SUMARTÓNLEIKAR
2023

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 4. júlí
kl. 20:30

Dísella og Bjarni Frímann
Dísella Lárusdóttir sópran og Bjarni Frímann Bjarnason píanó.
Franskir og þýskir ljóða­flokkar. Ari­ettes Oublié­es eftir Claude Deb­ussy, Vier letzte Lied­er eftir Rich­ard Strauss og tvö lög úr ljóða­­flokkn­um Chanson Grises eftir Reyn­aldo Hahn.
Þriðjudaginn 11. júlí
kl. 20:30

Marina og Julia
Vor­ahnung / Fyrir­boði
Marina Margaritta Colda sópran og Julia Tinhof píanó.
Tón­leik­ar til­eink­að­ir austur­ríkis­mann­inum Victor Urban­cic sem kom hing­að til lands árið 1938 ásamt Mel­ittu eigin­konu sinni, vegna upp­gangs naz­ista þar í landi. Hann var há­mennt­að­ur tón­listar­­mað­ur, af­burða pí­an­isti, orgel­­leik­ari og tón­skáld. Flutt verða tólf ein­söngs­lög frá ung­lings­ár­um hans − eitt þeirra við ljóð Mel­ittu − og ljóða­flokk­ur, sem hann samdi stuttu áður en hann yfir­gaf heima­land sitt. Einn­ig verða flutt tvö ein­leiks­verk fyrir píanó. Fæst verk­anna hafa heyrst á Íslandi áður.
Þriðjudaginn 18. júlí
kl. 20:30

Rebekka, Íris Björk og Ólína
Sumarnætur
Tríó Frigg. Íris Björk Gunnars­dóttir sópr­an, Reb­ekka Ingi­bjarts­dótt­ir sópran og fiðla, og Ólína Áka­­dóttir píanó.
Vorleg, róman­tísk og líf­leg efnis­skrá og hafa kon­ur sam­ið öll verk­in. Þær eru Jór­unn Við­ar, Agathe Backer Grøn­dahl, Clara Schu­mann, Fanny Mendels­sohn Hensel, Lili Boul­anger, Amy Beach og Kaja Saari­aho. Text­arn­ir fjalla um fögur sumar­kvöld, róman­tík í skóg­in­um og lita­dýrð himins­ins.
Þriðjudaginn 25. júlí
kl. 20:30

Eva Þyri og Ragnheiður
Tuttugu sönglög frá tuttugustu öld
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmars­dóttir píanó.
Á efnis­skrá er meðal ann­ars Wald­sonne eft­ir Arn­old Schön­berg, Sieb­en frühe Lied­er eftir Alban Berg, Elle était de­scend­ue au bas de la pra­irie eftir Lili Boul­ang­er, Drei Lied­er der Ophel­ia og Amor eftir Rich­ard Strauss, I hate Mus­ic eftir Leon­ard Bern­stein, Skog­en sover eftir Hugo Alfvén og Þótt form þín hjúpi graf­lín eftir Jó­hann G. Jó­hanns­­son.
Þriðjudaginn 1. ágúst
kl. 20:30

Mathias Halvorsen
Einleikstónleikar
Mathias Halvorsen píanó­leikari flyt­ur Píanó­sónötu 1.X. 1905 eftir Leoš Janá­ček, Són­ötu núm­er 2 eftir Graż­yna Bace­wicz og Phryg­ian Gat­es eftir banda­ríska tón­skáld­ið John Adams.

Þriðjudaginn 8. ágúst
kl. 20:30

Katrin, Tobias, Vigdís og Össur Ingi
Verk úr ýmsum átt­um
Katrin Heymann þverflauta, Tobias Helmer píanó, Vigdís Más­dótt­ir víóla og Össur Ingi Jóns­son óbó.
Frum­flutningur tveggja verka eftir Tobias Helmer; Bird fyrir fiðlu og píanó og Joy­land fyrir þver­flautu, óbó, víólu og píanó. Einnig Ter­zetto fyrir þver­flautu, óbó og víólu eftir Gustav Holst, Sea-Weed Song fyrir enskt horn og píanó eftir Ruth Gipps, Duo fyrir þver­­flautu og víólu eftir rússann Edison Vasilievich Den­isov, þrjár Invent­ion­en fyrir þver­flautu og óbó eftir kóre­anska tón­skáld­ið Isang Yun og Són­ata eftir Joseph Haydn í út­setn­ingu Pierre Pierlot fyrir óbó og þverflautu.
Þriðjudaginn 15. ágúst
kl. 20:30

Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður
Flautukvartettar Mozarts
Freyr Sigurjónsson flauta, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir selló.
Flutt­ir verða all­ir fjór­ir flautu­kvart­ett­ar Moz­arts, en þrjá þeirra samdi hann í Mann­heim vet­ur­inn 1777−78, og hinn fjórða ára­tug síð­ar. Mann­heim verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þeir ekki eins marg­slungn­ir og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil, glett­in og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin.
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíða LSÓ
Listi yfir aðra tónleika og viðburði safnsins