SUMARTÓNLEIKAR
2005

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 21. júní kl. 20:30 Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Antonia Hevesi píanó.
Vögguljóð frá ýmsum löndum austan hafs og vestan, meðal annars eftir Benjamin Britten, Aaron Copland, Hanns Eisler, Manuel de Falla, Xavier Montsalvatge og íslensk tónskáld.
FréttatilkynningEfnisskrá
Sunnudaginn 26. júní kl. 17:00 Gruppo Atlantico
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlur, Guðrún Þórarinsdóttir víóla og Þórir Jóhannsson kontrabassi ásamt Sigurgeiri Agnarssyni selló, Rúnari Óskarssyni klarinettu, Darren Stonham fagott og Emil Friðfinnssyni horn.
Oktett D 803 fyrir blásara og strengi eftir Franz Schubert.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 28. júní kl. 20:30 Helga Þórarinsdóttir víóla og Kristinn H. Árnason gítar. Tónverk eftir Benedetto Marcello, Antonio Vivaldi, Ferdinando Carulli, Manuel de Falla og Árna Thorsteinsson.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 5. júlí kl. 20:30 Tríó Trix
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla, Vigdís Másdóttir víóla og Helga Björg Ágústsdóttir selló.
Strengjatríó í a-moll eftir þýska tónskáldið Max Reger og Serenaða fyrir strengjatríó eftir ungverska tónskáldið Ernst von Dohnányi.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 12. júlí kl. 20:30 Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Verk eftir Jón Ásgeirsson, Pál Ísólfsson, Franz Schubert, Robert Schumann, Johannes Brahms og Gustav Mahler.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 19. júlí kl. 20:30 The Slide Show Secret
Eva Zöllner harmonika og Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassi.
Ný verk eftir ung þýsk og íslensk tónskáld; Úlfar Inga Haraldsson, Inga Garðar Erlendsson, Helmut Zapf og Matthias Pintscher. Einnig verk eftir bandaríska tónskáldið John Cage.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 26. júlí kl. 20:30 Duo Landon
Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Valsson fiðluleikarar.
44 dúó eftir Béla Bartók leiknar á fiðlur franska fiðlusmiðsins Christophe Landon.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 2. ágúst kl. 20:30 Bára Grímsdóttir söng- og kvæðakona og kjöltuhörpuleikari og Chris Foster söngvari og gítarleikari.
Íslensk þjóðlög − þar með talin kvæðalög − og ensk þjóðlög í útsetningu flytjenda.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 20:30 Tómas R. Einarsson kontrabassi, Óskar Guðjónsson tenór- og barítónsaxafónn, Snorri Sigurðarson flygilhorn og trompet, Ómar Guðjónsson gítar og Matthías M.D. Hemstock trommur og slagverk.
Valsar um ástina og eitt timburmannaljóð. Djassvalsar eftir Tómas R. Einarsson.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 16. ágúst kl. 20:30 Jóhanna Halldórsdóttir alt, Heike ter Stal teorba, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir barokkselló og Guðrún Óskarsdóttir semball.
Il Rosignolo - Næturgalinn. Ítölsk barokktónlist eftir Gasparini, Scarlatti, Piccinini Strozzi, Frescobaldi, Cassini, Cazzati og Monteverdi.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:30 Stríđ og friđur
Auður Hafsteinsdóttir fiðla og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó.
Sónata fyrir fiðlu og píanó í F-dúr eftir Edward Grieg og Sónata fyrir fiðlu og píanó í f-moll eftir Sergej Prokofiev.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:30 Sumarið og ástin
Alda Ingibergsdóttir sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanó.
Sönglög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Sveinbjörn Sveinbjörns­son, Jón Þórarinsson og Þórarin Jónsson. Einnig óperuaríur eftir Offenbach og Verdi.
FréttatilkynningEfnisskrá
Sunnudaginn 4. september kl. 17:00 Gershwin og borgin hans, New York
Lincoln Mayorga píanóleikari leikur tónverk eftir George Gershwin og tekur dæmi um evrópsk og amerísk áhrif í tónlist hans og annarra félaga í „Tin Pan Alley“ hópnum. Sögulegar frásagnir og skemmtisögur frá þessu áhugaverða tímabili jazz-sögunnar eru fléttaðar inn í dagskrána.
FréttatilkynningEfnisskrá
Þriðjudaginn 6. september kl. 20:30 Kvöldstund með Fritz Kreisler
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Lincoln Mayorga píanó.
Syngjandi létt tónlist með ljúfsárum trega í anda kaffihúsa Vínarborgar.
FréttatilkynningEfnisskrá

Tónleikar annarra ára:
≤1988   1989  
1990   1991   1992   1993   1994   1995   1996   1997   1998   1999  
2000   2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009  
2010   2011   2012   2013   2014   2015   2016   2017   2018   2019  
Heimasíđa LSÓ