Vordagskrá 2023
 


Í haust tók Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar upp þá ný­breytni að standa fyrir reglu­leg­um menningar­við­burð­um − tón­leik­um, flutn­ingi hljóð­rita og kynn­ing­um á sögu­legu efni − í sal safns­ins á Laugar­nesi. Fest voru kaup á vönd­uð­um hljóm­flutnings­tækj­um og mynd­varpa í þeim til­gangi.
    Við­burð­irn­ir verða í anda sumar­tónleik­anna, á þriðju­dags­kvöld­um, um klukku­stund­ar langir, en hefj­ast klukk­an 20:00, og boð­ið er upp á kaffi í kaffi­stofu safns­ins á eftir þar sem rabba má við flytj­end­ur.
    Á liðnu hausti voru átta slíkir við­burð­ir á tíma­bil­inu frá 18. októ­ber til 22. nóv­ember.
Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:00 „Hrosshár á strengi og holað innan tré“
Brot úr sögu klassísks fiðlu­leiks á Íslandi


Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Povl Christian Balslev píanóleikari

Meðal annars verður fjallað um Þórarin Guðmunds­son (1896−1979) sem fyrstur Íslendinga hélt utan til að læra klass­ískan fiðlu­leik og að hafa fiðlu­leik og kennslu að aðal­starfi. Leikin verða lög frá hans tíð og eftir hann, sum hver á fiðlu sem hann lék á.
Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20:00

Klassík við Sundin
Fjárhirðar á flakki

Katrin Heymann flautuleikari og Össur Ingi Jónsson óbó­leikari.
Boð­ið er upp á ferða­lag um vítt svið tón­amála heims­ins.

Flutt verður verkið Fjár­hirð­ar Prov­ence eftir E. Bozza, ásamt dú­ett­um Ginastera, Mozarts, Yun og ein­leiks­flautu­són­ötu eftir C.P.E. Bach.
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00
J.S. Bach
Einleikstónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari

J.S. Bach
1685−1750
Sónata I í g moll, BWV 1001
adagio • fuga, • allegro • siciliana • presto
  Partíta I í h moll, BWV 1002
allemanda • double • corrente • double presto • sarabande • double • tempo di borea • double
Þriðjudaginn 7. mars kl. 20:00
J.S. Bach
Einleikstónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari

J.S. Bach
1685−1750
Sónata II í a moll, BWV 1003
grave • fuga • andante • allegro
  Partíta II í d moll, BWV 1004
allemanda • corrente • sarabanda • giga • ciaccona
Þriðjudaginn 14. mars kl. 20:00

Klassík við Sundin

Ármann, Eva Þyri, Pamela og Sigurður
Morricone og Rota í nýju ljósi

Pamela De Sensi flauta, Ármann Helgason klarinett, Sigurður Halldórsson selló og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó

Bornir eru saman tveir risar ítalskrar tónlistar, Nina Rota og Ennio Morricone. Tónverk þau sem flutt verða fyrir flautu, klarinettu, selló og píanó bjóða upp á þau ýmsu litbrigði sem þeir voru þekktir fyrir. Verk þessi hafa sjaldan eða aldrei verið flutt á Íslandi. Þá verður frumflutt verkið „Melódía“ sem Steingrímur Þórhallsson samdi innblásinn af verkum Ítalanna.
Þriðjudaginn 21. mars kl. 20:00
J.S. Bach
Einleikstónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari

J.S. Bach
1685−1750
Sónata III í C dúr, BWV 1005
adagio • fuga • largo • allegro assai
  Partíta III í E dúr, BWV 1006
preludio • loure • gavotte en rondeau • minuet I • minuet II − minuet I da capo • bourée • gigue
Þriðjudaginn 28. mars kl. 20:00 Þrjár af Mannheim sónötum Mozarts

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Nína Margrét Grímsdóttir píanó
W.A. Mozart
1756−1791
Sónata nr. 18 í G dúr K 301
Allegro con Spirito• Allegro
  Sónata nr. 21 í e moll K 304
Allegro • Tempo di Menuetto
  Sónata nr. 22 í A dúr K 305
Allegro di molto • Tema con variatione: Andante grazioso − Allegro
Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 Schubert tónleikar

Kristján Jóhannesson baritón og Cole Knutson píanó
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00

Klassík við Sundin

Ástríður og Anna
Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners

Anna Jónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

Við bjóðum upp á efnisskrá með fjölbreyttri söngtónlist eftir Richard Wagner (1813-1883). Frönsk ljóð, Wesendonck lieder og aríur. Þar er boðið upp á tímaferðalag um tónsmíðar Wagners, þar sem við byrjum á að flytja hans fyrri verk og þræðum okkur um leynda stíga lita og tónmáls í réttri tímaröð og endum á hans síðustu verkum.
Þriðjudaginn 2. maí kl. 20:00
Fiðlumenning Suður-Þingeyjarsýslu á næstliðinni öld
Svava Bernharðsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir

Þriðjudaginn 9. maí kl. 20:00
Þórdís, Martin og Hlíf
Strengjatríó

Hlíf Sigurjóns­dóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þór­dís Gerð­ur Jóns­dótt­ir selló

Serenöður eftir Wolf­gang Ama­deus Moz­art og Ernst von Dohnányi og Séð af himni ofan eftir Alex­and­er Lieber­mann.
Þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00

Klassík við Sundin

Hafdís og Svanur
Tónlist fyrir flautu og gítar

Hafdís Vigfúsdóttir flauta og Svanur Vilbergsson gítar

Í þessari litríku efnis­skrá hefjast leikar á barokk­tím­an­um og teygja sig til sam­tíma­tóna Low­ell Lieber­mann, með við­komu í franskri ljóð­rænu og þýskri rómantík.