SUMARTÓNLEIKAR
2018

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar


prent­vænt


Þriðjudaginn 3. júlí
kl. 20:30

Reynir Hauksson
Reynir Hauksson gítarleikari
Andalúsíu-fantasía
Tónverk eftir Paco de Lucía, Roland Dyens og Reyni sjálfan. Einnig verða leikin þekkt form frá ákveðnum svæðum Andalúsíu, Tangó frá Granada og Bulerías frá Jerez.

EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 10. júlí
kl. 20:30

Eva Þyri og Lilja
Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari
Draumur um ást
Fimm sönglög ópus 37 eftir Jean Sibelius, kaflar úr Rómönsum ópus 47 eftir Pyotr Tchaikovsky og Brettl Lieder eftir Arnold Schönberg

EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 17. júlí
kl. 20:30

Sigrún, Elena og Kristín
Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran og Elena Postumi píanóleikari
„Í dag skein sól“
Söng­lög eftir Pál Ísólfss­on, Jón Leifs, Emil Thorodd­sen, Edvard Grieg og fleiri tón­skáld sem öll lærðu eða störf­uðu í Leipzig, og eru flytj­end­urn­ir þar í námi og starfi.

EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 24. júlí
kl. 20:30

Jane og Björg
Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari
Franskir tónar
Sónata fyrir flautu og píanó eftir Franc Poulenc; Air Vaudois og Andante et Allegro eftir Mel Bonis og Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy, útsett fyrir flautu og píanó.

Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 31. júlí
kl. 20:30

Endurteknir:
Fimmtudaginn 2. ágúst
kl. 20:30

Jón, Björn og Gunnar
Guitar Islancio
Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson gítarleikarar og Jón Rafnsson bassaleikari
Guitar Islancio kemur saman eftir nokkurt hlé, en tríóið var stofnað árið 1998 og fagnar því 20 ára starfsafmæli í ár. Á þessum tónleikum fer tríóið yfir feril sinn og leikur vel valin lög af þeim fjölmörgu diskum sem út hafa komið með því, ásamt ýmsum smellum sem þeir félagar hafa tekið inn í dagskrá sína í gegnum árin.

Efnisskrá FréttatilkynningSíðari fréttatilkynning
Þriðjudaginn 7. ágúst
kl. 20:30

Heleen og Guja
Guja Sandholt sópran og Heleen Vegter píanóleikari
Æskuástir og ævintýri
Sönglög eftir Jórunni Viðar, Thea Musgrave, Edvard Grieg og Claude Debussy.

Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 14. ágúst
kl. 20:30

Søren og Hlíf
Søren Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari.
    Fluttar verða sónötur eftir Niccolo Paganini, Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saëns, nokkur þekktustu verk Fritz Kreislers og Pablo de Sarasate og einnig Gavotta úr einni af Partítum Bachs fyrir einleiksfiðlu, með undirleik eftir Robert Schumann. Søren hefur útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar.

Efnisskrá Fréttatilkynning

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar.
Efnisskrár fyrri ára:
2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009  
2010   2011   2012   2013   2014   2015   2016   2017  
Heimasíða LSÓ