28. september − 1. desember 2024 Í efri sal: Laugarneshughrif Í neðri sal: Úr ýmsum áttum − verk eftir Sigurjón Ólafsson |
|
LAUGARNESHUGHRIF
Sýning á listaverkum kanadíska fjöllistamannsins Carl Philippe Gionet. Carl er mörgum Íslendingum að góðu kunnur sem píanóleikari, en færri þekkja þá hlið af honum sem hér birtist. Verk hans eru flest grafítteikningar, unnar hér á landi undir áhrifum hins hrjúfa landslags og sögu Laugarnessins. Sunnudaginn 6. október heldur hann tónleika ásamt kanadísku sópransöngkonunni Christina Raphaëlle Haldane og flytja þau tólf akadísk þjóðlög sem hann hefur útsett. | |||||
1. júní 2024 − 15. september 2024 ÞRÆÐIR OG ÞRÍVÍÐ FORM Skúlptúrar í textíl eftir Anni Bloch og í tré eftir Sigurjón Ólafsson Fréttatilkynning á íslensku Fréttatilkynning á dönsku Fréttatilkynning á ensku |
Fljótandi form |
ÞRÆÐIR OG ÞRÍVÍÐ FORM
Sýning á skúlptúrum dönsku
textíllistakonunnar
Anni Bloch og Sigurjóns
Ólafssonar, sem eiga það sameiginlegt að hafa
skapað óhefðbundin listaverk með gömlu
hefðbundnu handverki. Bæði hafa þau unnið í
náttúruefni og nýtt sér út í æsar
þá möguleika sem efnið leyfði. Flest verka Anni eru
unnin í silki með nál og þræði á sama
hátt og hefur verið gert frá örófi alda, og verk
Sigurjóns á sýningunni eru höggvin í
tré − oft bætt við þau öðrum efnum − soðin
málmverk eða mótuð í leir. | |||||
29. september 2023 − 12. maí 2024 Í efri sal: HEIMA og HEIMAN Í neðri sal: Úr ýmsum áttum − verk eftir Sigurjón Ólafsson |
Þura − Þuríður Sigurðardóttir Án titils 2023, olía á striga |
Þura Sýning á verkum Þuríðar Sigurðardóttur myndlistar- og söngkonu. Þura tengist safninu á sérstakan hátt þar sem staðsetning þess í Laugarnesi leikur lykilhlutverk. Á sýningunni býður listamaðurinn áhorfendum í ferðalag um staði og tíma sem bæði eiga sér almenna og sögulega skírskotun en jafnframt mjög persónulega ritar Markús Þór Andrésson. Úr ýmsum áttum − Framhald fyrri sýningar | |||||
3. febrúar til 24. september 2023
Í efri sal: Barnalán Í neðri sal: Úr ýmsum áttum |
Svava og Einar Of hár blóðþrýstingur LSÓ 109 |
Barnalán Andlitsmyndir Sigurjóns af fjölskyldu Einars Sigurðssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum og Svövu Ágústsdóttur, en á árunum eftir 1963 fékk Einar Sigurjón til að gera nær tvo tugi andlitsmynda, portretta, lágmynda eða heilmynd af sér og fjölskyldu sinni. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar texta í bækling sem fylgir sýningunni. Úr ýmsum áttum Lykilverk Sigurjóns frá 1938 til 1982 úr ólíkum efnum, svo sem gifsi, bronsi, marmara og tré. Heiti sýningarinnar skírskotar bæði til fjölbreytni verkanna og eignarhalds þeirra. Hluti verkanna er úr stofngjöf Birgittu Spur til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, sjálfseignarstofnunar sem fyrir áratug var afhent Listasafni Íslands, en önnur eru úr einkasafni erfingja Sigurjóns. | |||||
Utan safns 21. maí − 11. september 2022 Digte i træ Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn |
Sýning á völdum verkum Sigurjóns
Ólafssonar úr einkasafni erfingja hans á Íslandi
og í Danmörku. Þann 22. maí kl. 15 ræddi Anne Blond listfræðingur við Birgittu Spur um list Sigurjóns og á eftir svaraði hún spurningum úr sal. Viðtalið fór fram á dönsku og má nálgast hér. Listi með verkum á sýningunni |
||||||
5. febrúar til 27. nóvember 2022 Í efri sal: Veggmynd án veggjar Saltfiskstöflun Í neðri sal: Sjón er sögu ríkari framhald sýningar (breytt) |
Saltfiskstöflun, LSÓ 1034 |
Rifjuð er upp tilurð verksins Saltfiskstöflun
(LSÓ 1034)
sem Sigurjón
mótaði í leir á árunum 1934−1935 meðan hann var
við nám í Konunglega Listaháskólanum í
Kaupmannahöfn. Sigurjón ætlaði verkinu að prýða
hús Fiskifélags Íslands í Reykjavík, en það var eftir
nokkurt þóf steypt í steinsteypu og sett upp sem frítt standandi
lágmynd nálægt Sjómannaskólanum í Reykjavík. Birt eru brot úr nýjum niðurstöðum verkfræðings Verkís sem fjallar um ástand lágmyndarinnar í dag. Einnig eru sýndar ljósmyndir af verkum Sigurjóns frá sama tímabili, þegar hann vann með stórum og einföldum formum í anda Púrismans. Bæklingur um sýninguna. | |||||
19. október 2019 − 30 nóvember 2021 Sjón er sögu ríkari Sýning á verkum Sigurjóns Ólafsson tileinkuð heimsóknum skólabarna og foreldra þeirra
Listi með verkum á sýningunni |
Fótboltamenn, LSÓ 247 |
Fjölbreytt verk eftir Sigurjón,bæði
natúralísk verk og afstraksjónir, allt frá
námsárum hans við Konunglega
listaháskólann í Kaupmannahöfn og
þar til hann lést í Reykjavík. Þar á
meðal eru frumdrög að nokkrum lykilverkum
listamannsins, sem hafa verið stækkuð og sett upp í
opinberu rými, til dæmis
Fótboltamenn frá 1936, sem stendur á Faxatorgi
á Akranesi,
Gríma
frá 1947 sem var
sett upp við Borgarleikhúsið í Reykjavík og
Víkingur
frá 1951, sem Sigurjón hjó síðar í
grástein og stendur við Listasafn Íslands. Í fræðslupakka Listasafns Sigurjóns Ólafssonar fyrir grunnskólanema, sem nefnist Farvegur myndlistar til framtíðar, eru verkefni fyrir nemendur sem fjalla um mörg verk á sýningunni. Tilgangur fræðslupakkans er sá að grunnskólakennarar geti nýtt sér rafræna listaverkaskrá safnsins til kennslu og kynnt þannig listaverk Sigurjóns fyrir nemedum hvar sem er á landinu. |
|||||
Utan safns 14. september 2019 − 1. marz 2020 Sigurjón Ólafsson Mangfoldige former Sýning í listasafninu í Tønder á Jótlandi Listi með verkum á sýningunni |
Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar úr einkasafni
erfingja hans á Íslandi og í Danmörku og einnig úr
þarlendum söfnum. Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá: Sigurjón Ólafsson − Mangfoldig modernisme með ljósmyndum af öllum 44 verkunum á sýningunni og greinum eftir sýningarstjórann Önnu Blond og listfræðingana Aðalstein Ingólfsson, Jens Peter Munk, Kerry Greaves, Lise Funder og Æsu Sigurjónsdóttur. Þau fjalla um um þátttöku Sigurjóns í danskri framúrstefnulist á umbrotatímum í danskri listasögu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá ritar Pétur H. Ármannsson arkitekt um samstarf Sigurjóns við danska og íslenska arkitekta. |
||||||
20. október 2018 − 6. október 2019 30 ára afmælissýningar: Tengingar Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans Bæklingur Ísland − landslag og litir Glerjuð steinleirsverk eftir Sabine Hasler Bæklingur |
Vísifingur, LSÓ 093 |
Í aðalsal Höggmyndir eftir Erling Jónsson, Gerði Helgadóttur, Gest Þorgrímsson, Guðmund Benediktsson, Guðmund Elíasson, Hallstein Sigurðsson, Helga Gíslason, Jón Benediktsson, Kristínu Jónsdóttir frá Munkaþverá, Svövu Björnsdóttur, Sverri Haraldsson, Tove Ólafsson, Örn Þorsteinsson og Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Öll tengdust þau Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti og fer vel á því að verk þeirra eigi samtal við nokkur verk eftir Sigurjón í fyrrum vinnustofu hans, þegar 30 ár eru liðin frá því að vinnustofunni var breytt í sýningarsal. Sýningarstjóri er
Birgitta Spur
| |||||
|
Í efri sal Keramík úr steinleir eftir svissnesku listakonuna Sabine Hasler, en hún hefur tengst safninu vináttuböndum frá upphafi. Hún hannaði og gerði bollastell úr ljósum steinleir fyrir kaffistofuna, prýtt merki safnsins. Á sýningunni birtast í glerjung og keramíki hughrif hennar af íslenskri náttúru frá fjölmörgum ferðalögum hennar um landið. Málverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur lýsir upp stigaganginn og tengir saman sýningarnar. Sýningarstjóri er
Birgitta Spur
|
||||||
28. apríl − 7. október 2018 Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson |
− framhald fyrri sýningar |
||||||
13. − 22. apríl 2018 Við mið // at present Samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Ný verk meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og skúlptúrar Sigurjóns Ólafssonar mætast í margradda samtali undir sýningarstjórn meistaranema í listfræði við Háskóla Íslands. |
Sýningarskrá (flettiforrit) |
Á sýningunni Við mið stendur ekkert í stað.
Hér er samvinnan og samtalið í forgrunni, en
það teygir anga sína bæði aftur í tímann og
fram á við. Skúlptúrverk Sigurjóns
Ólafssonar, safnið sem ekkja hans Birgitta Spur kom
á fót eftir að hann lést, ásamt sögu
staðarins sem byggingin stendur á, eru
uppspretta nýrrar sköpunar. Hér mæta
tíu myndlistarnemar verkum Sigurjóns. Við
mið er afurð þessa fundar sem bergmálar
út yfir mörk módernismans og inn í
núið.
Listamenn: Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir, Katrina Jane Perry, Kimi Tayler, Kirill Lorech, Margrét Helga Sesseljudóttir, Marie Lebrun, María Hrönn Gunnarsdóttir, Pier-Yves Larouche, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sihan Yang og Sigurjón Ólafsson. Sýningarstjórar: Ásgerður Júníusdóttir, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Sunna Ástþórsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Verkefnisstjórar: Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskóla Íslands og Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. |
|||||
21. október 2017 − 8. apríl 2018 Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Listi með verkum á sýningunni Textahefti eftir Birgittu Spur |
Asger, Sigurjón og Dagur Sigurjónsson |
Sigurjón Ólafsson og Asger Jorn voru báðir
áhrifavaldar í framúrstefnulistinni
í Danmörku á fjórða og fimmta áratug
liðinnar aldar og áttu í nánum tengslum
þar til Sigurjón hvarf til Íslands að stríði
loknu. Báðir tóku þeir þátt í
tímamótasýningunum Linien 1937,
Skandinaverne 1939 og Teltudstillingen 1941.
Sumarið 1967 kom Asger til Íslands, hann var þá að undirbúa hið mikla bókverk um fornnorræna myndlist. Hann hafði meðferðis nokkur grafísk verk sem hann, að tillögu Sigurjóns, gaf Félagi íslenskra myndlistarmanna til að afla tekna fyrir fyrirhugaðan sýningarsal. Listasafn Íslands keypti verkin. Síðar var Listasafninu gefið málverkið Tron II sem Asger hafði gefið Sigurjóni á Danmerkurárum hans. Með því að stilla saman þeim listaverkum eftir Asger Jorn sem eru í eigu Listasafns Íslands og völdum verkum Sigurjóns frá svipuðum tíma, verður efnt til samtals sem ætlað er að varpa ljósi á ókönnuð tengsl milli þessara áhrifamiklu listamanna. Sýningarstjóri er
Birgitta Spur
|
|||||
3. september 2016 − 15. október 2017 Samskeytingar Uppbygging verka Sigurjóns Ólafssonar Listi með verkum á sýningunni Textahefti Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar aðfaraorð að sýningunni. |
Konan í húsinu LSÓ 1327 |
Sigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla
skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré
og jafnvel málm var hann ötull við að móta í
leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Einnig
má segja að stóran hluta verka hans frá sjöunda
og áttunda áratug liðinnar aldar megi flokka undir
það sem kallað hefur verið samskeytingar
assemblage. Þá er viðarbútum,
tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan
á tiltekinn kjarna svo úr verður heilstætt listaverk.
Á þessari sýningu gefur að líta úrval verka af þessum toga, sem ekkja listamannsins, og sýningarstjóri Birgitta Spur hefur valið.
|
|||||
1. − 11. desember 2016 HVOLFSPEGILL / UPSIDEDOME Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og nema í Listaháskóla Íslands (LHÍ) og Háskóla Íslands (HÍ) Rafræn sýningarskrá |
Ellefu meistaranemar við myndlistardeild LHÍ sýna verk sín,
undir sýningarstjórn meistaranema í HÍ í
listfræði, í því rými sem Sigurjón
Ólafsson vann sín verk − og þar sem sýning á
verkum hans, Samskeytingar, stendur nú yfir. Listaverk
Sigurjóns, vinnuferill og aðferðir, ásamt
sjálfri safnbyggingunni, sögu hennar og umhverfi
safnsins móta aðkomu nemenda að listaverkum
sínum. Bryndís Snæbjörnsdóttir prófessor við Myndlistardeild LHÍ og Hlynur Helgasonar lektor í Listfræðideild HÍ hafa yfirumsjón með sýningunni. Sjá nánar í frétt Listaháskólans |
||||||
17. október 2015 − 28. ágúst 2016 Gyðjur konumyndir Sigurjóns Ólafssonar Listi með verkum á sýningunni Textahefti Birgitta Spur ritar texta um sérhvert verk á sýningunni. |
Kona úr baði, 1948 LSÓ 013 |
Portrett af konum eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum
verkum hans, höggvin í stein eða tré, þar sem hinni
kvenlegu ímynd - das ewig weibliche - er lýst og hún tekur
á sig mynd gyðjunnar. Sýningin er í tilefni þess
að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu
kosningarrétt á Íslandi. Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sigurjóns eru síður þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni á1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hin eftirsóttu dönsku Eckersberg verðlaun árið 1939. Ríkislistasöfn þriggja Norðurlanda eiga eintök af þeirri mynd. Sýningarstjóri: Birgitta Spur |
|||||
23. apríl − 20. september 2015 Samspil Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar Höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson og húsgögn eftir danska hönnuðinn og arkitektinn Finn Juhl Onecollection og EPAL styrkja sýninguna. Sýningarskrá |
Kona, 1942 LSÓ 1066 |
Varpað verður nýju ljósi á
tengsl danska arkitektsins Finn Juhl (1912-1989) og
Sigurjóns Ólafssonar á árunum 1940 til 1945.
Þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á
sínu sviði, og fóru ótroðnar
slóðir í tilraunum sínum með form og
efni. Á sýningunni verða meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín. Á síðari árum hafa verk Finns Juhl notið mikilla vinsælda um víða veröld. Danska fyrirtækið Onecollection hefur einkaleyfi á að framleiða húsgögn hönnuð af Finn Juhl. Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.
|
|||||
31. janúar − 22. mars 2015 Í efri sal: Listamaður á söguslóðum Teikningar frá ferðum danska málarans Johannes Larsen um Ísland 1927 og 1930. Viðburðir tengdir sýningunni eru á Safnanótt, föstud. 06.02 kl. 20:00 og 21:30 og sunnudagana 06.02, 15.02, 22.02, 01.03, 15.03 og 22.03 kl. 15:00 í neðri sal safnsins: Valin verk Sigurjóns |
Blótsteinn á Þórsnesi. Johannes Larsen 1927 |
Árið 1926 stóðu rithöfundarnir
Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen fyrir því
að gefa út danska þýðingu
Íslendingasagna í tilefni þess að
árið 1930 voru eitt þúsund ár
liðin frá stofnun Alþingis á
Þingvöllum. Danski listmálarinn Johannes Larsen (1867-1961) var fenginn til að koma til Íslands og festa á teikniblokk sína helstu sögustaði landsins. Teikningunum var ætlað að gefa dönskum lesendum innsýn í atburðasvið sagnanna en ekki vera myndræn lýsing á atburðum eða sagnapersónum. Johannes Larsen kom tvisvar til Íslands í þessum tilgangi, sumrin 1927 og 1930, og ferðaðist um á hesti, oft við mjög erfið skilyrði, og var aðalfylgdarmaður hans Ólafur Túbals, bóndi og listmálari frá Múlakoti í Fljótshlíð. Á þessum ferðum sínum teiknaði Johannes Larsen um þrjú hundruð tússteikninga, og birtust 188 þeirra í bókunum. Teikningarnar á þessari sýningu eru í eigu afkomenda listamannsins í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Það er alfarið elju og dugnaði sýningarstjórans og Íslandsvinarins Vibeke Nørgaard Nielsen að þakka að þessar teikningar koma nú fyrir almenningssjónir, hér, og á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn á liðnu vori. Stærstan hluta listaverka Johannesar Larsen; málverk, teikningar, dúk- og tréristur, er að finna á safni hans Johannes Larsen Museet í Kerteminde á Fjóni. Styrktaraðilar sýningarinnar eru: •Johannes Larsen Museet •Velux Fonden •Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde •Familien Hede Nielsens Fond •TVG-Zimsen og •Danska sendiráðið á Íslandi. |
|||||
24. maí − 26. okt. / 30. nóv 2014 Spor í sandi Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns og Listasafni Íslands. |
Spor í sandi LSÓ 160 |
Í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi eru verk
frá námsárum hans 1928 til 1935, en í
Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg eru valin
verk frá 1936 til 1982. Reynt er að tengja verkin sem Sigurjón vann í Danmörku við hið listræna umhverfi sem þau eru sprottin úr, og því eru einnig sýnd verk eftir samtímamenn og vini hans frá fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar, þau Asger Jorn, Ejler Bille, Erik Thommesen, Robert Jacobsen og Sonja Ferlov. Sýningarskrá með rannsóknarritgerð eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing ásamt ítarefni um Sigurjón Ólafsson. Æsa fjallar um Sigurjón og tengsl hans við danska listaumhverfið á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. Málþing um Sigurjón Ólafsson 6. september 2014 Tracks in Sand. Rit (á ensku og dönsku) með greinum byggt á erindum ráðstefnunnar, útgefið 2017. |
|||||
7. febrúar - 4. maí 2014 Börn að leik Höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson |
Börn að leik LSÓ 206 |
Sýning á höggmyndum úr safni Sigurjóns
Ólafssonar. Heiti sýningarinnar, Börn að leik, vísar bæði í veggmynd Sigurjóns frá árinu 1938 og einnig önnur verk þar sem hann leyfði barnslegum léttleika að ráða ferðinni og gætu vakið áhuga barna og unglinga á myndlist Sigurjóns. Leiðsagnir um sýninguna eru kynntar hér. Listi með verkum á sýningunni |
|||||
25. apríl - 1. desember 2013 Úr djúpunum Höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson Málverk eftir Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Guðmundu Andrésdóttur |
Samstæða LSÓ 059 |
Valin verk úr safneign
Listasafns Íslands og Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar þar sem teflt er saman
höggmyndum eftir Sigurjón og málverkum eftir
nokkra samtímamenn hans. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa verið við nám erlendis á mótunar- og þroskaárum sínum og tekið þátt í sýningum þarlendra framúrstefnumanna. Heim komnir til Íslands voru þeir í fararbroddi þeirrar formbyltingar, sem kennd er við módernismann og markar einstakt blómaskeið í íslenskri myndlistarsögu. Titillinn Úr djúpunum vísar til þess að undir undir tæru yfirborði verkanna, má greina kviku heitra tilfinninga og angistar sem einkenndi þessa tíma Kalda stríðsins. Bæklingur um sýninguna |
|||||
10. febrúar 2012 - 14. apríl 2013 Áfangar lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson |
Tvær systur, Inger og Ingeborg Pedersen. LSÓ 191 |
ÁFANGAR - nokkur lykilverk
eftir Sigurjón Ólafsson - spannar rúmlega 50 ára
tímabili um miðbik liðinnar aldar. Á sýninguna voru valin verk sem eru einkennandi fyrir ákveðin tímabil, eða sem marka upphaf að nýjum viðhorfum og straumum í list Sigurjóns. Sérhverju verki fylgir skýringartexti ritaður af Birgittu Spur. Um sýninguna |
|||||
17. september - 27. nóvember 2011 Hryggjarstykki skúlptúrar Svövu Björnsdóttur |
Svava Björnsdóttir |
Sýning á nýjum verkum eftir
Svövu Björnsdóttur úr pappírsbeðmi
ásamt verkum eftir Sigurjón sem hún hefur valið. Sum verka Svövu eru efnismikil og hafa einkenni rýmisverka, en önnur virka eins og sambland af skúlptúr og málverki, þar sem litir og form mynda ljóðræðna heild. Svava tekur ávallt mið af sýningarrýminu sjálfu, og vinnur verk sín gagngert með sýningaraðstöðuna í huga; hún lætur verkin virkja rýmið og úr verður ný myndræn upplifun. Veggspjöld Á neðri hæð safnsins eru valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. |
|||||
UTAN SAFNS 11. september - 23. október 2011 Íslenskir módernistar og Kai Nielsen í Listasafninu í Svendborg á Fjóni |
Svendborg Amts Kunstforening á Fjóni, Danmörku |
Valin verk eftir myndhöggvarana
Kai Nielsen og Sigurjón Ólafsson, vatnslitamyndir eftir Hafstein
Austmann og Björgu Þorsteinsdóttur og málverk eftir
samtímamenn Sigurjóns, Þorvald Skúlason, Nínu
Tryggvadóttur, Guðmundu Andrésdóttur og Kristján
Davíðsson. • Um Listasafnið í Svendborg á Fjóni • Um sýninguna • Verk Sigurjóns á sýningunni • Dómur um sýninguna í Kunstavisen 9 2011 • Um Tónleika í tengslum við sýninguna: "Myndir í tónlistinni" í Borgerforeningen 29. september |
|||||
11. febrúar - 28. ágúst 2011 Súlur Sigurjóns og Íslendingur |
Dreki LSÓ 094 |
Súlan í ýmsum
myndum er eitt grundvallarstefið í myndhugsun Sigurjóns
Ólafssonar myndhöggvara allt frá fyrstu sjálfstæðu
verkum hans í Kaupmannahöfn á fjórða áratug
liðinnar aldar [t.d.
Stofninn] til síðustu verka hans árið 1982.
Auður Ólafsdóttir:
Íslandsmerki
og súlur Sigurjóns, LSÓ, 1994
Meðal þekktustu súlna Sigurjóns eru án efa Monumental verkin Íslandsmerki á Hagatorgi og Öndvegissúlur við Höfða. Á þessari sýningu er sjónum hins vegar beint að völdum trésúlum Sigurjóns frá síðustu æviárum hans með tilbrigðum sem sýna hugmyndaauðgi listamannsins.
|
|||||
16. september - 28. nóvember 2010 Erlingur minn, hvað ertu nú að gera? Höggmyndir Erlings Jónssonar og Sigurjóns Ólafssonar |
Erlingur Jónsson |
Erlingur Jónsson
myndlistarmaður var tíður gestur í vinnustofu Sigurjóns
á Laugarnesi. Kom hann til að aðstoða Sigurjón
eða leita álits hans, og oft færði hann Sigurjóni
efni í tréskúlptúra - göfugan við úr
fjárlægum löndum. Það þurfti lítið
fyrir Erlingi að hafa, hann kom og fór fyrirvararlaust eins og
fuglinn fljúgandi, en ávallt fylgdi honum sérstakur
andblær þess manns, sem lifir og hrærist í heimi
myndlistar, tónlistar og bókmennta. Mér er til efs
að aðrir hafi verið jafn nálægt sköpunar-
og vinnuferli Sigurjóns og Erlingur var á þeim árum
[Birgitta Spur, úr formála
að sýningarskrá]
Engum hefur verið betur treyst til að endurgera eða stækka verk Sigurjóns og í viðtali sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur á við Erling og birt er í sýningarskrá er fjallað um þennan þátt í ævistarfi Erlings. Verk á sýningunni |
|||||
12. febrúar - 5. september 2010 Í efri sal safnsins Hver er maðurinn? |
Guðmundur Thoroddsen, LSÓ 248 |
Á safnanótt í Reykjavík
þann 12. febrúar 2010 var sett upp portrettsýning
með níu kunnum íslendingum og var gestum boðið
að reyna að þekkja þá. Átján
af þeim 36 sem svöruðu gátu
rétt. Gestir safnsins geta enn spreytt sig á spurningaleiknum þótt ekki séu veitt verðlaun nú. Samhliða sýningunni Stund hjá Sigurjóni sem er í neðri sal. |
|||||
21. október 2008 - 5. september 2010 Stund hjá Sigurjóni afmælissýning í Laugarnesi |
Tilefni sýningarinnar
er að þann 21. október 2008 voru liðin 100 ár
frá fæðingu listamannsins og þá voru einnig
20 ár frá því að safn hans á Laugarnesi
var opnað almenningi. Sýningin er sérstaklega ætluð börnum í fylgd fullorðinna. Gestir fá afhent spjöld með spurningum og upplýsingum sem veita nýja sýn á listaverkin og hvetja til umræðu um þau. Sýningunni lítillega breytt 12. febrúar 2010 Listaverkaskrá Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík 2009. |
||||||
UTAN SAFNS 4. október - 9. nóvember 2008 Sigurjón og Þorvaldur - tveir módernistar Sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar |
Þorvaldur og Sigurjón Ljósmyndir frá sýningunni |
Sýning á höggmyndum eftir Sigurjón
Ólafsson og málverkum og teikningum eftir Þorvald
Skúlason. Að sýningunni stóðu Listasafn
Sigurjóns og Listasafn
Háskóla Íslands. Nánar
hér Í tengslum við sýninguna var gefin út 48 síðna myndskreytt sýningarskrá með greinum eftir Gunnar J. Árnason og Auði Ólafsdóttur. Einnig hefur verið gefinn út DVD geisladiskur með þremur heimildamyndum um Sigurjón Ólafsson. Hesten på Kongens Nytorv. Um endurgerð riddarastyttunnar á Kóngsins Nýjatorgi í Kaupmannahöfn. Saga af lágmynd. Um veggmyndir Sigurjóns á Búrfellsstöð. Þessir kollóttu steinar. Heimildamynd um andlitsmyndir Sigurjóns. Á sýningunni verður hægt að skoða kvikmynd um Þorvald Skúlason frá árinu 1978 og þær þrjár kvikmyndir um Sigurjón sem getið er um hér að ofan. Skrá með verkum eftir Sigurjón |
|||||
UTAN SAFNS 26. sept. - 31. des. 2008 Sigurjón Ólafsson og hans portrætter Friðriksborgarhöll á Sjálandi Det Nationalhistoriske Museum på Frederiksborg Slot |
|
Sýning
á 26 andlitsmyndum eftir Sigurjón íhinu þekkta
safni í Friðriksborgarhöll
í Hillerød á Sjálandi. Samhliða sögulegri
sýning um tengsl Danmerkur og Íslands. Þann 18. september kom út 128 síðna rit, Billedhuggeren Sigurjón Ólafsson og hans portrætter, þar sem danski listfræðingurinn Charlotte Christensen fjallar um portrettlist Sigurjóns og þýðingu hans fyrir danskt menningarlíf á þeim árum sem hann nam og starfaði í Danmörku, frá 1928 til 1945. Ritinu fylgir sýningarskrá með ljósmyndum af öllum verkunum á sýningunni og myndskreytt æviágrip Sigurjóns. Bókin er í tveimur útgáfum, danskri og enskri. Ljósmyndir frá sýningunni |
|||||
UTAN SAFNS 14. júní - 31. ágúst 2008 Fljúgandi steinsteypa Í Búrfellsvirkjun, aflstöð Landsvirkjunar í Þjórsárdal |
Búrfellsvirkjun í Þjórsárdal |
Sýning í
stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar á verkum
Sigurjóns Ólafssonar sem tengjast stóru
veggmyndum
hans þar. Sýningin er opin síðdegis í allt sumar og er ókeypis aðgangur. Gefinn var út einblöðungur á íslensku og ensku sem hér má nálgast. Listaverkaskrá |
|||||
5. apríl - 7. september 2008 Úr fórum safnsins Konungleg sýning |
Sýning á
verkum Sigurjóns sem var sett upp í tilefni heimsóknar
krónprinshjónanna dönsku, Friðriks og Mary, 5. maí
2008. Listaverkaskrá Ljósmyndir frá heimsókninni ©: Anne-Mette Kruse, Danmark |
||||||
23. febrúar 2007 - 30. nóvember 2007 www.lso.is - grunnskólanemar velja verk á sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar |
Víkingur, LSÓ 162 |
Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar, sem
var gefin út á prenti á árunum 1998 og 1999,
hefur nú verið færð á
vefinn.
Til að kynna netskrána var grunnskólanemum boðið
að skoða ákveðið úrtak úr henni og
hver og einn mátti velja sér eitt listaverk sem hann óskaði
eftir að sjá á þessari sýningu. Ætlast
var til að óskinni fylgdi texti, rökstuðningur, túlkun
á listaverkinu, hughrif við skoðun á því,
ljóð, prósi eða annað slíkt. Myndmenntakennarar
grunnskólanna aðstoðuðu nemendur við verkefnið.
Safninu bárust um 100 óskir og er aðeins pláss til að sýna um helming þeirra verka sem valin voru. Við endanlegt val verka var tekið tillit til texta nemendanna og einnig heildarsvips sýningarinnar. Valin textabrot úr bréfunum má sjá í sýningarskrá. Við opnun sýningarinnar voru veitt verðlaun fyrir bestu textana |
|||||
17. september 30. nóvember 2006
Hjól - Plógur - Vængir Gestasýning Hallsteins Sigurðssonar |
Hallsteinn Sigurðsson |
Ný málmverk eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara Um verk Hallsteins kemst Jón Proppé svo að orði í sýningarskrá: Verk hans eru langflest unnin í málm, einkum járn og ál, og báru framan af sterk einkenni módernismans, líkt og til dæmis síðari verk þeirra Ásmundar Sveinssonar og Sigurjóns Ólafssonar. Nýrri verk Hallsteins eru gjarnan léttar formstúdíur þar sem hann notar granna teina og kúpta fleti til að teikna upp form og hreyfingar í rýinu. Léttleiki og tær myndhugsun eru aðall Hallsteins og innra rými verkanna er opið, afmarkað með fáum en skýrum dráttum. Fréttatilkynning með myndum Grein Jóns Proppé í sýningarskrá |
|||||
27. maí - 3. september 2006 Sumarsýning |
Þrá, LSÓ 234 |
Úrval skúlptúra og portretta eftir Sigurjón
Ólafsson
Listaverkaskrá |
|||||
24. febrúar (safnanótt) -
14. maí 2006 Út á skýjateppið Draumsæi og náttúrufar þriggja listforma Helga Pálína Brynjólfsdóttir Berglind Gunnarsdóttir Sigurjón Ólafsson |
Helga Pálína Brynjólfsdóttir Tóftir |
Á sýningunni
mætast þrjú ólík efnisform: tré- og koparverk
Sigurjóns Ólafssonar, textílar Helgu Pálínu
Brynjólfsdóttur og ljóð Berglindar Gunnarsdóttur.
Verkin lýsa náttúrufari draums og jarðar; í
ljóðunum er brugðið upp myndum af nokkrum stöðum
í Reykjavík, m.a. Laugarnesinu. Verk Sigurjóns veita hinum
efnisformunum aukið þyngdarafl, á meðan loftkennt eðli
ljóðsins undirstrikar draumsæi viðarmyndanna og
textílverkanna. Fréttatilkynning Listaverkaskrá Sýningarskrá |
|||||
4. - 19. febrúar 2006 Úr fórum safnsins |
Hermes, LSÓ 168 |
Listaverk eftir Sigurjón Ólafsson
Fjölrituð sýningarskrá með ljósmyndum |
|||||
16. september - 27. nóvember 2005 Hraunblóm Lavaens blå blomst Carl-Henning Pedersen, Else Alfelt, Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson
Sýningarferli: • Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, 17.09.05−27.11.05 • Listasafnið á Akureyri14.01.06−26.02.06 • Carl-Henning Pedersen og Else Alfelts Museum, Herning 07.04.06−14.05.06 • Norðurbryggja, Kaupmannahöfn 02.11.06−15.01.07 |
Else Alfelt Lavaens blaa Blomst |
Sýning á vatnslitamyndum og olíukrítar-
og tússverkum dönsku COBRA listamannanna Else Alfelt og Carl-Henning
Pedersen sem þau hjónin gerðu er þau dvöldu
hér á landi sumarið 1948. Einnig verða sýnd
verk Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafssonar frá
sama tíma. Í sýningarskrá fjallar Aðalsteinn Ingólfsson um veru hjónanna hér á landi og áhrif komu þeirra á íslenska list og listamenn að loknu stríði. Þá rita Æsa Sigurjónsdóttir og Hanne Lundgren, forstöðukona listasafns þeirra hjóna í Herning í Danmörku, greinar um líf og starf listamannanna. Fréttatilkynning með myndum Myndir frá sýningunni Fyrir skólaheimsóknir |
|||||
5. febrúar - 4. september 2005 Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson |
Skúlptúr LSÓ 259 |
Safn 23 listaverka eftir
Sigurjón Ólafsson sem spanna allt skeið hans sem listamanns.
Verkin eru ólík í stíl, gerð og úr
mjög mismunandi efnum. Flest þeirra eru ný í eigu
safnsins, hafa verið gefin eða seld safninu á undanförnum
áratug. Með þeim er stillt upp tveimur verkum sem fengin
hafa verið að láni til safnsins. Fjölritaður bæklingur með texta um hvert listaverk fylgir sýningunni. |
|||||
10. september - 28. nóvember 2004 Mánasigð Isle Hessner farandsýning frá LSÓ
Sýningarferli:
|
Isle Hessner er fædd í Nanortalik á
Grænlandi og hlaut sína fyrstu menntun við Listaskólann
í Nuuk, en hefur einnig stundað nám við listaskóla
í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Helsinki, Nova Scotia og
Colorado. Isle er talinn einn helsti brautryðjandi grænlenskrar
nýlistar og hafa verk hennar ávallt vakið mikla athygli.
Hún hefur tekið þátt í mörgum virtum
samsýningum, meðal annars farandsýningunni Den flyvende
kajak, sem fór um Grænland, Spán, Noreg, Svíþjóð,
Pólland og Danmörku á árunum 1994 - 1997. Verkin
sem hún sýnir á Mánasigð eru
öll gerð 2004 fyrir þessa sýningu og hlaut hún
til þess styrk frá Grænlensku heimastjórninni. Sýningarskrá á fjórum tungumálum (íslensku, dönsku, grænlensku og ensku) hefur verið gefin út með greinum, m.a. eftir einn virtasta sérfræðing um grænlenska list, Bodil Kaalund. Grænlenski dansinn er órofa tengdur grænlenskri menningu og var honum gerð skil á sýningunni. Grænlenska sviðslistakonan Jessie Kleemann kom fram í safninu 25. og 26. september og tvinnaði saman dans og hljóð við skúlptúra sýningarinnar. |
||||||
UTAN SAFNS 10. - 15. maí 2004 Master Portrait Cork Street 28, London |
Móðir mín, LSÓ 007 |
Árlega velur félag
breska myndhöggvara
The Society of Portrait Sculptors Meistaraverk meðal listaverka
liðinna portrett listamanna. Árið 2004 varð andlitsmynd Sigurjóns Móðir mín fyrir valinu og var hún á sýningu félagsins FACE 2004 í sýningarsalnum Cork Street 28 í London. Netsíða Gefin var út 96 bls. sýningarskrá með grein um Sigurjón eftir Aðalstein Ingólfsson. Sérprent af greininni er fáanlegt í LSÓ. Ríkislistasöfnin í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi eiga bronseintak af verkinu. Bronsmynd í eigu LSÓ verður á sýningunni. |
|||||
25. október 2003 - 5. september 2004 Listaverk Sigurjóns Ólafssonar í alfaraleið |
Íslandsmerki, LSÓ 048 |
Ljósmyndir af verkum Sigurjóns í opinberu rými ásamt höggmyndum sem tengjast þeim. Í tengslum við Málþingið í Norræna Húsinu 18. október 2003. | |||||
18. október 2003 Málþing Sigurjón Ólafsson og list á almannafæri |
Búrfellsvirkjun í Þjórsárdal |
Málþing í Norræna húsinu í tilefni
þess að þann 21. október voru liðin 15 ár
frá því að Listasafn Sigurjóns á
Laugarnesi var opnað almenningi. Dagskrá á ensku |
|||||
31. ágúst - 28. september 2003 Meistarar formsins Úr höggmyndasögu 20. aldar Í samvinnu við Listasafnið á Akureyri |
Degas: Dansmær að skoða á sér ilina |
Perlur eftir helstu módernista í evrópskri
höggmyndasögu, fengnar að láni úr
þýska
ríkislistasafninu í Berlín. Þar á
meðal eru verk eftir Degas, Archipenko, Maillol, Moore, Marino Marini,
Manolo, Laurens, Renoir, Barlach, Kollwitz, Hartung og
samtímalistamennina Sol LeWitt, Schwegler, Per Kirkeby og Axel
Lischke. Einnig verk eftir brautryðjendur íslenskrar höggmyndalistar, þá Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og Gerði Helgadóttur. Listasafnið á Akureyri gaf út sýningarskrá á íslensku og ensku. Kennarar eru hvattir til að hafa samband við safnstjóra (sími 553 2906) vegna skólaheimsókna. • Kennsluefni fyrir framhaldsskólanemendur • Kennsluefni fyrir grunnskólanemendur |
|||||
1. júní - 21. ágúst 2003 Andlitsmyndir og afstraksjónir Framhald |
Svava Ágústsdóttir |
Sýning á 13 völdum portrettum og jafnmörgum
afstraktverkum eftir Sigurjón Ólafsson. Sigurjón er talinn meðal helstu portrettlistamanna samtímans og þótt hann hefði einnig verið meðal frumkvöðla afstrakt höggmyndalistar í Danmörku var mannslíkaminn honum ætíð hugleikinn. Sýningarskrá á pdf formi |
|||||
5. apríl - 4. maí 2003 STERLING STUFF Höggmyndir úr silfri frá Englandi Höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar |
|
Smáskúlptúrar
eftir 51 listamann, þar af tvo íslenska, þau Pétur
Bjarnason og Jóhönnu Þórðardóttur. Sýningin kom frá bresku bronssteypunni Pangolin Edition og var í galleríi þeirra, Gallery Pangolin síðla árs 2002. Hér bættist við sýninguna ný silfurafsteypa af verki Sigurjóns: Hávaðatröllið (LSÓ 197) sem steypt var hjá Pangolin Editions. aa Að lokinni sýningunni í Listasafni Sigurjóns verður hún sett upp í Konunglega Listaháskólanum, The Royal Academy of Fine Arts, í London. Pangolin Edition gaf út sýningarskrá með sýningunni. Ávarp Birgittu spur við opnun sýningarinnar |
|||||
5. okt. 2002 - 30. mars 2003 Andlitsmyndir og afstraksjónir Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar |
Ragnar Jónsson í Smára |
Sjá ofar | |||||
6. júlí - 22. september 2002 Hin hreinu form Höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar |
Ferskeytt mynd, LSÓ 224 |
Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar nefnist
Hin hreinu form og þar verða til sýnis höggmyndir
eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili.
Elsta verkið, Fótboltamenn frá 1936
(LSÓ 247),
er dæmi um hvernig listamaðurinn vann hin stóru,
plastísku form af ótrúlegri nákvæmni
og leikni, enda vakti verkið gífurlega athygli á sínum
tíma. Þetta lykilverk var gefið safninu fyrir nokkru,
en það hafði verið í einkaeigu í Danmörku
í 55 ár og kom í leitirnar sumarið 1991, þegar
haldin var farandsýning í Danmörku á verkum
Sigurjóns. Flest önnur verk á sýningunni eru abstrakt og unnin í stein, tré og málm. Þau bera höfuðeinkenni Sigurjóns; frjótt ímyndunarafl, djúpan skilning á efniviðnum og snilldarlegar aðferðir listamannsins við að yfirfæra hugmyndir í efni. Í verkunum er áhrifamikið samspil forms og efnis, milli hins stórbrotna og hins smágerða, en heildaráhrifin eru borin uppi af stórum, hreinum formum. |
|||||
23. maí - 30. júní 2002 Konan - Maddama, kerling, fröken, frú... Framlag LSÓ til Listahátíðar í Reykjavík 2002 |
Kona, LSÓ 1066 |
Á starfsferli sínum vann Sigurjón Ólafsson
mörg verk sem lýsa konunni. Eru þau fjölbreytt
og eiga sér marga túlkunarfleti og hefur sérhver
kynslóð tækifæri til að skoða þau
og upplifa út frá eigin forsendum. Á þessari sýningu fá safngestir að sjá og heyra hvernig ellefu íslensk ljóðskáld, allt konur, túlka jafnmargar konumyndir Sigurjóns sem eru á sýningunni. Hver skáldkvennanna hefur samið ljóð eða prósatexta um sitt verk og gefst gestum kostur á að hlýða á hljóðupptöku af lestri þeirra um leið og sýningin er skoðuð. Gefinn var út geisladiskur með ljóðalestrinum ásamt prentuðum bæklingi með ljóðunum og ljósmyndum af listaverkunum. Skáldkonurnar eru: Elísabet Jökulsdóttir • Fríða Á. Sigurðardóttir • Guðrún Eva Mínervudóttir • Ingibjörg Haraldsdóttir • Kristín Ómarsdóttir • Linda Vilhjálmsdóttir • Margrét Lóa Jónsdóttir • Sigurbjörg Þrastardóttir • Vigdís Grímsdóttir • Vilborg Dagbjartsdóttir • Þórunn Valdimarsdóttir |
|||||
UTAN SAFNS 3. mars - 7. apríl 2002 Sigurjón og Ólafsson − yfirlitssýning í Listasafninu á Akureyri |
Fyrsta yfirlitssýning á verkum Sigurjóns
Ólafssonar norðan heiða. Aðalsteinn Ingólfsson ritaði grein á vef safnsins um sýninguna. |
||||||
10. nóvember 2001 - 5. maí 2002 Kynlegir kvistir Sigurjón Ólafsson Safnið er lokað í desember og janúar |
Draugur, LSÓ 1066 |
Sýning vetrarins er tvískipt. Annars vegar eru
tímamótaverk Sigurjóns Ólafssonar
frá ýmsum skeiðum á listferli hans og hins vegar
frjáls verk, þar sem listamaðurinn gaf
ímyndunaraflinu lausan tauminn. Lífsgleði
og kímni eru alls ráðandi í þeim leik að
efninu sem hann náði valdi á í allmörgum
verkum sínum frá árunum 1930-40. Nánar |
|||||
1. september - 28. október 2001 Speglanir Helgi Gíslason myndhöggvari |
|
Helgi Gíslason
sýndi ný verk sem hann hafði sjálfur unnið
í brons. Tengdust þau fyrri verkum hans þar
sem viðfangsefnið
er maðurinn og mannslíkaminn. Sýningarskrá fylgir sýningunni |
|||||
1. júní - 31. ágúst 2001 Hefð og Nýsköpun |
Finngálkn, LSÓ 015 |
Sumarið 2001 eru sýnd valin verk frá þrjátíu ára tímabili (1930-1960) í list Sigurjóns. Frá árinu 1928-1945 starfaði hann í Danmörku og varð meðal brautryðjenda abstraktlistar þar í landi. Af áræðni gekk hann þvert á hefðbundnar leiðir, en vann jafnhliða eftirminnilegar andlitsmyndir og styttur í raunsæjum stíl. Á árunum 1941 - 45 hjó hann tvær stórar styttur í granít fyrir Ráðhústorgið í Vejle á Jótlandi og marka þær uphafið að merku steinhöggstímabili sem stóð fram til loka sjötta áratugarins. Grásteinsmyndir Sigurjóns eru einstakar, þar gætir áhrifa frá ævafornum steinskúlptúrum, en einnig frá íslenskri náttúru og sagnahefð. | |||||
5. nóvember 2000 - 4. janúar 2001 Hærra til þín Passionstoner Sýningarferli:
|
|
Trúarleg minni í norrænni myndlist Listaverk eftir Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Samuel Joensen-Mikines, Hannah Ryggen, Jakob Weidemann, Olivia Holm-Møller, J.A. Jerichau, Robert Jakobsen og Svend Wiig-Hansen. Í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn og hér á landi var sýningarmununum deilt á þessi söfn. Sýningin var framlag safnanna til Kristnihátíðar á Íslandi og Reykjavíkur Menningarborgar Evróðpu árið 2000 og var valin á dagskrá þessara aðila. Litprentuð Sýningarskrá, 80 síður, á íslensku og dönsku með greinum um sérhvern listamannanna. Í aðfaraorðum sem Bodil Kaalund, Birgitta Spur og Eiríkur Þorláksson rita sameiginlega segir: En trúarkenndin var enn sem fyrr til staðar, og á nýjum tímum voru hinar kristnu myndir enn nothæfar, þrátt fyrir nýjar hugsjónir og pólitísk viðhorf. Margir merkir listamenn unnu enn fyrir kirkjuna: Bror Hjort, Niels Larsen-Stevns, Henrik Sørensen, Nína Tryggvadóttir... Aðrir fóru hljótt með það, og það eru fulltrúar þeirra, sem sýningarnefndin hefur kostið að draga fram, hið trúarlega listaverk, sem varð til í leynum. Það var ekki pantað en varð til út frá innri nauðsyn og segir það sína sögu um einlæga túlkun listamannsins á hinum miklu afgerandi spurningum lífsins. |
|||||
1. júní - 29. október 2000 Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson |
Séra Friðrik Friðriksson |
Að mestu leyti sama sýning og "Spor í sandinn",
en einnig nokkur verk og veggspjaldasýning í um sögu
Laugarness í tengslum við námskeið fyrir
11-14 ára börn sem safnið stóð fyrir og
nefndist: Sagan í landslaginu - náttúra, búseta, minjar og list. |
|||||
1. júní 1999 - maí 2000 Spor í sandinn |
Spor í sandinn |
Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. | |||||
UTAN SAFNS 17. júní - 11. júlí 1999 Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar Listsetrið Kirkjuhvoll Akranesi |
Fótboltamenn |
Fjórtán skúlptúrar Sigurjóns sem Birgitta Spur valdi fyrir Listsetrið Kirkjuhvol á Akranesi og sýna fjölbreytni Sigurjóns sem listamanns. | |||||
21. okt. 1998 - vor. 1999 Sigurjón Ólafsson ævi og list Yfirlitssýning Hluti sýningarinnar var í Hafnarborg |
|
Yfirlitssýning í LSÓ og Hafnarborg í
tilefni útkomu fyrra
bindis af ritinu Sigurjón Ólafsson ævi og list.
Sýningin í Hafnarborg opnaði 31. október og lauk á Þorláksmessu sama ár. |
|||||
8. - 30. ágúst 1998 Vinafundur í efri sal safnsins |
Málverk eftir vini Sigurjóns þau Guðmundu Andrésdóttur, Kristján Davíðsson, Þorvald Skúlason og Jóhannes Jóhannesson. Teflt saman við höggmyndir Sigurjóns á Sumarsýningu 1998. | ||||||
11. júlí - 2. ágúst 1998 Nína Tryggvadóttir í efri sal safnsins |
Tuttugu og eitt afstrakt málverk frá árunum 1960-1967 í eigu Unu Dóru Copley, dóttur listakonunnar, teflt saman við skúlptúra Sigurjóns á "Sumarsýningu" 1998. | ||||||
11. júlí - 31. ágúst 1998 Sumarsýning |
Úrval verka Sigurjóns Ólafssonar Samhliða málverkasýningunum Nína Tryggvadóttir og síðar Vinafundur. |
||||||
25. apríl - 5. júlí 1998 Úr málmi / Metalworks Gestasýning: Örn Þorsteinsson |
Örn Þorsteinsson: Á hjólum, 1996 |
Fimmtíu skúlptúrar og lágmyndir
úr silfri, tini, brons, ál, járn og einnig vaxi. Flest verkanna eru smámyndir, en einnig voru sýndar nokkrir stórir skúlptúrar úr ryðjárni. Listamaðurinn gaf út 48 síðna sýningarskrá, með stuðningi LSÓ, þar sem Aðalsteinn Ingólfsson ritar greinina "Fótspor hugsana". |
|||||
september 1997 - apríl 1998 Svífandi form |
Fljúgandi diskar, LSÓ 095 |
Tuttugu og fimm listaverk
eftir Sigurjón Ólafsson frá 1937 - 1981. Leitast er við að tefla saman myndum þar sem léttleikinn ríkir og hin þrívíðu form virðast ögra sjálfu þyngdarlögmálinu. |
|||||
13. júní 1997 - 1. september 1997 Gróandi |
Gróandi, LSÓ 096 |
Verk eftir Sigurjón sem bæði í formi og nafngiftum tengjast náttúru og gróðri. | |||||
7. septemer 1996 - 13. júní 1997 Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson |
Í lífsháska, LSÓ 155 |
Höggmyndir Sigurjóns sérstaklega valdar með tilliti til
skólaheimsókna, þannig að heiti verkanna fælu
í sér vísbendingar um hvernig mætti túlka
þau. Var öllum skólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu sent boð að senda skólahópa á sýninguna. |
|||||
UTAN SAFNS
29. september - 5. október 1996 Veggspjaldasýning í Horsens, Jótlandi |
Verslun og iðnaður LSÓ 1063 |
Veggspjaldasýning, unnin fyrir 'Íslandsviku' í Horsens
á Jótlandi, sem lýsir sögu steinmynda Sigurjóns
á Ráðhúsinu í Vejle, en það eru liðlega
fjörutíu ár síðan þær voru settar upp
eftir miklar deilur, aðallega vegna andstöðu þáverandi
meirihluta borgarstjórnar, sem þóttu myndirnar hneykslanlegar. Eftir sýninguna í Horsens var sýningin sett upp í anddyri Ráðhússins í Vejle og stóð þar í fjórar vikur. Veggspjöldin urðu síðar hluti af sýningunni 'Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson' í LSÓ. |
|||||
9. júní 1996 - 1. september 1996 Vættatal |
|
Samsýning á
verkum Sigurjóns Ólafssonar og Páls á Húsafelli. Páll fékk frjálsar hendur um val á verkum Sigurjóns og hann vann mörg sinna verka gagngert fyrir þessa sýningu. Litprentuð 24 síðna sýningarskrá með greinum eftir Aðalstein Ingólfsson og Thor Vilhjálmsson. |
|||||
27. janúar 1996 - 19. maí 1996 Valdar portrettmyndir |
Stefán Stefánsson skólameistari, LSÓ 216 |
Að nokkru leyti framhald af Þessir
kollóttu steinar, en nú voru
málverk fengin að láni frá
Listasafni Íslands eftir Ásgrím
Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón
Stefánsson og Kristján
Davíðsson af þekktum mönnum
sem Sigurjón hafði mótað.
Þannig mátti í efri sal safnsins
sjá mismunandi túlkun myndhöggvara
og málara af sömu fyrirmyndum. Listi með verkum á sýningunni |
|||||
26. ágúst - 17. september 1995 Textílverk Í efri sal safnsins |
|
Textílverk norsku listakonunnar Grete Borgersrud. Sýningarskrá |
|||||
24. júní 1995 -
7. ágúst 1995 Einu sinni var... Í efri sal safnsins |
Klippimyndir eftir dönsku listakonuna Gunhild Skovmand. 24 síðna sýningarskrá á íslensku og dönsku með aðfaraorðum eftir Birgittu Spur, "Þönkum" eftir listakonuna sjálfa og "um klippimyndir" eftir Hans Laumann þar sem meðal annars er fjallað um "gækkebreve". pdf útgáfa af sýningarskránni 7.5 Mb |
||||||
22. apríl 1995 - 21. janúar 1996 Þessir kollóttu steinar |
Sigurður Nordal, LSÓ 1086 |
Sýning á andlitsmyndum Sigurjóns, meðal annars til að vekja athygli á samnefndu myndbandi sem safnið hafði látið gera og mátti skoða á sýningunni. Það var tvívegis sýnt í Sjónvarpinu og árið 1994 hlaut það Silver Screen Award verðlaunin í flokki fræðslumynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum: US International Film and Video Festival. | |||||
25. febrúar - 20. mars 1995 Frá prímitívisma til póstmódernisma Hluti sýningarinnar var í Hafnarborg, Hafnarfirði |
Höggmyndasýning í samvinnu við
Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
sem var liður í norrænu menningarhátíðinni
SÓLSTÖFUM. Sýnd voru liðlega 40 verk eftir fimm norræna myndhöggvara, þá Bror Hjorth, Sigurjón Ólafsson, Mauno Hartman, Bjørn Nørgaard og Gunnar Torvund. Sýningin er með stærstu höggmyndasýningum sem settar hafa verið upp hérlendis og voru salarkynni beggja safna notuð. Gefin var út 96 síðna samnefnd sýningarskrá. |
||||||
3. júní 1994 - 15. janúar 1995 Íslandsmerki og súlur Sigurjóns |
Íslandsmerki eða Óðinn situr að tafli LSÓ 1278 |
Sýning unnin um Íslandsmerki á Hagatorgi sem
Sigurjóni var falið að gera í tilefni af 25 ára
afmæli lýðveldisins. Á sýningunni voru vinnuskissur að því verki og margar súlumyndir Sigurjóns. Samnefnd 72 síðna sýningarskrá með rannsóknarritgerð eftir Auði Ólafsdóttur. |
|||||
2. október 1993 - 1. maí 1994 HUGMYND - HÖGGMYND, úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar |
Börn sð leik, LSÓ 1278 |
Tilgangur þessarar sýningar var að lýsa ferli listaverks frá hugmynd til fullbúinnar myndar, og í því sambandi voru til sýnis frumdrög, skissur og ýmis verkfæri og tæki úr vinnustofu Sigurjóns. Sýningin var sérstaklega miðuð við skólanemendur þótt hún ætti erindi við alla aldurshópa. | |||||
29. maí - 31. ágúst 1993 Myndir í fjalli, um tilurð listaverka Sigurjóns Ólafssonar við Búrfellsvirkjun 1966 − 69 |
Sýning á vinnuskissum og verkfærum
ásamt nokkrum verkum Sigurjóns sem
tengjast Búrfellsmyndunum,
(
Búrfellsvirkjun og
Hávaðatröllið) eða
mótívum sem sjá má í þeim. Einnig var sýnt myndband Ásgeirs Long um tilurð verkanna, sem hann gerði fyrir Landsvirkjun. |
||||||
31. maí - 1. október 1992 Æskuverk Sigurjóns |
Sýning í tengslum við Fjölskyldudagar
á Laugarnesi (31.05.92-16.06.92).
Í efri sal safnsins voru sýndar teikningar sem Sigurjón
gerði á unga aldri, úr gjöf hjónanna Gísla
Ólafssonar (bróður Sigurjóns) og Kristínar
Einarsdóttur, en í neðri sal nokkur öndvegisverk
hans sem ekki voru viðkvæm fyrir snertingu barna. Að lokinni sýningunni í safninu voru Æskumyndir Sigurjóns sýndar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka vikuna 17. - 25. október. |
||||||
7. nóvember 1992 - vor 1993 Vetrarsýning |
Höggmyndir úr fórum safnsins. | ||||||
21. október 1991 - 3. maí 1992 Sigurjón Ólafsson - Danmark Island
Sýningarferli:
|
Surtur, LSÓ 042 |
Fyrsta yfirlistssýning á verkum
Sigurjóns Ólafssonar í Danmörku. Sýningunni fylgdi 108 síðna sýningarskrá á dönsku og íslensku m.a. með ávarpi Svavars Gestssonar menntamálaráðherra, grein Birgittu Spur, viðtölum við samverkamenn Sigurjóns í Danmörku og ljósmyndum og ummfjöllun um verkin á sýningunni. |
|||||
3. júní 1990 - 30. september 1991 Andlitmyndir Sigurjóns |
|
Fyrsta sérstaka sýning
á andlitsmyndum Sigurjóns. Á sýningunni voru
27 portrett og ljósmyndir af 19 öðrum. Sýningarskrá |
|||||
21. október 1989 - 6. maí 1990 Málmverk og aðföng |
|
Málmverk sem Sigurjón vann á Reykjalundi á árunum 1960 - 62 og gjafir sem safninu höfðu borist undanfarin ár. Samnefnd sýningarskrá, meðal annars með grein eftir Aðalstein Ingólfsson um það sem hann nefnir járnöldina í list Sigurjóns. | |||||
1. ágúst - 1. október 1989 Hundadagar '89 |
Gestasýning í efri sal safnsins: Andlitsmyndir Kristjáns Davíðssonar. Í samvinnu við Tónlistarfélag Kristskirkju og Alþýðuleikhúsið. |
||||||
21. október 1988 - lok júlí 1989 Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar | Í tilefni af opnun safnsins. |