3Mb pdf
SUMARTÓNLEIKAR
2016
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 

ein prent­væn síða


Þriðjudaginn 5. júlí
kl. 20:30

Guðrún Jóhanna og Francisco
Söngvar frá Atlantshafsströndum
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. Tónverk fyrir söngrödd og gítar eftir John Dowland, Philip Rosseter, Jón Ásgeirsson og Francisco Jáuregui.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Guðrún − heimasíða
Javier − heimasíða
Þriðjudaginn 12. júlí
kl. 20:30

Martin, Hanna og Árni Heimir
Barokk
Martin Bernstein blokkflauta, Hanna Loftsdóttir barokkselló og Árni Heimir Ingólfsson semball.
Á efnisskránni er blanda af vel þekktri tónlist eftir meistara barokk­skeiðsins, Arcangelo Corelli, Johann Sebastian Bach og Georg Friedrich Händel og einnig verk eftir minna þekkt tónskáld þeirra tíma, Jean-Baptiste Barrière og Pierre Danican Philidor.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 19. júlí
kl. 20:30
Vorljóð á ýli
Lagaflokkur Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur í Garði.
Margrét Hrafnsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Grímur Helgason klarinetta, Ave Kara Sillaots harmónikka, Darri Mikaelsson fagott, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassi.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 26. júlí
kl. 20:30

Jónas Tómasson
Sumarkvöld með Jónasi Tómassyni
Tónleikar til heiðurs þessu ástsæla tónskáldi sjötugu. Flutt verður úrval einleiks-, einsöngs- og dúóverka frá ýmsum tímum á ferli hans. Flytjendur eru söng­konurnar Herdís Anna Jónasdóttir og Þórunn Arna Krist­jáns­dóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Leon van Mil sem leikur á baritónsaxófón og píanóleikararnir Tinna Þorsteins­dóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Anna Áslaug Ragnars­dóttir, en þau eru öll tengd Jónasi nánum fjölskyldu- eða vinaböndum.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Aukatónleikar
Fimmtudaginn 28. júlí
kl. 20:30

Ursel, Anna og Ute
Máninn líður
Anna Jónsdóttir söngur, Ute Völker harmonikka og Ursel Schlicht píanó.
Íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Leifs í nýjum búningi.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 2. ágúst
kl. 20:30

Michael og Daníel
Kímnilög
Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanó.
Snigill og flygill, lagaflokkur eftir Michael Clarke við gríntexta Þórararins Eldjárn. Einnig sungin lög úr Bangsímon lagaflokknum eftir H. Fraser-Simson við ljóð A.A. Milne.
EfnisskráFréttatilkynning
Michael netsíða
Þriðjudaginn 09. ágúst
kl. 20:30

Hrafnhildur og Ingileif
Vegir ástarinnar − Les chemins de l'amour
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanó.
Ástríðufull, einlæg og seiðandi sönglög eftir Richard Strauss, Francis Poulenc, Erik Satie, Gabriel Fauré og Reynaldo Hahn.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Hrafnhildur heimasíða

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar.
Efnisskrár fyrri ára:
2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008
2009   2010   2011   2012   2013   2014   2015
Heimasíða LSÓ