     Franskir og þýskir ljóðaflokkar. Ariettes
     Oubliées eftir Claude Debussy, Vier letzte Lieder
     eftir Richard Strauss og tvö lög úr
     ljóðaflokknum Chanson Grises eftir Reynaldo Hahn. 
      | 
  
     Þriðjudaginn 11. júlí kl. 20:30 | 
  
     
       
     Marina og Julia | 
  
    Vorahnung / Fyrirboði 
     Marina Margaritta Colda sópran og  Julia Tinhof píanó. 
    Tónleikar tileinkaðir austurríkismanninum
    Victor Urbancic sem kom hingað til lands árið 1938 ásamt
    Melittu eiginkonu sinni, vegna uppgangs nazista þar í landi.
    Hann var hámenntaður tónlistarmaður,
    afburða píanisti, orgelleikari og
    tónskáld. Flutt verða tólf einsöngslög
    frá unglingsárum hans − eitt þeirra við ljóð
    Melittu − og ljóðaflokkur, sem hann samdi stuttu áður
    en hann yfirgaf heimaland sitt. Einnig verða flutt tvö
    einleiksverk fyrir píanó.  Fæst verkanna hafa heyrst
    á Íslandi áður. 
 | 
 
  
      Þriðjudaginn 18. júlí kl. 20:30 | 
   
     
       
     Rebekka, Íris Björk og Ólína | 
  
    Sumarnætur  
    Tríó Frigg. 
    Íris Björk Gunnarsdóttir sópran,
    Rebekka Ingibjartsdóttir sópran og fiðla, og
    Ólína Ákadóttir píanó. 
    Vorleg, rómantísk og lífleg efnisskrá og hafa
    konur samið öll verkin. Þær eru Jórunn
    Viðar, Agathe Backer Grøndahl, Clara Schumann, Fanny
    Mendelssohn Hensel,  Lili Boulanger, Amy Beach og Kaja Saariaho.
    Textarnir fjalla um fögur sumarkvöld, rómantík
    í skóginum og litadýrð himinsins. 
 | 
 
  
      Þriðjudaginn 25. júlí kl. 20:30 | 
   
     
       
     Eva Þyri og Ragnheiður | 
  
    Tuttugu sönglög frá tuttugustu öld 
    Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og
    Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó. 
    Á efnisskrá er meðal annars
    Waldsonne eftir Arnold Schönberg, Sieben frühe
    Lieder eftir Alban Berg, Elle était descendue au bas de la
    prairie eftir Lili Boulanger, Drei Lieder der Ophelia
    og Amor eftir Richard Strauss, I hate Music eftir Leonard
    Bernstein, Skogen sover eftir Hugo Alfvén og Þótt
    form þín hjúpi graflín eftir Jóhann
    G. Jóhannsson. 
 | 
  
      Þriðjudaginn 1. ágúst kl. 20:30 | 
   
      
        
      Mathias Halvorsen | 
  
      Einleikstónleikar 
      Mathias Halvorsen píanóleikari flytur 
     Píanósónötu 1.X. 1905 eftir
       Leoš Janáček,
      Sónötu númer 2 eftir Grażyna Bacewicz og Phrygian
      Gates eftir bandaríska tónskáldið John Adams. 
    
    | 
 
  
     Þriðjudaginn 8. ágúst kl. 20:30 | 
  
      
       
     Katrin, Tobias, Vigdís og Össur Ingi | 
  
    Verk úr ýmsum áttum 
    Katrin Heymann þverflauta, Tobias Helmer píanó,
    Vigdís Másdóttir víóla og
    Össur Ingi Jónsson óbó. 
   Frumflutningur tveggja verka eftir Tobias Helmer; Bird fyrir fiðlu og píanó
   og Joyland fyrir þverflautu, óbó, víólu og
   píanó. Einnig Terzetto fyrir þverflautu, óbó og
   víólu eftir Gustav Holst,  Sea-Weed Song fyrir enskt horn og píanó
   eftir Ruth Gipps, Duo fyrir þverflautu og víólu eftir rússann
   Edison Vasilievich Denisov, þrjár Inventionen fyrir
   þverflautu og
   óbó eftir kóreanska tónskáldið Isang Yun og
   Sónata eftir Joseph Haydn í útsetningu Pierre Pierlot
   fyrir óbó og þverflautu. 
 | 
 
  
     Þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:30 | 
  
      
       
    Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður | 
  
    Flautukvartettar Mozarts 
    Freyr Sigurjónsson flauta, 
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, 
    Martin Frewer víóla og
    Þórdís Gerður Jónsdóttir selló. 
    Fluttir verða allir fjórir flautukvartettar
    Mozarts, en þrjá þeirra samdi hann í Mannheim
    veturinn 1777−78, og hinn fjórða áratug
    síðar. Mannheim verkin samdi hann eftir pöntun
    fyrir áhugamannakvartett og eru þeir ekki eins
    margslungnir og mörg önnur verk hans, en engu að
    síður yndisleg, hljómmikil, glettin
    og krefjandi fyrir öll hljóðfærin. 
     | 
 
      Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ 
      Heimasíða LSÓ | 
 | 
         |