SUMARTÓNLEIKAR
2022

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 5. júlí
kl. 20:30

Jóna, María Sól, Þóra og Eggert
Var þetta draumur?
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Eggert Reg­inn Kjartans­son ten­ór, María Sól Ingólfsdóttir sópran og Þóra Krist­ín Gunnars­dótt­ir píanó.
Með ljóðaflokkum eftir Dvoř­ák, Sibelius og Beethoven er áheyrend­um boðið að sökkva sér í marg­slungn­ar til­finn­ing­ar ástar­inn­ar í með­för­um þriggja meistara­tón­skálda frá ó­lík­um menn­ingar­heim­um. Písně Mil­ostné (ástar­söngvar) ópus 83 eftir Anton­ín Dvoř­ák, Fem sanger, ópus 37 eftir Jean Sib­el­ius og An die ferne Ge­liebte, ópus 98 eftir Lud­wig van Beet­hov­en.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 12. júlí
kl. 20:30

Kristina og Ásta
Storm Duo
Ásta Soffía Þorgeir­sdótt­ir og Kristina Farstad Bjør­dal harm­oníkur.
Norsk og ís­lensk dans- og þjóð­laga­tón­list og tón­verk frá vin­sældar­skeiði har­mon­ík­unn­ar á 20. öld. Einnig verk í barr­okk stíl, þar á meðal kafl­ar úr Gold­bergs­til­brigð­un­um eftir J.S. Bach. Tón­leik­un­um lýk­ur svo með fal­leg­um ís­lensk­um tangó sem er ein­stak­lega dýr­mæt­ur hluti tón­listar­arfs Ís­lend­inga.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 19. júlí
kl. 20:30

Steiney og Vera
Sumartónar Dúó Eddu
Vera Panitch fiðla og Steiney Sigurðar­dóttir selló.
Átta dú­ett­ar fyrir fiðlu og selló ópus 39 eftir Rein­hold Gli­ère, Són­ata fyrir fiðlu og selló eftir Maur­ice Rav­el og Passa­caglia í g moll eftir Jo­han Halv­or­sen, samið við stef eftir Georg Friede­rich Händel.
EfnisskráFréttatilkynning
Laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. júlí
kl. 20:30

Erwin Schulhoff
Schulhoff hátíð
Tvennir tón­leikar til að kynnast tékk­neska tón­skál­dinu Erwin Schul­hoff og fram­úr­stefnu­legri tón­list hans. Dr. Alex­ander Lieber­mann kynnir efni doktors­ritgerðar sinnar um hann. Flytj­endur: Hlíf Sigur­jóns­dóttir fiðla, Slava Poprugin píanó, Adrien Lieber­mann saxó­fónn, Martin Frewer víóla og Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir selló.
Flutt verða Sónata fyrir fiðlu og píanó, ópus 7 WV24, Fimm myndir fyrir píanó WV 51, Sónata fyrir fiðlu og píanó WV 91 og Heit Sónata WV 95 fyrir saxó­fón og píanó eftir Erwin Schulhoff. Snót, ein­leiks­verk fyrir fiðlu og strengja­tríóið Séð af himni ofan eftir Alex­ander Lieber­mann.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 26. júlí
kl. 20:30

Bryndís, Pamela og Guð­ríð­ur
Sólríkir fuglatónar
Bryndís Guðjóns­dóttir sópr­an, Pamela De Sensi flauta og Guð­ríð­ur St. Sig­urð­ar­dótt­ir píanó.
Ástríðu­full­ir hljóm­ar ít­alskra og spánskra tón­verka and­stætt fág­aðri, róman­tískri tón­list eftir frönsk tón­skáld. Tón­skáld­in voru flest uppi á síð­ari hluta 19. ald­ar og fyrri hluta þeirr­ar tutt­ug­ustu.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 2. ágúst
kl. 20:30

Kristín, Hekla, Anna og Hjört­ur
Ferðalög um flautuheima
Kristín Ýr Jónsdóttir flauta, Hekla Finns­dóttir fiðla, Anna Elísa­bet Sig­urðar­dótt­ir víóla og Hjört­ur Páll Eggerts­son selló.
Flautu­kvart­ett númer 1 í D dúr K. 285 eftir Wolf­gang A. Mozart, Threnody 1 og 2 (til minningar um Igor Strav­insky og Bea­trice Cunn­ing­ham) eftir Aar­on Cop­land, Asso­bio a Játo (Hvin­blístran) eftir Heit­or Villa-Lobos og Strengja­kvart­ett númer 12 í F dúr ópus 96, „Amer­íski kvart­ett­inn“, eftir Anton­ín Dvoř­ák í út­setn­ingu fyrir flautu­­kvart­ett.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 9. ágúst
kl. 20:30

Diddú og Drengirnir
Salieri og samtímamenn
Diddú og DrengirnirSigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sigurður Snorra­son og Kjart­an Óskars­son klarin­ett­ur, Joseph Ognibene og Þor­kell Jóels­son horn, Brjánn Inga­son og Snorri Heimis­son fagott.
Blásara­sex­tett­ar eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri og aríur í út­setn­ing­um fyrir sópr­an og blá­sara. Einn­ig ís­lensk ein­söngs­lög, þar á meðal nokk­ur Jónasar­laga Atla Heim­is Sveins­sonar.
EfnisskráFréttatilkynning
Sunnudaginn 14. ágúst
kl. 20:30

Gréta, Diljá, Sigríður og Vig­dís
Hugur, hönd og sál
Strengjasveitin Spúttnik og Jón Mar­inó.
Sigríður Bjarney Baldvins­dóttir og Diljá Sigur­sveins­dótt­ir fiðl­ur, Vig­dís Más­dótt­ir víóla og Gréta Rún Snorra­dótt­ir selló.
Strengja­kvart­ett núm­er 2 í D dúr eftir Alexander Borod­in, Intermezzo fyrir strengjatríó eftir Zoltán Kódaly og Hærra til þín eftir Lowell Mason. Leikið er á hljóð­færi sem Jón Mar­inó Jóns­son smíð­aði og not­aði til þess við úr strandi skipsins Jamestown, frá 1881. Jón Mar­inó kynn­ir hljóð­færi sín. [Viðtal við Jón í Morgunblaðinu 21.09.2015]
EfnisskráFréttatilkynning
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíða LSÓ
Tónleikar annarra ára