SUMARTÓNLEIKAR
2003

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Þriðjudaginn 3. júní kl. 20:30 Blásarakvintett Reykjavíkur
Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinetta, Joseph Ognibene horn og Hafsteinn Guðmundsson fagott.
The Naming of the Birds eftir Sally Beamish, Þrjár íslenskar myndir eftir Tryggva M. Baldvinsson og Gran Partita í B-dúr K.361 eftir W.A. Mozart.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 10. júní kl. 20:30 Sumarblær
Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó.
Sönglög eftir ítalska tónskáldið Paulo Tosti við nýjar og nýlegar ljóðaþýðingar Þorsteins Gylfasonar. Sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson, konsertaríur eftir Mozart og tvö hebresk sönglög eftir Maurice Ravel.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 24. júní kl. 20:30 Duo Campanas: Þórólfur Stefánsson og Eric Lammers gítarleikarar.
Á efnisskránni eru verk fyrir tvo gítara eftir Joaquin Rodrigo, Mario Castelnuovo-Tedesco og frumflutt verkið Sonata in Re eftir Þorkel Atlason.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 1. júlí kl. 20:30 Snorri Heimisson fagott, Berglind María Tómasdóttir flauta og Arne Jørgen Fæø píanó.
Verk eftir Gabriel Pierné, Heitor Villa-Lobos, Aleksander Tansman, Emil Petrovics, Chick Corea og Roger Boutry.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 8. og miðvikudaginn 9. júlí kl. 20:30 ÚT Í VORIÐ − tíu ára afmælistónleikar
Einar Clausen tenór, Halldór Torfason tenór, Þorvaldur Friðriksson bassi og Ásgeir Böðvarsson bassi ásamt Daníel Þorsteinssyni harmoníkuleikara og Bjarna Þór Jónatanssyni píanóleikara.
Erlend og innlend sönglög fyrir kvartett, þar á meðal syrpa af lögum Jóns Múla Árnasonar sem Bjarni Þór Jónatansson hefur útsett.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 15. júlí kl. 20:30 Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla.
Svíta ópus 131d númer 1 eftir Max Reger, Kadenza eftir Áskel Másson, Sellósvíta númer 2 í d-moll eftir J.S. Bach, og Sónata ópus 25 númer 1 eftir Paul Hindemith.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 22. júlí kl. 20:30 Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og Helga Björg Ágústsdóttir selló.
Jazztónlist eftir Tómas R. Einarsson.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 29. júlí kl. 20:30 KATLA: Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran, Magnús Ragnarsson píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari.
Blönduð dagskrá með tuttugustu og tuttugustu og fyrstu aldar tónlist frá Íslandi og Skandinavíu, meðal annars eftir Þóru Marteinsdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Gösta Nyström. Frumflutt verður verkið Fátækt sem Hreiðar Ingi Þorsteinsson samdi sérstaklega fyrir Kötlu.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 5. ágúst kl. 20:30 Nicole Vala Cariglia selló og Árni Heimir Ingólfsson píanó.
Sumarleg efnisskrá með spænskri og argentínskri tónlist eftir Manuel de Falla, Pablo Casals, Gaspar Cassado, Joaquin Turina og Alberto Ginastera.
Efnisskrá
Sunnudaginn 10. ágúst kl. 17:30 Schubert tónleikar á sunnudegi
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir víóla, Robert la Rue selló, Þórir Jóhannsson bassi og Adrienne Kim píanó.
Leikin verk eftir Franz Schubert, þar á meðal Silungakvintettinn.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 12. ágúst kl. 20:30 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Robert la Rue selló og Adrienne Kim píanó.
Tónverk eftir Dmitri Shostakovich, Jónas Tómasson og Paul Schoenfield.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 20:30 Guðrún Birgisdóttir flauta, Sigurður Snorrason klarinetta og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó.
Verk eftir Dmitri Shostakovich, Igor Stravinsky og Camille Saint-Saëns.
Efnisskrá
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30 Norrænt síðsumar
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanó.
Sönglög eftir Hjálmar Helga Ragnarsson, þjóðlagaútsetningar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, söngflokkurinn Haugtussa eftir Edvard Grieg og sönglög eftir Jean Sibelius.
Efnisskrá

Tónleikar annarra ára:
≤1988   1989  
1990   1991   1992   1993   1994   1995   1996   1997   1998   1999  
2000   2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009  
2010   2011   2012   2013   2014   2015   2016   2017   2018   2019  
Heimasíđa LSÓ