SUMARTÓNLEIKAR
2008
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar


Prenthæfur listi
Þriðjudaginn 8. júlí
kl. 20:30

Freyja Gunnlaugsdóttir og Siiri Schutz
Ungverskir dansar og rómantík. Freyja Gunnlaugsdóttir klarinett og Siiri Schutz píanó. Ballaða op. 8 og tveir Ungverskir dansar eftir Leo Weiner, Sónata op. 120 nr. 2 í Es-dúr eftir Johannes Brahms og Fjórir ungverskir dansar eftir Rezsö Kokai.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 15. júlí
kl. 20:30

Sebastiano Brusco

Sebastiano Brusco píanóleikari. Sónata í a-moll D 537 op. 164 og Fjögur Impromptu op. 90 eftir Franz Schubert. Fantaisie-Impromptu op. 66 og Ballaða í g-moll op. 23 eftir Frédéric Chopin.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 22. júlí
kl. 20:30

Steinunn Soffía Skjenstad
og Sofia Wilkman

Steinunn Soffía Skjenstad sópran og Sofia Wilkman píanó. Sönglög eftir Franz Schubert við ljóð Goethes, lög úr ljóðaflokknum Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler, Fünf Lieder eftir Anton Webern úr ljóðabálknum Der Siebente Ring eftir Stefan George og sönglög eftir Richard Strauss.  Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 29. júlí
kl. 20:30

Anna Áslaug Ragnarsdóttir

Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Italienisches Konzert BWV 971 eftir Johann Sebastian Bach, Le Traquet rieur úr Catalogue d'oiseaux eftir Olivier Messiaen, Grande Sonate Pathétique op. 13 eftir Ludwig van Beethoven, Barcarolle op. 60 eftir Frédéric Chopin og Sonata VIII eftir Jónas Tómasson.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 5. ágúst
kl. 20:30

Anna Rún Atladóttir og Þórunn Elín Pétursdóttir

Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Anna Rún Atladóttir píanó flytja lög um börn og fyrir börn. Á efnisskránni eru Barnlige sange op. 61 eftir Edward Grieg, I hate music! eftir Leonard Bernstein, sönglög Jóhanns G. Jóhannssonar við barnaljóð Þórarins Eldjárns auk þekktra laga Atla Heimis Sveinssonar.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 12. ágúst
kl. 20:30

Guðrún Ingimarsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir

Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Jónína Erna Arnardóttir píanó flytja íslenska leikhústónlist, sönglög og aríur, m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Indriða Einarsson og Sigurð Þórðarson.  Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 19. ágúst
kl. 20:30

Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir fiðla og Gunnar Kvaran selló. Flutt verða Svíta nr. 2 í d-moll fyrir einleiksselló eftir Johann Sebastian Bach, Eintal fyrir einleiksfiðlu, sem Karólína Eiríksdóttir samdi og tileinkaði Guðnýju 2008, Ciaconne úr Partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach og Sónatína í E-dúr fyrir fiðlu og selló eftir Arthur Honegger.  Efnisskrá  Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 26. ágúst
kl. 20:30

Sigurður Flosason Guido Bäumer, Vigdís Klara Aradóttir og Peter Tompkins

Íslenski saxófónkvartettinn. Vigdís Klara Aradóttir sópransaxófónn, Sigurður Flosason altsaxófónn, Peter Tompkins tenórsaxófónn og Guido Bäumer barítonsaxófónn. Fantasía eftir Orlande Gibbons, Historie du Tango eftir Astor Piazzolla, Ricercare dopo il credo eftir Girolamo Frescobaldi, Songs for Tony eftir Michael Nyman og Andante et Scherzo eftir Eugene Bozza.  Efnisskrá  Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 2. september
kl. 20:30

Gerður Bolladóttir, Pamela De Sensi og Sophie Marie Schoonjans.

Gerður Bolladóttir sópran, Pamela De Sensi flauta og Sophie Marie Schoonjans harpa. Almanaksljóð eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur við ljóð Bolla Gústafssonar. Stiklað er á helstu messudögum ársins að fornu með stuttum ljóðrænum lýsingum af náttúru, veðri og bústörfum - oft með trúarlegri tilvísun.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Efnisskrár fyrri ára:
2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007
Heimasíða LSÓ