SUMARTÓNLEIKAR
2007
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar


Þriðjudaginn 10. júlí
kl. 20:30

Robert Rogers, Ellen Lang, Constance Green og Irwin Reese
Söngtríóið Live from New York er skipað söngvurum úr kór Metropolitan Óperunnar, Constance Green sópran, Ellen Lang mezzósópran og Irwin Reese tenór, ásamt píanóleikaranum Robert Rogers. Þau flytja ameríska söngleikja- og óperutónlist ásamt afrísk-amerískum þjóðlögum. Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 17. júlí
kl. 20:30

Scott McLemore, Sunna Gunnlaugs og Þorgrímur Jónsson

Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti, Scott McLemore trommuleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Tónsmíðar Sunnu, nýjar sem og áður út gefnar. Tónlist sem fellir saman þokka evrópsks djass og eldmóð hins bandaríska með tónsmíðum sem höfða til fleiri en djassunnenda eingöngu.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 24. júlí
kl. 20:30

Ingibjörg Guðjónsdóttir, Einar Jóhannesson og Valgerður Andrésdóttir
Tríó Varioso. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarinet og Valgerður Andrésdóttir píanó. Tónverk eftir Johann W. Kalliwoda, Hafliða Hallgrímsson, Jón Þórarinsson, Laszló Draskóczy og Franz Schubert.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Sunnudaginn 29. júlí
kl. 20:30

aukatónleikar

Þóra Einarsdóttir, Björn Jónsson og Anna Áslaug Ragnarsdóttir
Söngvar kvölds og morgna. Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Jónsson tenór og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari flytja tónverk eftir Robert Schumann, Richard Strauss og Edward Grieg.   Efnisskrá   Fréttatilkynning   Veggspjald (A4)
Þriðjudaginn 31. júlí
kl. 20:30
Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó. Verk eftir Johann Sebastian Bach, Wolfgang A. Mozart, Snorra Sigfús Birgisson, Frederic Chopin og Robert Schumann.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 7. ágúst
kl. 20:30

Signý Sæmundsdóttir sópran og Gerrit Schuil píanó. Frönsk sönglög eftir Maurice Ravel, Henri Duparc og Erik Satie.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Þriðjudaginn 14. ágúst
kl. 20:30
Gunnar Kvaran selló og Elísabet Waage harpa. Frumflutt verður verkið 'Visions Fugitives' eftir John Speight. Á efnisskránni eru einnig Sónata eftir Antonio Vivaldi, Arpeggione Sónata eftir Franz Schubert og Vocalise eftir Sergej Racmaninoff.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 21. ágúst
kl. 20:30
Hafdís Vigfúsdóttir flauta og Kristján Karl Bragason píanó. Tónverk fyrir flautu og píanó eftir frönsku tónskáldin Pierre Sancan, Jean River, Olivier Messiaen, Frédéric Chopin, Philippe Gaubert og Charles-Marie Widor.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 28. ágúst
kl. 20:30
Dúó Stemma. Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout leika á marimbu, víólu, slagverk og steinaspil Páls áHúsafelli. Flutt verða tónverk sem Snorri Sigfús Birgisson, Áskell Másson og Sveinn Lúðvík Björnsson hafa samið sérstaklega fyrir þau, einnig lög eftir Atla Heimi Sveinsson og íslensk þjóðlög.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 4. september
kl. 20:30

Auður Hafsteinsdóttir, Mona Sandström og Bryndís Halla Gylfadóttir
Trío Nordica. Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Mona Sandström píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Píanótríó eftir Elfrida Andrée (frumflutningur á Íslandi), Dumky tríóið eftir Dvorak og tvö tríó eftir Piazzolla.   Efnisskrá   Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 11. september
kl. 20:30

Hlíf Sigurjónsdóttir og Julia MacLaine

Eyjaskeggjar. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Julia MacLaine selló. Sónata fyrir fiðlu og selló eftir Maurice Ravel, Boat People - nýtt verk eftir bandaríska tónskáldið James Blachly. Frumflutt verður "GRÍMA", dúó fyrir fiðlu og selló eftir Jónas Tómasson.   Efnisskrá   Fréttatilkynning

Efnisskrár fyrri ára:
2001   2002   2003   2004   2005   2006
Heimasíða LSÓ