SUMARTÓNLEIKAR
2022

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 5. júlí
kl. 20:30

Jóna, María Sól, Þóra og Eggert
Var þetta draumur?
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Eggert Reg­inn Kjartans­son ten­ór, María Sól Ingólfsdóttir sópran og Þóra Krist­ín Gunnars­dótt­ir píanó.
Með ljóðaflokkum eftir Dvoř­ák, Sibelius og Beethoven er áheyrend­um boðið að sökkva sér í marg­slungn­ar til­finn­ing­ar ástar­inn­ar í með­för­um þriggja meistara­tón­skálda frá ó­lík­um menn­ingar­heim­um. Písně Mil­ostné (ástar­söngvar) ópus 83 eftir Anton­ín Dvoř­ák, Fem sanger, ópus 37 eftir Jean Sib­el­ius og An die ferne Ge­liebte, ópus 98 eftir Lud­wig van Beet­hov­en.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 12. júlí
kl. 20:30

Kristina og Ásta
Storm Duo
Ásta Soffía Þorgeir­sdótt­ir og Kristina Farstad Bjør­dal harm­oníkur.
Norsk og ís­lensk dans- og þjóð­laga­tón­list og tón­verk frá vin­sældar­skeiði har­mon­ík­unn­ar á 20. öld. Einnig verk í barr­okk stíl, þar á meðal kafl­ar úr Gold­bergs­til­brigð­un­um eftir J.S. Bach. Tón­leik­un­um lýk­ur svo með fal­leg­um ís­lensk­um tangó sem er ein­stak­lega dýr­mæt­ur hluti tón­listar­arfs Ís­lend­inga.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 19. júlí
kl. 20:30

Steiney og Vera
Sumartónar Dúó Eddu
Vera Panitch fiðla og Steiney Sigurðar­dóttir selló.
Átta dú­ett­ar fyrir fiðlu og selló ópus 39 eftir Rein­hold Gli­ère, Són­ata fyrir fiðlu og selló eftir Maur­ice Rav­el og Passa­caglia í g moll eftir Jo­han Halv­or­sen, samið við stef eftir Georg Friede­rich Händel.
EfnisskráFréttatilkynning
Laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. júlí
kl. 20:30

Erwin Schulhoff
Schulhoff hátíð
Tvennir tón­leikar til að kynnast tékk­neska tón­skál­dinu Erwin Schul­hoff og fram­úr­stefnu­legri tón­list hans. Dr. Alex­ander Lieber­mann kynnir efni doktors­ritgerðar sinnar um hann. Flytj­endur: Hlíf Sigur­jóns­dóttir fiðla, Slava Poprugin píanó, Adrien Lieber­mann saxó­fónn, Martin Frewer víóla og Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir selló.
Flutt verða Sónata fyrir fiðlu og píanó, ópus 7 WV24, Fimm myndir fyrir píanó WV 51, Sónata fyrir fiðlu og píanó WV 91 og Heit Sónata WV 95 fyrir saxó­fón og píanó eftir Erwin Schulhoff. Snót, ein­leiks­verk fyrir fiðlu og strengja­tríóið Séð af himni ofan eftir Alex­ander Lieber­mann.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 26. júlí
kl. 20:30

Bryndís, Pamela og Guð­ríð­ur
Sólríkir fuglatónar
Bryndís Guðjóns­dóttir sópr­an, Pamela De Sensi flauta og Guð­ríð­ur St. Sig­urð­ar­dótt­ir píanó.
Ástríðu­full­ir hljóm­ar ít­alskra og spánskra tón­verka and­stætt fág­aðri, róman­tískri tón­list eftir frönsk tón­skáld. Tón­skáld­in voru flest uppi á síð­ari hluta 19. ald­ar og fyrri hluta þeirr­ar tutt­ug­ustu.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 2. ágúst
kl. 20:30

Kristín, Hekla, Anna og Hjört­ur
Ferðalög um flautuheima
Kristín Ýr Jónsdóttir flauta, Hekla Finns­dóttir fiðla, Anna Elísa­bet Sig­urðar­dótt­ir víóla og Hjört­ur Páll Eggerts­son selló.
Flautu­kvart­ett númer 1 í D dúr K. 285 eftir Wolf­gang A. Mozart, Threnody 1 og 2 (til minningar um Igor Strav­insky og Bea­trice Cunn­ing­ham) eftir Aar­on Cop­land, Asso­bio a Játo (Hvin­blístran) eftir Heit­or Villa-Lobos og Strengja­kvart­ett númer 12 í F dúr ópus 96, „Amer­íski kvart­ett­inn“, eftir Anton­ín Dvoř­ák í út­setn­ingu fyrir flautu­­kvart­ett.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 9. ágúst
kl. 20:30

Diddú og Drengirnir
Salieri og samtímamenn
Diddú og DrengirnirSigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sigurður Snorra­son og Kjart­an Óskars­son klarin­ett­ur, Joseph Ognibene og Þor­kell Jóels­son horn, Brjánn Inga­son og Snorri Heimis­son fagott.
Blásara­sex­tett­ar eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri og aríur í út­setn­ing­um fyrir sópr­an og blá­sara. Einn­ig ís­lensk ein­söngs­lög, þar á meðal nokk­ur Jónasar­laga Atla Heim­is Sveins­sonar.
EfnisskráFréttatilkynning
Sunnudaginn 14. ágúst
kl. 20:30

Gréta, Diljá, Sigríður og Vig­dís
Hugur, hönd og sál
Strengjasveitin Spúttnik og Jón Mar­inó.
Sigríður Bjarney Baldvins­dóttir og Diljá Sigur­sveins­dótt­ir fiðl­ur, Vig­dís Más­dótt­ir víóla og Gréta Rún Snorra­dótt­ir selló.
Strengja­kvart­ett núm­er 2 í D dúr eftir Alexander Borod­in, Intermezzo fyrir strengjatríó eftir Zoltán Kódaly og Hærra til þín eftir Lowell Mason. Leikið er á hljóð­færi sem Jón Mar­inó Jóns­son smíð­aði og not­aði til þess við úr strandi skipsins Jamestown, frá 1881. Jón Mar­inó kynn­ir hljóð­færi sín. [Viðtal við Jón í Morgunblaðinu 21.09.2015]
EfnisskráFréttatilkynning
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíða LSÓ
Tónleikar annarra ára:
≤1988   1989   1990   1991   1992   1993   1994   1995  
1996   1997   1998   1999   2000   2001   2002   2003  
2004   2005   2006   2007   2008   2009   2010   2011  
2012   2013   2014   2015   2016   2017   2018   2019  
2020   2021   2022